Vísir - 21.07.1962, Síða 16

Vísir - 21.07.1962, Síða 16
I V VISIR Laugardagur 21. júlí 1962. ► Stjórnarhermenn í Suður-Viet- nam felldu í gær í bardaga 85 skæruliða kommúnista en mann- tjón þeirra sjálfra var 2 fallnir og 7 særðir. Flugvélar og 30 banda- rískar þotur voru notaðar við fram kvæmd hernaðaraðgerðanna. Taugaveikibróiir á Akureyri? Fyrir rúmum hálfum mánuði veiktust 10-12 Akureyringar hastarlega af magaveiki með há um hita. Voru þetta þrjár fjöl- skyldur og höfðu þær allar keypt til áleggs pylsu sem kjöt- búð ein á Akureyri hafði fengið frá einni stærstu kjötbúð Reykjavíkur. Fólkið hefur verið rúmfast síðan, en sumt þurfti að flytja á sjúkrahús. Héraðslæknir á Akureyri hef- ur rannsakað málið, gert borg- arlækni í Reykjavík aðvart um pylsurnar til rannsóknar og sent sýnishorn af hægðum sjúkl inganna til ransókna í Reykja- vík. Þegar fréttamaður Visis, sem staddur er á Akureyri átti tal við héraðslækninn Jóhann Þor- kelsson vildi hann ekki fullyrða að um taugaveikibróður væn að ræða, en kvað sjúkdómsein Norstad biðst iausnar kennin svipuð. Kvast hann enn bíða eftir endaniegri niðurstöðu rannsóknanna. Kirkjuleg menntastofnun verður sett á fót í Skálholti Innan tíðar mun rísa upp austur i Skálholti kirkjuleg menntastofn- un.' Um það hefur skapazt algjör cinhugur og samstaða meðal kirkj- unnar manna hér á| landi. Verður hér um að ræða sjálfseignastofn- un, scm starfar í líkingu við lýð- háskólana á Norðurlöndum. Vinir og velunnarar Skálholts- 1 staðar hvarvetna á Norðurlöndum | hafa lýst ánægju sinni yfir þess- ari hugmynd og hvetja eindregið til þess að hún komist í fram- kvæmd. Eins og fyrr segir hefur skapazt samstaða meðal kirkju- manna íslenzkra „og er ástæða til að fagna þessum gleðilegu tíðind- sagði séra Sigurbjörn Einar; sem við hana verða hverju sinm. Mun hún þannig gegna mikil- vægu hlutverki í þjóðlífi okkar. Með stofnun kirkjulegrarar menntastofnunar eða Iýðháskóla rætist sú hugmynd sem Skálholts- félagið setti fyrst fram á .son biskup við fréttame'nn í gær. ! tíma, hugmynd sem hefur verið Starf og verksvið þessarar stofn unar mun verða fjölþætt og víð- tækt, byggt á atgervi þeirra krafta Fáheyrt í kaupgjalds málum Tveir kauptaxtar trésmiða tilkynntir Tilkynnt var í gær frá Hvíta húsinu í Washington, að Lauris Norstad yfirhershöfðingi Norður- Atlantzhafsbandalagsins í Evrópu og yfirhershöfðingi bandarískra hersveita í álfunni hefði beðist lausnar frá 1. nóvember næstkom- andi. I lausnarbeiðni sinni kveðst Nor stad hafa gert Kennedy forseta grein fyrir þvi, að hann óskaði að draga sig í hlé frá störfum þegar í janúar síðastliðnum. Sagt er, að orsök lausnarbeiðninnar sé, 'að Norstad fékk því ekki framgengt, að herafli Norður-Atlantzshafs- bandalagsins fengi kjarnorkuvopri til umráða, en því er forsetinn and vígur. Kennedy hefur lýst yfir að hann harmi það, að Norstad skyldi biðj- ast lausnar. en hefur tekið hana il greina. Norstad er 55 ára að aldri. Hann hefur starfað fyrir NATO í 12 ár i og verið yfirhershöfðingi banda- lagsins 6 undangengin ár. Verkfall kært SAMBAND gistihúsa- og veit- ingahúsaeigehda hefur nú kært verkfali þjóna, til félagsdóms, en sambandið telur, eins og komið hefur fram í fréttum, að verkfallið sé ólöglegt. Mun féiagsdómur taka kær- una fyrir n.k. þriðjudag. SÁ fáheyrði atburður hefur nú gerzt, að Vinnuveitendasamband Isiands og Meistarafélag húsa- smiða í Reykjavík, annars vegar, og Trésmiðafélag Reykjavíkur, hins vegar, hafa gefið út tilkynn- ingar um kaupgjaldstaxta, sem ganga algerlega í berhögg hvor við annan, en hvorki verkfall né verk- bann hefur verið boðað. I blöðum í gær auglýsir Tré- smiðafélagið nýja kauptaxta og hefst tilkynning þeirra þannig: „Samkvæmt samþykkt félagsfund ar í Trésmiðafélagi Reykjavíkur eru lágmarkskauptaxtar félagsins sem hér segir, og er öllum félags- mönnum óheimilt að vinna fyrir lægra kaupi. Kauptaxtarnir gilda frá og með 27 júlí n.k.“ Tilkynning Vinnuveitendasam- bandsins og Meistarafélagsins hefst þannig: „Vinnuveitendasam- band Islands og Meistarafélag húsasmiða í Reykjavík vilja hér með af gefnu tilefni mótmæla sem markleysu kauptaxta þeim, sem Trésmiðafélag Reykjavíkur auglýs- ir í dagblöðunum í dag . .“ Segir þar enn fremur að sá taxti sem gildi þar til öðru vísi hafi um samizt, sé sá sem unnið hefur verið eftir að undanförnu. Núverandi taxti, sem Vinnuveit- | endur og meistarar tilkynna, gem; ! ir ráð fyrir að sveinar hafi í tíma- • kaup kr. 27,94, vélamenn kr. 28,06 I og verkstjórar kr. 30,63. Hinn auglýsti kauptaxti Tré- smiðafélagsins gerir ráð fyrir að sveinar hafi í dagkaup kr. 36,58 á tímann, vélamenn kr. 38,23 og verkstjórar kr. 40,03. í greinargerð, sem fylgir tilkynn ingu Vinnuveitendasambandsins og Meistarafélagsins, segir að trésmið um hafi verið boðnar sömu hækk- anir á kaup sitt og öðrum, sem nýlega hafa sámið. Fela þær í sér 10% hækkun á tímakaupi og 8% hækkun á ákvæðisvinnu. Auk þess hefur verið boðið að taka upp viku kaupsgreiðslur t.d á verkstæðum og er þar með hliðstæð aldurhækk un og bifvélavirkjar, járnsmiðir og fleiri -hafa fengið. Samningafundur var haldinn með sáttasemjara í fyrrakvöld og náðist ekki samkomulag. Ekki er vitað hvenær næsti fundur verður haldinn. á dagskrá hjá því frá fyrstu tíð. Samnorrænn helgidömur. Lýðháskóli þessi mundi að vissu leyti verða samnorræn stofnun. Hann er studdur af lýðháskóla- fólkinu í Danmörku, sem ávallt reyndist okkur bezt í sjálfstæðis- baráttunni Margar og góðar gjafir, dýrindis gripir hafa borizt frá Norð urlöndunum og þarna mundi vissu lega myndast samnorrænn helgi- dómur. í ráði er einnig að komið verði á þeirri reglu, að útskrifaðir kandi datar í guðfræði, fari til Skálholts og dveljist þar um nokkurra mán. skeið. I hinni nýju byggingu í Skál holti, er gert ráð fyrir þessu þar sem tvö herbergi hafa verið útbú- in í þessum tilgangi. ♦ Haagdómstóllinn hefur úr- skurðað, að kostnaðurinn við gæzlulið Sameinuðu þjóðanna i Kongo séu útgjöld, sem öllurn meðlimum samtakanna sé skylt að greiða. Eins og kunnugt er hafa Sovétríkin og kommúnista- ríkin og nokkur önnur ríki ekki fengizt til þess að greiða sinn hluta. ís /okuð í gærkvöldi var dauft yfir skemmt-1 analífi borgarinnar. Vínveitinga-! 1 hús borgarinnar voru Iokuð vegna ! þjónaverkfallsins og ekki | önnur i j hús að venda til skemmtana en ! þau, sem ekki hafa vínveitingar. ! Stafar þetta af verkfalli þjóna, : sem hófst í fyrrakvöld. Á Hótel Borg var veitt undan- þága til að veita mat handa hótel- gestum og á Hótel Sögu var leyft að veita morgunmat að venju. 1 dag munu þó salir á Hótel Borg j verða lokaðir og geta gestir þá | aðeins fengið veittan mat á her- j I gær var aðeins dansað á tveim I og Þórscafé. Seldist þar upp á stöðum I Reykjavík, í Ingólfs Café | stuttum tíma. Gullleitin varð árangurslous bergjum sínum. Rétt er að geta þess, að verkfall þetta nær ekki til almennra mat sölustaða, þar sem stúlkur sjá um afgreiðslu. GuIUeitarleiðangurinn sem fór ■ austur á Skeiðársand fyrir nokkru 1 varð frá að hverfa án þess árang- | ur næðist og kom gulllaus til baka. Þegar leiðangurinn kom austur,S var allt á floíi í vatni á sandinum, ; þar sem hins sokkna skips er talið helzt að leita. Ástæðan er einfald- lega sú að leiðangurin nkom ot seint á sandinn. Vatnavöxtur í jók ulvötnunum, einkum Skeiðará, sem flæmist vítt og breitt yfir sand- inn-, voru komnir í algleyming og þýðingarlaust að reyna nokkuð við gröft eða leit. Leiðangursfarar héld j ust þó við á sandinum í 3 eða 4 I daga áður en þeir sneru á brott i og fóru þá meðal annars yfir Skeið ará þar sem hún var 2 kílómetrar á breidd. Sýnir það helzt hvílíkt óhemju vatnsmagn hún ber fram eftir að leysa tekur í jöklinum á sumrin. Bændur í Öræfasveit hafa ekki viljað leyfa „gullgröft", eða- yfir- leitt neinar aðgerðir á Skeiðár sandi á vorin vegna ótta við það að mannaferðir um hann styggðu sel meðan á veiðitímanum stendur. Hann er útrunnin 20. júní ár hvert, en þá er að jafnaði komin mikil leysing í jökulinn og þar af leið- andi erfitt um gullleitina í sand- Framh. á bls. 2. rlér sjást tveir drekkhlaðnir bátar við löndunarbryggju á Norðfirði. Fremri báturinn er Guðmundur á Sveinseyri. (Ljós- myndari Vísir, B. G.).

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.