Vísir - 03.08.1962, Blaðsíða 7

Vísir - 03.08.1962, Blaðsíða 7
Föstudagur 3. ágúst 1962. 7 VtSIR 1 Briissel Á laugardaginn Á laugardaginn flaug Édward Heath ráðherra Breta skyndi- lega heim frá Briissel. Hann hafði byrjað viðræður við stjórn Efnahagsbandalagsins á föstu- dagsmorgun og stóðu þær iangt fram á Iaugardagsmorgun. Það hafði verið búizt við því að þessar viðræður héldu áfram í nokkra daga og nú yrði komið að kjarna málsins. Margir hinir bjartsýnustu bjuggust jafnvel við, að innan fárra daga yrði á- kveðin aðild Breta að EBE. En á flugvellinum í London safnaðist stór hópur frétta- manna umhverfis ráðherrann og iýsti hann þá yfir því við þá, að því miður hefðu samningavið ræður um inngöngu Breta strandað. Snurða hefði hlaupið á þráðinn í viðkvæmasta vanda- málinu um verzlun með land- búnaðarafurðir og markað brezku samveldislandanna í Evrópu. Ted Heath, eins og hann er kallaður, var þreytulegur að sjá eftir hinn langa næturfund í Brussel. Menn sern viðstaddir voru fundinn segja, að fulltrú- arnir hafi síðast verið komnir í alger þrot, þar sem þeir endur tóku síðustu rökin. Að lokum hafði Heath endurtekið hvað eft ir annað í bitrum vonbrigðatón sömu setninguna: „Innganga eða ekki innganga.“ Svæsnar árásir Ráðherrann var nú kominn heim til að skýra brezku stjó.rn inni og síðan þinginu frá því sem gerzt hafði. Þeir sem hafa verið fjand- samlegir aðild Breta að Efna- þagsbandalaginu ef ýmsum til- finningaástæðum, notuðu nú auðvitað tækifærið til nýrra á- rása á bandalagið. Eru það ýms ir öfgamenn bæði úr íhalds- flokknum og Verkamanna- flokknum. Gerðist það t.d. nú að 28 íhaldsþingmenn báru fram ályktunartillögu um að krefjast yrði skýlausra trygg- inga af Efnahagsbandalaginu um að réttur samveldisland- anna yrði hvergi skertur, þó Bretar gengu í bandalagið. En fyrir fram er vitað að engin slík trygging verður gefin út. Og blaðið Daily Express, sem hamast á hverjum degi gegn Efnahagsbandalaginu komst nú í feitt. Sagði það að síðustu við burðir sýndu að hverju sexveld- in stefndu: — Frakkar ætla að hrifsa hveitimarkaðinn frá Ástralíu, sagði Daiiy Express, — Hollend ingar ætla að auka sölu á mjólk urafurðum á kostnað Ný-Sjá- lendinga, -— Ítalía hyggst hremma ávaxtamarkaðinn frá samveldislöndunum, — og Þjóð verjar, — þeir ætla að horfa glottandi á meðan brezka sam- veldið liðast í sundur. Slíkar öfgar og æsingar, sem Daily Express hefur haidið uppi stuðla ekki að þvf að bæta að- stöðu Breta í hinum viðkvæmu samningum við Efnahagsbanda- lagið. Þar er það auðvitað fyrir öllu að fara með gát að öllu og finna þá fræðilegu og tæknilegu lausn, sem verður öllum ha§*» kvæmust. Varúð og þolinmæði Þetta kom líka greinilega fram í umnæðunum í brezka þinginu. Auðvitað tóku þar til máls nokkrir hinna harðvítugu andstæðinga Efnahagsbandal., sem fóru æstum orðum um það hve skelfiieg aðild að Efna- hagsbandalaginu yrði. En Heath ráðherra kvaðst enn gera sér vonir um að hægt verði að leysa vandann. Getur jafnvel komið til mála, að Macmillan forsætis- ráðherra óski eftir sérstökum fundi með öllum æðstu mönn- um sexveldanna þar á meðal de Gaulle og Adenauer. Talsmenn stjórnarandstöðunnar, svo sem Gaitskell foringi Verkamanna- flokksins vildu og bersýnilega fara varlega að öllu. Fram að þessu hefur verið lit ið á það sem eðlilega þróun, að Bretland gerist aðili að Efna- hagsbandalaginu. En nú var eins og sá möguleiki vofði í fyrsta skipti yfir þinginu, að samningaumleitanir gætu farið endanlega út um þúfur. Þegar menn stóðu nú augliti til aug- iitis við þann möguleika, þá varð þeim ljóst hvílík úrslita- stund þetta er. Ef þessir samn ingar fara út um þúfur, þýðir það efnahagslega sundrungu vestrænna landa og hættu á hörðu viðskiptastriði, háum toll múrum og takmörkunum á við- skiptum. Eigingirni Frakka Það sem olli afturkippinum í samningaviðræðunum í Briissel var einfaldlega það að Frakkar settu nú að nýju fram áætlun sína um eflingu landbúnaðar Evrópu með mjög háum vernd- artollum. Það er hugmynd þeirra, að verðlagi á landbúnað- arvörum f Evrópu sé haldið mjög háu, svo að það geti orðið hvatning til evrópskra bænda, að auka framleiðslu sína. Þessi hugmynd hafði áður verið kveðin niður fyrir það hve eigingjörn hún væri af hálfu Frakka, því að þeir myndu sjálf ir græða mest á henni, þar sem landbúnaður þeirra væri öflug- astur og með mesta útþenslu- möguleika, meðan aðrar þjóðir í bandalaginu myndu borga brús- ann í hinu hækkaða verði. Og þessi tillaga er einmitt sérstak- lega ósanngjörn gagnvart sam- veldislöndunum, þar sem með henni er beinlínis stefnt að því að bola þeim út af Evrópumark- aðnum. Enn frernur er hún sérstakl. ósanngjörn gagnvart Bretum, sem flytja allra þjóða mest inn af landbúnaðarvörum og myndu því tapa stórfé á að hlíta henni. Kæmi það þá strax fram í stór hækkuðu verði matvæla í Bret- landi, sem hefði í för með sér lífskjaraskerðingu fyrir almenn- ing. Lokaður markaður Menn héidu að þessi tillaga Frakka væri því úr sögunni og er það vissulega miður farið, að þeir skyldu enn einu sinni halda henni fram, eins ósann- gjörn og hún er. Það versta við þessa tillögu sem Frakkar halda svo til streitu er að hún stefnir að lok- uðum markaði með háum toll- múrum og takmörkunum. Og það virðist ekki skemmtileg til- hugsun, að háþróað iðnaðar- svæði, sem stefnir að því að þróa iðnað sinn enn meira stefni um leið að því að gera sig nóg í framleiðslu landbún- aðarafurða jafnvel með tiltölu lega óhagkvæmum aðferðum. Það er í andstöðu við þá sér- hæfingu f framleiðslu, sem átti að stefna að því að bæta lífs- kjörin í löndum Efnahagsbanda lagsins. Atburðurinn í Bríissel verður þannig tákn þeirrar deilu sem stendur nú aðallega milli Breta og Frakka um það hvort Efna- hagsbandalagið á að vera lokað svæði girt háum tollmúr eða hvort það á að vera opið og verða til þess að örva alþjóða- viðskipti samhliða vexti inn á við. Það hefur vissulega mikla þýðingu fyrir Norðurlöndin, hvort Bretum verður gert kleift að ganga í bandalagið og hafa síðan sín áhrif á viðskiptastefnu bandalagsins. Skopmynd eftir hinn fræga teiknara Gummings, sem birtist í Daily Express. De Gaulle í Iíki tollgæzlumannsins, sem stend- ur Edward Heath að verki að smygla samveldislöndunum inn í Evrópubandalagið. Takið eftir Evrópuuppdrættinum, sem de Gaulle heldur á í hendinni. Dönum bregður í brún Danir hafa nú fengið nokkurn forsmekk af því, hve alvarleg á- hrif það getur haft fyrir við- skiptalönd Efnahagsbandalags- ins að standa fyrir utan hina nýju tollmúra. En nú um mán- aðamótin gengu ákvæði Efna- hagsbandalagsins um innflutn- ing nokkurra landbúnaðaraf- urða í gildi. Þessi fyrstu ákvæði snerta einkum eggjasölur Dana til Þýzkalands. í þessum nýju ákvæðum er á kveðið að leggja ísl. kr. 8,16 í innflutningstoll á hvert kíló af eggjum sem flutt er inn til Efna hagsb.lagsins. Meðan Danir eru ekki komnir í bandalagið þýðir þetta þeinlínis að þeir geta ekki selt egg til Þýzkalands en höfðu áður selt þangað egg fyrir um 600 miljónir ísl. kr. í stað þeirrá koma franskir eggjafram Ieiðendur og taka markaðinn frá þeim því að þeir geta selt sín egg í Frakklandi tollfrjálst fyrir lágmarksverð um 22 ísl. kr. á kíló. Með því að enn er óráðið hvort Danir gerast aðiljar að Efnahagsbandalaginu, það er undir afstöðu Breta komið og varla að vænta úrslita fyrr en í haust. Fór Jens Otto Krag utan- ríkisráðherra Dana til Briissel og fór þess á leit við stjórn Efnahagsbandalagsins, að inn- flutningstollurinn yrði felldur niður gagnvart Dönum um stundarsakir, til þess að þeir misstu ekki eggjamarkað sinn á þessu millibilsástandi. Sendiherra í skyndiferð En Krag fékk skjót svör, þvera neitun. Danir gera sér þó vonir um að þessari hörðu af- stöðu Efnahagsbandalagsins fá- ist breýtt og hún sé aðeins tíma bundin afleiðing deilunnar við Breta. Strax eftir að Krag hafði fengið þessa neitun, flaug hann heim til Kaupmannahafnar og sendi Frants Hvass sendiherra í Bonn, sem þá var staddur í Höfn skyndiferð til Bonn til að sækja um tímabundna lækkun á tollinum. Fara Danir fram á það, að innflutningtollurinn verði í nokkra mánuði lækkað- ur í um 3 krónur á kíló, en það myndi bjarga þeim yfir milli- bilserfiðleikana. Þorsteinn Thorarensen. Eftir Þorstein Thorarensen

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.