Vísir - 03.08.1962, Blaðsíða 6

Vísir - 03.08.1962, Blaðsíða 6
6 Föstudagur 3. ágúst 1962. V'ISIR Tvítug — Hvaðan ert þú í Frakk- landi? — Ég er frá smábæ rétt hjá Boradeaux. Ég reikna ekki með að það skipti svo miklu máli. þegar komið er til Islands. Við spyrjum næst hvað hún sé gömul og hvað hún geri. — Ég er tvítug að aldri og læri ensku í Cambridge. Ég hef nú verið þar í tvo vetur. — Hvernig líkar þér við Eng- lendinga? — Mér líkar rétt sæmilega jvið þá, en maturinn er afleitur hjá þeim og upphitun, eða öllu heldur skorturinn á henni, er hreinn lífsháski. Við skólann líkar mér þó mjög vel. 32 í hóp Nú eru Frakkarnir farnir að hópast í kringum okkur og við tökum upp almennara tal. — Hvað eruð þið mörg í hópn um? Sjáið þið nú hvers vegna við vildum tala við Marinette? inn var líka alveg prýðilegur. (Við nánari athugun reyndist Rúna vera Kristrún Eymunds- dóttir). — Hafið þið farið eitthvað út að skemmta ykkur? — Við höfum farið á böll bæði hér í Reykjavík og fyrir norðan. Okkur gekk fyrst mjög illa að skilja hvers vegna allir urðu fullir, þó að ekkert sæist á borðum nema gosdrykkir. Svo varð það kvöld eitt að einu okk- ar varð litið undir borðið. Afbrýðisamir Við spurðum nú eina stúlkn- anna hvernig henni lítist á ís- lenzka karlmenn. Hún setur upp mæðusvip og segir: — Ég hef kynnzt allt of fáum. Einn piltanna bætir við: — Ég held að þeir séu afbrýðissamir. Við spyrjum Marinette hvemig standi á þessari skoðun piltsins og hún segir að hann hafi kynnzt stúlku í ferðinni og hafi það ekki verið sérlega vinsælt af íslenzkum félögum hennar. Við gengum nýlega upp í Austurbæjarskóla að hitta franskt náms- sem hér er á ferð. Það er hér í ferð á veg- um stofnunar sem gengst fyrir kynningar- ferðum æskufólks til annarra landa og nýtur til þess styrks frá franska ríkinu. Hafa þau dvalizt hér á landi í þrjár vikur og ferðazt víða um land á vegum ferðaskrifstofu Úlfars Jakobsens. Sem við gengum inn í anddyri skólans heyrðúm við mannamál og runnum á hljóðið. Við sáum fljótlega inn í stofu, þar sem hópurinn var að ljúka við há- degismatinn og gengum inn. Á móti okkur kom lífleg ung stúlka og brosti. Við spurðum hana til nafns og kvaðst hún heita Marinette Gilbert, vera tvítug og spurði hvort við vild- um vita meira. — Við erum 31 auk tveggja fararstjóra. Við komum frá mis- munandi hlutum Frakklands og erum að fást við ýmiss konar nám. Sumir lesa landafræði, aðr ir sögu, heimspeki eða mál. Auk þess eru sumir þegar orðnir kennarar. — Hver er aldurinn? — Aldurinn er frá 15 til 24 ára. — Hvernig lízt ykkur á land- ið? Nú byrja skyndilega allir að tala 1 einu og flestir á frönsku. Við látum okkur því nægja það sem Marinette getur sagt okkur á ensku, bæði frá eigin brjósti og eftir hinum. — Við höfum séð mikið af fallegum stöðum. Mývatn er til dæmis ákaflega fallegt. Við vor- úm þar 1 þrjá daga og hefðum flest viljað vera lengur. Fallegar Næst spyrjum við hvernig þeim lítist á íslenzka kvenfólkið og þá fyrst byrjar handapatið að ráði, þó að það hafi verið nokkuð fyrir. Ein stúlknanna svarar þessu fyrst: — Mér finst þær vera allt of líkar hver ann- ari, sérstaklega í klæðnaði. Þessa skoðun vilja piltarnir alls ekki fallast á og gerast há- værir. Virðist útkoman úr öllu því sem þeir hafa að segja um þetta mikla og verðuga áhuga- mál þeirra allra, vera sú, að íslenzkt kvenfólk sé sérlega fall egt og skemmtilegt. Sérlega þyk ir þeim til um hárið og hversu vel þær eru til hafðar. Aðspurð- ir minnast þeir ekki neinna galla. Við snúum okkur til Mari- nette og spyrjum hana hvort ekki hafi verið margt sem kom þeim á óvart á íslandi. — Við urðum mjög undrandi á hve góð lífskjörin eru hér á íslandi og hve allt er hér langt á veg komið. Einnig kom okkur það mjög á óvart að allt skóla- fólk hér vinnur yfir sumarið. Það er alls ekki þekkt í Frakk- landi. íslenzki maturinn — Við kunnum ekki að meta íslenzka matinn. Fiskurinn er þó góður. Annars er ekki vel að marka það, því að við höfum borðað hálfgerðan skrínukost alla ferðina. Við höfðum eld- hús með og maturinn allur eld- aður þar. — Það var ákaflega gaman að koma til Siglufjarðar. Öll þau ó- sköp af síld. Svo komum við í hvalstöðina. Það er ekki sérlega góð lykt þar. Yfirleitt hefur allt verið ákaflega skemmtilegt, sem við höfum séð, og veðrið hefur verið mjög gott allan tíman. Elskum Rúnu — Þú verður að taka það fram ef þú skrifar eitthvað, að við elskum öll Rúnu, sem var fararstjóri hjá okkur. Bilstjór- Nýtt SjáHstæðisfélag Hinn 29. júlí s.I. var haldinn stofnfundur sjálfstæðisfélags fyrir Austur-Barðastrandarsýslu. Fund- urinn var haldinn að Króksfjarðar- nesi. Fundarstjóri var Sveinn Guð- mundsson, Miðhúsum, Reykhóla- hreppi, og fundarritari Jóhann Jónsson, Mýratungu, Reykhóla- hreppi. Stofendur voru 70. Axel Jónsson, fulltrúi framkvæmda- stjóra Sjálfstæðisflokksins flutti erindi um skipulagsmál flokksins og lagði fram frumvarp að lögum fyrir félagið, sem síðan var sam- þykkt og hlaut félagið nafnið „Sjálfstæðisfélag Austur-Barða strandarsýslu“ og félagssvæði þess ákveðið allir hreppar Austur- Barðastrandarsýslu. í stjórn félagsins, voru kjörin: Sveinn Guðmundsson, Miðhúsum, formaður, Aðalsteinn Aðalsteins- son, Hvallátrum, Flateyjarhreppi, Óskar Þórðarson, Firði, Múlasveit, Karl Guðmundsson, Valshamri, Geiradalshreppi, og Unnur Stefáns- dóttir, Reykhólum, Reykhóla- I hreppi Varastjórn skipa: Nikulás Jens- son, Svefneyjum, Flateyjarhreppi, Jóhann Jónsson, Mýratungu, Alma Friðriksdóttir, Hafrafelli, Reyk- hólahreppi. Einar Guðmundsson, Kvígindisfirði, Múlasveit, og Ingi- mar Eyjólfsson, Gillastöðum, Reykhólahreppi. Endurskoðendur voru kjörnir Guðmundur Jónsson, Mýratungu, og Ingibjörg Árnadóttir, Miðhús- um. Jón leifs — Framh. af Dls. 4 Gengið á fund páfa. — Hver voru helstu hátíða- höld í sambandi við þingið? — Bæði forsætisráðherra og forseti Ítalíu tóku á móti for- ystumönnum sambandsins. Svo tók Jóhannes páfi á móti öllum fundarmönnum, og varð sú mót- taka hin merkilegasta. Páfi flutti ræðu og hyllti höfunda og höfundarétt, gat þess, að f safni páfagarðs væru geymd mörghin merkustu skáldverk og tónverk Hann ávarpaði tónskáldin sér- staklega og komst svo að orði: „Það er mjög sjaldgæft, að tón- skáld njóti fullrar viðurkenning ar f lifanda lffi fyrir verk sín. Þið eruð í rauninni að vinna fyr ir þær kynslóðir sem koma á eftir ykkur.“ Þess skal getið, að kaþólska kirkjan greiðir höfund um fyrir flutning tónverka þeirra í kirkjum. Var undirritað ur samningur um það í Berlín fyrir nokkrum árum. Þetta gera fáar kirkjur aðrar en kaþólskar. Saga sögð með ljósbrigð um, tónum, orðum og leik. — Svo hefur páfi spjallað við ykkur? — Já, hann ræddi um stund við forseta sambandsins, ftalska tónskáldið Ildebrando Pizetti og einnig við ungverska tónskáldið Kodály. — Höfðuð þér kynnzt þess- um tónskáldum áður? — Ég hafði hitt Pizetti nokkr- um sinnum áður, seinast í París 1942 með Richard Strauss, og við rifjuðum nú upp gamlar endurminningar. — Voru haldnir hljómleikar í sambandi við þingið? — Já, ítalska útvarpið hélt hljómleika fyrir okkur kvöldboð á eftir. Það þótti mér merkileg- ast, að þarna heyrði ég f fyrsta sinn leikið á gullflautu. Annars var ein merkasta skemmtunin kvöldsýning á Forum Romanum þar sem saga saga hinna fornu Rómverja var rakin með ljós- brigðum, tónum, orðum og leik, og komu þó engir leikarar fram. Gjallhorn úr ýmsum áttum fluttu orð og tóna, en alls konar ljósbrigði léku á víxl um rúst- irnar til að minna á atburðina. Þetta er eftirminnanlegt og mætti verða okkur til fyrirmynd ar að hátíðaleikjum á Þingvöll- um. í Grikklandi munu vera haldnir svipaðir hátíðaleikir. Hélt, að Róm væri stærri. — Þér hafið heimsótt Róm áður? — Nei. Þetta var í fyrsta skipti, sem ég hef komið þang- að. Og mig furðaði mest, að borgin skyldi ekki Vera stærri en hún er. Enginn gat svarað þeirri spurningu minni, hve margir íbúar myndu hafa verið í Róm til foma. Þeir geta varla hafa verið fleiri en íslendingar eru nú. Af því má marka, að það fer ekki eftir mannfjölda, hverjir skapa menninguna. Á fundinum fór fram kosning fulltrúa í fulltrúaráð og kjördæm- isráð Sjálfstæðisflokksins í Vest- fjarðarkjördæmi. Gunnar Thoroddsen, fjármála- ráðherra, ávarpaði fundinn og ræddi um verkefni, sem fram und- an væru í flokksstarfinu og árnaði hinu nýstofnaða félagi heilla í störfum. Þorvaldur Garðar Kristjánsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðis- flokksins, ræddi um gildi hins nýja skipulags flokksins og flutti félag- inu árnaðaróskir.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.