Vísir - 03.08.1962, Blaðsíða 4

Vísir - 03.08.1962, Blaðsíða 4
; VISIR Föstudaeur 3. áeúst 1962. greiðir höfundalaun fyrir flutning tónverka Bandaríkjaher beið ósigur. — Voru rædd þarna mál, er snerta ísland eða STEF ykkar sérstaklega? — Já. Svp er mál með vexti, að okkar STEF er minnst allra Stefjanna og hefir því sérstöðu af þeim sökum. Við fengum hana enn einu sinni viður- kennda og staðfesta á þessu Jóhannes páfi heilsar forseta Alþjóðasambands höfunda, Ilde- brando Pizetti. Á milli þeirra stendur ungverska tónskáldið ZoItan'Kodály. þingi. Það getur ekkert eitt STEF siglt alveg sinn sjó, held- ur verður hvert að sætta sig yið að vera undir eftirliti og smásjá hinna. Þó hefir okkar Stefi tekizt að vinna gott traust hinna, enda hefir það haft for- göngu í þýðingarmiklum mál- um, er orðið hefir hinum er- lendu sambandsfélögum að miklu gagni. Það sem vakti mikla athygli á sínum tíma, var höfundarréttabrot Bandaríkja- hers og barátta okkar í því sam bandi, en er nú vitanlega ekki eins mikið rætt 'og þá var. En það er ekki gleymt. Bandaríkja- stjórn hefir, fyrir atbeina fs- lenzka STEFs nú þegar gert samning við flest Stefja-sam- bönd í hinum stærri löndum, Bretlandi, Canada, Frakklandi, ítalfu o. fl., um greiðslu höf- undalauna fyrir tónflutning. Veigamesta málið í þessu þingi, hvað okkur snerti, var að fá samþykkt fyrir einfaldari starfs háttum og úthlutun fyrir félag okkar, og náðist það fram. Svo dæmi sé tekið um mismuninn á stærð og skrifstofuhaldi hinna ýmsu Stefja, má geta þess, að franska STEF geymir spjald- skrá um réttindaskiptingu að þremur millj. tónverka og þar starfa 300 manns. Okkar STEF verður að starfa eftir einfaldara Werfi, enda er það ódýrast rekna öTEF í heimi, og þykir mörgum erlendum sambandsfélögum okkar stórfurðulegt, hvernig okkur tekst þetta. Vantar fé til kynningar á ísl. tónlist. — Hvað hefur ykkar STEF margt starfsfólk? — Hjá okkur eru ekki nema tveir fastráðnir starfsmenn all- an daginn, svo eru 2 eða 3 sem starfa hálfan daginn eða eftir þörfum. Mestar annir eru fyrir jólin, þegar gert er upp við höf- unda og úthlutað. En kostnaður við skrifstofu er eins lágur og hægt er, húsakynni of þröng og sparað £ flestu svo að höf- undar fái sem mest fyrir afnot verka sinna. — Fá íslenzk tónskáld tals- vert fyrir flutning tónverka þeirra erlendis? — Við höfum ekki haft efni á að kynna íslenzk tónverk er- lendís og ekki fé til að prenta þau að neinu ráði. Við þurfum fé til að gera meira að því. Þó er alltaf nokkuð um að flutt séu íslenzk tónverk erlendis. Það hefir meira að segja kom- ið fyrir í sumum löndum, eins og Finnlandi og Sviss, að við höfum fengið meira þaðan fyrir flutning en þeir frá okkur. — Mættu margir frægir höf- undar á þinginu í Róm? — Já. Ég get t. d. nefnt ung- verska tónskáldið Zoltan Kod- ály og franska skáldið André Maurois, sem hélt ræðu við setningu þingsins, er fór fram í Capitol, þar sem Brutus myrti Caesar forðum. Aðrir kunnir menn þama voru t. d. brezka tónskáldið Sir William Walton og franska skáldið Jules Romains. Jón flutti jómfrúarræðu sína. — Hver voru helztu mál þingsins? — Það vora aðallega sameig- inleg hagsmunamál, samanburð- ur á starfsaðferðum við rétt- indagæzlu og reglur um sl£kt. Einnig var rætt um endurskoð- un Bernarsamþykktarinnar, sem á að fara fram £ Stokk- hólmi árið 1965. Var þingið mótfallið sllkri endurskoðun, þar eð seinastar' endurskoðun samþykktarinnar hefir ekki enn verið staðfest £ mörgum lönd- um. — Hvaða tungumál vora töl- uð á þinginu? — Franska hefir ævinlega verið eina tungumál þingsins. Frakkar voru forystumenn £ höfundarréttarmálum fyrir meira en 100 árum og sfðan hefir franska verið hefðbundið mál. Ég flutti þarna mfna fyrstu ræðu á þessum þingum. — Um hvað fjallaði hún? — Ég ræddi um sæmdarrétt höfunda, sem á frönsku nefnist „Droit Moral“, af þvf að ég lagði fram .sérstaka stefnuskrá um þenna rétt fyrir höfunda- þingið f Sviss fyrjr tveimur ár1- um og var ég þá kosinn form. nefndar til að fjalla um það mál. Nú hafði ég endurskoðað þessa stefnskrá og lagði hana fyrir þingið á ný og mun halda áfram að vinna að málinu fyrir næsta þing. Sigurður vann málið gegn Bandaríkjaher. — Hvar verður næsta þing haldið? — Samþykkt var að halda það sumarið 1964 í Englandi eða Skotlandi í sambandi við Edingborgarhátíðina. Einnig hefir komið til tals, að laga- nefnd alþjóðasambandsins haldi fund á fslandi — og jafnvel einnig miðstjórn sambandsins. Nú var lögfræingur fslenzka STEFs, Sigurður Reynir Péturs- son hrl. kosinn f laganefndina. Hann er annar Norðurlandabú- inn, er sæti á f nefndinni, hinn er Sven Romanus hæstaréttar- dómari í Svíþjóð. Þetta er mik- ill heiður fyrir ísland og við- urkenning á góðri frammistöðu Sigurðar Reynis, einkum f mála ferlum vegna Bandaríkjahers. Sigurður fékk líka styrk hér nýlega úr Vísindasjóði, 75 þús. kr. til að halda áfram rannsókn- um á höfundaréttarmálum. Framh. á 10. sfðu. Jón Leifs tónskáld er nýkominrt heim frá Róm þar sem hann fyrir ís- lands hönd sótti 22. al- þjóðaþing höfunda og tónskálda, þeirra félaga- samtaka, er ganga undir frönsku nafni, „Conféd- ération Internationale des Societés d’Auteurs et Compositeurs“, sem í eru 67 félög, eða nærri öll „STEF“ í heiminum, og fer slíkt þing fram annað hvert ár. Lá við yfirliði. — Gerðist eitthvað merki- legt á þingi þessu? spurði fréttamaður Vísis, er hann hitti Jón að máli í gær. — Ja, það virðast sumir halda, að slíkar þingsetur sem þessar, séu nokkurs konar lúx- usflakk. En það er nú eitthvað annað, þegar til kastanna kem- ur. Og þó hef ég aldrei komizt í hann eins krappann og f þetta sinn. Hitinn í Róm var svo ó- skaplegur, að hann mátti heita óþolandi fyrir marga. Og þarna sátu þingfulltrúar tíu daga sam fleytt frá morgni til kvölds og skrópuðu aldrei, því að mörg veigamikil mál voru til um- ræðu og afgreiðslu. Þingið var haldið f heldur þröngum húsa- kyrinum, og þó sátu um 200 manns, en samkvæmi sóttu auðvitað miklu fleiri. Allan tfmann, sem þingið stóð, var hitinn allt að 40 stigum, og í sariikvæmunum hitnaði oft enn betur en það, svo að mönnum lá stundum við yfirliði. Þeir hittast eftir erfiði dagsins: Forseti alþjóðasambands „Stefjanna“, ítalska tónskáldið íldebrando Pizetti, og Jón Leifs forseti íslenzka STEFs, rifja upp endurminningar eftir 20 ár. Á milli þeirra stendur belgiska tónskáldið Marcel Poet, skólastj. tónlistarskólans í Bruxelles.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.