Vísir - 03.08.1962, Blaðsíða 10

Vísir - 03.08.1962, Blaðsíða 10
10 V'ISIR Föstudagur 3. ágúst 1962. ■ _j j i: ; ; ; JSS&'-í:: I m 11 1 . • ■ • • . : ■ :' ■: lÍfflliv ■fawÍY/ Herjólfur er fjöregg Yestmannaeyinga ekki sízt fyrir þjóðhátíðina Þjóðhátíð Vestmanna- eyinga er um næstu helgi, og það er ekki nóg með að Eyjarskeggjar . allir taki þátt í þeim hátíðarhöldum, heldur streymir nú aðkomufólk ið að til eyjanna. Ef að líkum lætur munu ekki færri en 5-6 hundruð manns f«kja Vestmannaeyjar heim um þessa helgi. En til þess að kom- ast þangað er aðeins um tvær leiðir að velja, í lofti eða á legi. Farkostirnir verða því annað hvort ein af Doglas flugvélum Flugfélagsins eða Herjólfur Skipaútgerðarinnar. Án þess að það sé nokkur áróður, þá má reikna með, þegar tekið er tillit til fargjaldsins, að bróðurpartur in af gestum Eyjamanna, fari fram og til baka með Herjólfi. — ★ — Okkur þótti því vel til fallið að labba okkur um borð í skipið þar sem það lá við Granda- garðinn í gærdag, og fá nokkrar upplýsingar um æviferil þessa ágæta og -fallega skips. Skipstjórinn, Svavar Stein- dórsson, stóð óeinkennisklædd- ur í brúnni og fylgdist með lest- un skipsins. „Við leggjum af stað klukkan 7 í kvöld“, sagði Svavar, „fyrst til Eyja og síðan til Hornafjarðar. Þangað förum við á hálfsmánaðar fresti. — Aukið þið ekki ferðirnar i þessari viku, vegna þjóðhátíð arinnar? — Það hefur nú ekki komið til þess enn þá, en ef miðað er við venjulega áætlun, þá bætum við í rauninni við okkúr fjórum ferðum, tveimur á fimmtudag- inn og tveimur á sunnudaginn. » — ★ — — En hafið þið ekki eitt- hvað orðið varir við meiri straum vegna hátíðarinnar? — Jú, það held ég mér sé óhætt að segja, sagði Svavar og dró síðan upp úr skúffu sinni heljarmikla skrá yfir, ferðir, far þega og flutning skipsins. Þar sást ljóslega að hátíðin var far- in að segja til sín, og í mörgum ferðum hafði verið fullskipað. Skipið er skráð fyrir 64 far- þega. öðru merkilegu tókum við eft ir í skrá Svavars, en það var hversu marga bíla Herjólfur hafði flutt í þessari viku. Þeir voru samt. 54, sem er miklum mun meira en gerist almennt. Skipstjórinn hafði enga skýr- ingu á þessu fyrirbæri, aðra en þá, að sjórinn væri hin raun- verulega þjóðbraut þeirra Vest- manneyinga. Að vísu væri flugið komið til sögunnar og hjálpaði það mik- ið og auðveldaði samgöngur við Eyjarnar, en allir flutningas byggðust fyrst og fremst á sjó- ferðunum og þá á Herjólfi. — ★ — Herjólfur var smíðaður árið 1959, er með 16 manna áhöfn og hóf áætlunarferðir í desem- ber það ár. Fyrsti skipstjórinn var Tryggvi Blöndal, en Svavar Steindórsson tók við fyrir um það bil ári. Svavar hefur verið á öllum skipum Skipaútgerðar- innar, og skipstjóri sl. 8 ár. Herjólfur er skráður upp á 516 lestir, og eru vöruflutningar geysimiklir með skipinu. Til dæmis má geta þess að í hverri ferð er farið með 7 til 15 tonn af mjólk til Vestmannaeyja, eða með öðrum orðum alla þá mjólk sem notuð er þar. Mjólk hefur alla tíð verið innflutningsvara í Vestmannaeyjum, og áður en Herjólfur byrjaði voru einu reglubundnu ferðirnar utan flug vélanna, með mjólkurbátnum. Þær ferðir voru þó strjálar og farþegaflutningar v.oru engir. — ★ — Af þessu sézt hversu hagur og aðstaða Vestmannaeyinga hefur batnað mjög með tilkomu þessa skips. Enda er það svo að það hefur reynzt mjög vel. — Þetta er gott sjóskip, það veltur mikið en ku einmitt vera mælikvarðinn á sjóhæfni skips 'ins — þvi meiri veltingur — því betra skip. — Hefur aldrei fallið niður ferð hjá ykkur? — Nei, þann tíma sem ég hef verið á skipinu hefur aldrei fallið niður ferð og þó siglum við á hverjum sólarhring. Við erum yfirleitt á ferðinni á nótt- inni og erum hér f Reykjavík annanhvorn dag. — Þið gætuð þá gert þetta að skemmtisnekkju, með spila- víti og tilheyrandi um borð, úr því að þið eruð alltaf á ferð- inni að næturlagi. Svavar skipstjóri hló við og gaf sig aftur iestuninni. Það var verið að skipa um borð 4 bílum, þar af gremur sem áttu að fara til Hornafjarðar. Sam- kvæmt upplýsingum frá skrif- stofunni mundi væntanlega allt verða fullt af farþegum. Hún var farin að segja til sín, þjóðhá tíðin. Sigurður Bjömsson í hlutverki Baron von Reitahl. Sigurður Björnsson rúðinn til óperunnur í Stuttgurt Svavar Steindórsson, skipstjóri á Herjólfi. Svavar hefur að- eins verið skipstjóri í rúmt ár, en fyrsti skipstjóri á Herj- ólfi var Tryggvi Blöndal. Sigurður Bjömsson söngvari, hefur verið ráðinn til óperunnar í Stuttgart á næsta leikári. Hefj ast æfingar þar þann 27. ágúst, en sýningar hefjast um miðjan september. Fór hann í sumar og söng fyrir stjómendur óper- unnar og var ráðinn samstund- is. Óperan i Stuttgart er talin mjög góð. Hafa sungið þar ýms ir heimsfrægir söngvarar, svo sem Wolfang Windgassen, Martha Mödel, George London og fleiri kunnir menn. Sigurður Björnsson hefur stundað nám í Munchen undan- farin sex ár, við tónlistarháskól ann þar í borg. Nam hann fyrst hjá Gerhard Hiisch um fimm ára skeið, en hefur undanfarið ár stundað nám hjá Hanno Blaszke. Hann hefur sungið víða um Evrópu, svo sem í Þýzkalandi, Hollandi, Belgiu, Spáni, Austurríki, Tékkóslóva- kíu, og var þar að auki ein- söngvari með • karlakórnum Fóstbræðrum í Norðurlandaferð Sigurður hefur haldið sex kon- serta hér heima en auk þess komið fram með sinfóníuhljóm sveitinni og við ýmis önnur tækifœri. Sigurður er fæddur í Hafnar firði, árið 1932, sonur hjón- anna Guðfinnu Sigurðardóttur og Björns Árnasonar. Hann gekk í gagnfræðaskóla í Hafnar firði, en hóf að því loknu nám í fiðluleik við Tónlistarskólann í Reykjavík og stundaði það um fimm ára skeið. Eftir það stund- aði hann söngnám við Tónlist- arskólann í eitt ár, en fór til Þýzkalands 1956. AugSýsið s Vbsí Iþróttir — Framh. af bls. 2 menn allir sem einn prúðir og stilltir og hraut aldrei styggðaryrði af vör. Leikur liðsins var líka mun betri en fyrri leikir enda þótt sig- ur næðist ekki, en það er ekki frá því að þýzkur sigur hefði nú verið réttlátur, en hin slælega byrjun Esslingen kom í veg fyrir slíkt. Beztir Þjóðverja voru Simmend- inger, Knecht, Hágele, Bayer og Boger, og markvörðurinn Wund- ervald var „wunderbar" sem fyrr, en aðrir leikmenn jafnarf. íslenzka hliðin var ekki ems sterk seinni hiuta leiksins eins og búast mátti við. Pétur Antonsson kom sem frelsandi engill frá Grindavík og átti eitt glæsilegasta „come-back“ allra tíma, þrátt fyr- ir lélegt úthald. Ragnar var skemmtilegur og lék oft á andstæð ingana fallega. Hjalti markvörður var í geysimiklu „stuði“, varði oft ólíklegustu bolta og var ásamt Pétri mikilvægasti maðurinn. Likist íslenzkum dómurum. Þýzki dómarinn Manfred Kienle dæmdi hér ósköp svipað öðrum dómurum þar á meðal íslenzkum. Hann gerði margt vej I dómum sínum, en átti líka sína furðulegu dóma, sumir sögðu hlutdræga, þö ég vilji draga það £ efa. T. d. stöðvaði hann einar 4 sóknir ís- lendinga og dæmdi aukakast í staðinn. Þetta gerði það að verk- um að andstæðingurinn hagnaðist á brotinu, sem er vitanlega and- stætt anda allra laga, hvort held- ur í íþrótta eða þjóða. Einnig átti Kienle í óskaplega Ieiðinlégu sentimetrastríði, öðru hverju. Áhorfendur voru sem fyrr segir 1413. - jbp -

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.