Vísir - 03.08.1962, Blaðsíða 9

Vísir - 03.08.1962, Blaðsíða 9
Föstudagur 3. ágúst 1962. VISIR 9 stolt skip í höfn, báta í nausti, báta liggjandi í sólbaði á sandi hallandi vor upp að öðrum eins og tvær ungar vinkonur. Allt umvafið sérstökum ljóma. Það er sérkennilegt, hve mik- il sólarbirta ríkir í myndum Gunniaugs, í landslagsmyndum hans er því líkast, sem hann hafi varla getað hugsað sér ís- land öðru vísi en baðað í sól. Ég spurði hann um það f við- tali, hvort honum hefði ekki hentað betur og hann kosið fremur að vera búsettur í Suð- urlöndum, þar sem sólin skini lengur en hér, og hann svar- aði: „Það er hvergi betri sólar- birta en hér heima, sólskinið raunar stundum stopult á hverj- um einstökum stað, en samt hægt að finna þetta einstæða bjarta sólskin einhvers staðar á landinu mikinn hluta ársins. Skammdegið er stundum erfiður tími, en sólskinið hér meiraiOg umfram allt betra en annars staðar, birtan fcærari, og því hlýtur ísland að vera paradís fyrir málara. Landið liggur í lófa sem myndlistarinnar land. Og þetta þurfum við að láta umheiminn vita.“ Og verk Gunn laugs á sýningum úti um heim hafa einmitt sýnt fólki af mörg- um þjóðum þetta ísland. Gunnlaugur var alvörumaður Reýkjavíkurhöfn og Esjan. Þetta er ein af síðustu myndum, sem Gunnlaugur Blöndal lauk við og hann gaf síðan vini sín- um, Jóni tónskáldi Leifs). Draumurinn. 1933 (Eigandi Hafiiði Halldórsson forstjóri). Krogh f blöðunum. Svo kom ég til Noregs tíu árum síðar, og þá var orðin mikil breyting á. Þá var búið að byggja ráðhús og fleiri stórhýsi og listmálarar höfðu verið kvaddir til að skreyta byggingarnar, í göng- um, skálum og sölum. Á þessu sviði erum við svo mikið.á eftir, að engu tali tekur. Og' þetta þarf að breytast. En hitt er skemmtileg staðreynd hér á ís- landi, hve almenningur leggur á sig til að prýða heimilin með listaverkum. Fegurð landsins er náma fyrir listamenn og fólkið vill meta verk listamannanna að verðleikum.“ Nú er Gunnlaugur Blöndal horfinn af sjónarsviðinu, en verk hans lifa og lýsa með sínu eilífa sólskini. ferli Gunnlaugs Blöndals Fyrirmynd. (Eigandi Sigurður Jónsson forstjóri). og list var honum heilagt mál. En þegar hitt og þetta var rifj- að upp frá yngri árum, brá hann fyrir sig gamansemi. Hann sagði t.d. frá því, þegar hann kom ungur af íslandi og drap á dyr hjá Christian Krogh í Oslo til að leita lærdóms hjá meistaranum. Til dyranna kom stúlka frfð og fönguleg, en til fara rétt eins og hún hafði fyrst komið í heiminn. Hún var ekki í einni einustu spjör. Þetta var sem sagt fyrirsæta, sem meist- arinn hafði verið að mála og sent til dyra umsvifalaust, þeg- ar dyrabjöilunni var hringt. Hinum verðandi lærisveini meistarans varð svo mikið um þetta, að hann hefði feginn vilj- að vera á augabragði kominn niður úr gólfinu. Síðar átti hann eftir að mála fegurri og fræg- ari myndir af konum en nokkur íslenzkur málari annar. Þegar hann minntist námsár- anna í Paris um miðjan þriðja áratug aldarinnar, sagði hann m.a.: „Modigliani hafði kvatt lífið fyrir aldur fram. Hann og Utrillo voru þar mest um tal- aðir ungra málara og mestir bóhemar. Þeir voru ekki metnir sem skyldi fyrr en eftir dúk og disk. Reyndar kunnu þeir ekki með fé að fara fremur en fleiri, lifðu- eins og fuglinn, þóttust góðir að fá eina og eina máltíð eða glas af víni fyrir heilt mál- verk. Oft áttu þeir ekki striga til að mála á. Stundum máluðu þeir beint á veggi veitingastof- unnar til að borga fyrir sig. Innan fárra ára voru verk þeirra svo eftirsótt, að hreint grát- broslegt var að hugsa til þess. Samkvæmt því hefðu þeir átt að vera stórríkir menn, en iðu- lega áttu þeir ekki málungi matar, þegar sköpunargáfa þeirra reis hæst. Einu sinni hélt ég sýningu f París og þangað kom þá sjálfur Picasso og hann hafði gert mér boð um að hitta sig. En þannig stóð á, að sýn- ingarsalurinn var svo dýr, að ég hafði ekki efni á að borga fyrir vörzlu og varð að annast hana sjálfur. Ég bað sendimann að skila því, að ég gæti ekki farið frá. En það var svo mik- ið að gera þá stundina, að ég áttaði mig ekki í svipinn á því, hver sendi mér skilaboðin. Lengi sá ég eftir því að hafa ekki notað tækifærið að hitta þennan fræga mann, sem ég met einna mest byltingarmanna íj nútfmalist. Hvað sem stefnum hans líður, er hann óumdeilan- legur snillingur." Þegar ég spurði Gunnlaug um tíma hans í Noregi, sagði hann: „Christian Krogh var af „gamla skólanum", sá snjalli málari, ekki sérlega hrifinn af öllum ismunum og nýju stefnunum í myndlist. En þótt ég færi mín- ar leiðir, þá tók hann ekki hart á því, síður en svo, hann var mér mjög vinsamlegur og skrif- aði um sýningar mínar ótil- kvaddur, og það var ekki lítils- vert að fá lof hjá Christian /

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.