Vísir - 03.08.1962, Blaðsíða 8

Vísir - 03.08.1962, Blaðsíða 8
8 Útgefandi: Blaðaútgáían VISIR Ritstjórar: Hersteinn Pálsson, Gunnar G. Schram. Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinsson. Fréttastjóri: Þorsteinn Ó. Thorarensen. Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 1.8. Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3. Áskriftargjald er 45 krónur á mánuði. I lausasölu 3 kr. eint. — Sími 11660 (5 línurj. Prentsmiðja Vísis. — Edda h.f. *----------------------------------------—_______________________________» Upp út skuldafeninu I síðustu viku gerði fjármálaráðherra Gunnar Thoroddsen grein fyrir því í hinni vikulegu grein sinni hér í blaðinu, hve hagur og afkoma ríkissjóðs hefir farið batnandi á síðasta ári. Upplýsingar þessar hafa farið mjög í taugarnar á framsóknarmönnum, því að þeir minnast þess í hvílíkar ógöngur hag ríkisins var komið undir áralangri fjármálastjóm framsóknar. Hér skal sú saga ekki rakin. Það er óþarfi. Þá hörmungar- sögu þekkja allir, sem með þjóðmálum hafa fylgzt. Við skulum aðeins líta á fimm atriði varðandi af- komu ríkissjóðs á síðasta ári, sem sýna, að hér hefir verið snúið rækilega við á ógæfubrautinni: 1) Útgjaldaáætlun fjárlaga var fylgt nákvæmlega á síðasta ári, þannig að útgjöldin urðu ekki nema 1587 milljónir, eða einni milljón undir áastlun. Allt of oft hefir það viljað brenna við, að útgjöld ríkissjóðs hafi farið langt fram úr áætlun. Nú gerist það ekki lengur. 2) Tekjuafgangur ríkisins var verulegur á árinu eða alls 83 milljónir. Hér koma fram hin hag- stæðu áhrif viðreisnarinnar. Sparnaðar hefir mjög verið gætt í opinberum rekstri og ýms- ar ríkisstofnanir sameinaðar. Þess má geta, að eina heila árið, sem vinstri stjórnin sat að völd- um, 1957, var tekjuhalli á ríkissjóði. 3) Tekjuskatturinn fór langt fram úr áætlun. Or- sökin er sú, að menn telja nú miklum mun réttar fram en áður. Hin geigvænlegu skatt- svik eru að hverfa úr þjóðlífinu. Orsökin er hin róttæka breyting á skattalögunum, sem gerð hefir verið. 4) Greiðslujöfnuður ríkissjóðs var árið 1961 hag- stæður 57 miiljónir en aðeins um 10 milljónir árið áður. Er þetta enn eitt merkið um heil- brigðari fjármálastjórn. 5) Lausaskuldir ríkissjóðs voru greiddar upp á árinu. í ársbyrjun voru þær 42.8 millj. króna. t árslok voru þær engar. Þessar tölur tala sínu máli. Þær sýna allar ótví- rætt, að nú loks hefir tekizt að koma efnahag þjóð- arinnar á sæmilega traustan grundvöll eftir vandræði undangenginna ára. Þær sýna líka það, að efnahagsvandræði íslands voru ekki ólæknandi, eins og furðumargir voru farn- ir að halda. Með viturri fjármálastjórn er auðvelt að láta þjóðarbúið blómgast. En það er ekki sama hvern- ig um stjórnvölinn er haldið og hver stefna er tekin. VISIR Föstudagur 3. ágúst 1962. Bátar í Vestmannaeyjum. 1938. (Eigandi Gunnlaugur Halldórsson arkitekt). Málverk frá list Hér birtast nolrkrar myndir af málverkum frá listferli Gunn- laugs Blöndals listmálara, er lézt fyrir síðustu helgi og er borinn til moldar í dag. Þessar myndir eru frá ýmsum tímum listferils Gunnlaugs, flestar hafa verið á sýningum og þá helzt á hinni miklu yfir- litssýningu, er Menntamálaráð efndi til listamanninum til heið- urs snemma á árinu er leið. En ein myndanna hér á síðunni hefir komið fyrir sjónir fárra. Hún er meðal síðustu mynda, er Gunnlaugur lauk við og hann gaf hana vini sínum, Jóni tón- skáldi Leifs í afmælisgjöf. Það er ein hinna mörgu mynda lista mannsins af Reykjavíkurhöfn og Esju. Gunnlaugur Blöndal vann marga sigra sem listamaður um sína daga. Ekki er víst fjarri sanni að segja, að hann hafi orð ið fyrstur íslenzkra listmálara til að sigra heiminn, svo hóg- vær og hlédrægur sem hann var. Strax og hann tók að sýna verk sín úti í stóru löndunum, var hann metinn þar að verð- leikum, verk hans fóru víðar en verk annara höfðu áður gert. Listunnendur og listdómarar hlóðu hann lofi frá byrjun og æ síðan. Lærðir og leikir nutu listar hans. Þar var bæði form fegurð, því að listamaðurinn var flestum málurum drátthagari, og litirnir töfrandi. Hann hefir verið kallaður „alþjóðlegastur" íslenzkra listamanna. Þótt hann hlyti fyrstu listamenntun sína hjá norska meistaranum Christ- ian Krogh, ber list hans meir svip fínleika „elegansa" franskr ar menntunar. Og þó tvinnaðist menntun sú, er hann hlaut er- lendis, uppruna mannsins, per- sónuleika og þjóðerni, að hann er hvorttveggja £ senn íslenzkur og alþjóðlegur. Einn vina hans og aðdáenda, Eggert Stefánsson söngvari og rithöfundur, hefir lýst honum svo, að hann hafi verið Jónas Hallgrímsson ís- lenzkrar myndlistar. Það má auðveldlega til sanns vegar fera. Eins og skáldskapur Jón asar verður endurfæðing ís- lenzkrar Ijóðagerðar, með er- lendum straumum og nýjum bragarháttum, þar sem allt er gert svo einfalt og hverjum manni auðskilið, en samt svo ekta íslenzkt, sem ljóð geta ver ið, þannig má líta á myndir Gunnlaugs Blöndals, að þær séu hliðstæða á sviði íslenzkrar myndlistar. Hið bezta síað úr útlenzkri hámennt og samrunn- ið lyndi mannsins og landi hans. Ef við lítum á nokkrar af kunn um myndum hans, svo að nokk uð sé nefnt, bátar í fjöru í Vestmannaeyjum, höfnin í Reykjavík, stúlkur við síldar- söltun á Siglufirði, Jón Árna- son prentari að lesa á bók, Eggert Stefánsson söngvari með Esjuna í baksýn. Þó að einnig Iifi lengi myndir hans af franskri dansmey, spænskri konu með eld £ augum. Manna- myndir Gunnlaugs verða taldar með beztu verkum hans. Hann hneigðist einnig mjög að því að mála við sjávarsiðuna, ekki þó f úfnu brimi, heldur stillt og Síldarstúlka. 1934. (Eigandi Gamii stúdentagarðurinn). ' I i /

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.