Vísir - 03.08.1962, Blaðsíða 16

Vísir - 03.08.1962, Blaðsíða 16
Föstudagur 3. ágúst 1962. Gífurleg uðsókn í Edinborgarferðina Svo mikil aðsókn hefir verið að komast með í hópferð Ferðaskrif- stofunnar Sunnu á Edinborgarhátíð ina, að fyrir löngu er upp pantað allt, sem tryggt var, að gæti feng- ið gisting í Edinborg, og þegar eru komnir þó nokkrir á biðskrá, ef einhver möguleiki yrði, að þeir gætu tekið þátt f ferðinni. Ferðaskrifstofan leggur nú allt kapp á að útvega fleiri hótelher- bergi, og eru líkur til, það tak- ist að einhverju marki, en sífellt eru að bætast fleiri og fleiri á bið- skrá Sunnu í þessa ferð. Upphaflega var rúmlega 30 tryggt hótelherbergi, og er það nokkuð fleira, en fór í fyrra og árið þar áður, En nú hefir verið vandað enn meira til dagskrár á hátíðinni, þar kemur fram fjöldi heimsfrægra listamanna, og því hef ir aðsókn nú aukizt mjög mikið hvaðanæva að. Fyrir nokkru var sagt frá því helzta hér í blaðinu, sem á boðstólum verður á hátíð- inni. Flogið verður héðan 24. ágúst og dvalizt ytra í rúma viku, að mestu í Edinborg sjálfri, sem sjálfsagt er. Þó verða farnar nokkrar ferðir frá borginni, upp f skozku Hálöndin, til Lock Lomond, kaupstaðarferð til Glasgow. í 0 Thant SCrúsév hittast 24. ógúst U Thant bráðabirgðafram- kvæmdastjóri Sameinuðu þjóð- anna sagði fréttamönnum í gær, að hann mundi hitta að máli Nikita Krúsév forsætisráðherra Sovét- ríkjanna 24. þ. m. Hann kvaðst mundu ræða við hann ýmis mál, en vildi ekki fara nánara út f hver þau væru. Áður var þess getið í fréttum, að U Thant hefði sagt,, að hann myndi gefa kost á sér sem fram- kvæmdastjóra samtakanna næsta reglulegt fimm ára tímabil, svo fremi að hann sannfærðist um að hann gæti stuðlað að bættu sam- starfi Sovétríkjanna og Banda- ríkjanna. Líklegt er talið, að það verði i New York, sem þeir ræðast við U Thant og Krúsév. HAFA ALLTAÐ VINNA Færeyska landsliðið, sem keppir hér í kvöld Færeyska knattspyrnulands- liðið kom til Reykjavíkur seint f gærkvöldi með Dronning AI- exandrine. Verður landsleikur háður milii íslands og Færeyja í knattspyrnu á Laugardalsvell- inum f kvöld. En auk þess munu hinir færeysku knattspymu- menn leika hér fleiri ieiki. m.a. á ísafirði og í Keflavik. Færeyingarnir eru úr fjórum, knattspyrnuliðum Færeyja, flest ir þeirra úr Þórshafnarliðunum H. B. og B-36 og hafa þeir allir áður heimsótt ísland. Auk þess eru nokkrir leikmenn frá Klakksvik og Þvereyri. Þegar fréttamaður Vísis hitti þá við komuna, sögðust þeir ekki vera sérlega bjartsýnir á úrslitin í landsleiknum. Bjugg- ust þeir við að íslendingar væru sterkir. Það er þó ekki gott að segja um úrslitin, hefur t.d. heyrzt að hægri útherji Færey- inga, Thorstein Magnusen, sé mjög sterkur og skemmtilegur leikmaður. Og Færeyingarnir hafa mikið að vinna. Það væri vissulega mikill sigur fyrir þá, ef þeim tækist að jafna eða vinna íslendinga. Peter Sigurd Rasmus- sen 28 ára markmaður Jacob Joensen 26 ára hægri bakvörður. Magnus Kjelnes 22 ára hægri framvörður. Jogvan Johansen 40 ára, miðvörður. Brynjer Gregoriusen 30 ára, vinstri framv. Thordur Hólm 23 ára, vinstri bakvörður. Thorstoin Magnusen 25 ára, hægri útherji. Kai Kallsberg 19 ára, hægri innherji. Jegvan Jakubsen, 23 ára, miðframherji. Eivind Dam 26 ára, vinstri innherji. Eitt morgunblaðanna í morg- un ber brigður á fregn, sem birtist f Wsi á þriðjudaginn undir fyrirsögninni: „Æpandi“ skortur á saltsíld í Noregi. Var Vísisfregnin byggð á frétt með Fullkomið brunuboðokerfi Miðbæjarskólanuni í sumar hefur verið sett upp mjög víðtækt og fullkomið bruna- vamarkerfi um hina stóru timbur- byggingu Miðbæjarskólans. í þessu gamla húsi, sem fjöldi barna stund- ar nám í er auðvitað allmikil eld- hætta og mun þetta nýja bruna- boðakerfi verða til þess að stór- auka öryggi í húsinu. Er kerfið nú komið í beint samband við Slökkvi stöðina. í gær gerðist það, að smávegis bilun, sem stafaði af skammhlaupi varð í þessu kerfi og hringdi þegar í stað niður á Slökkvistöð. Sem betur fer var ekki um eld að ræða, en þetta kom út sem æfing og sást nú, að slökkviliðið var þ'romið mjög skjótt á staðinn. I nýja kerfinu eru leiðslur lagðar inn í hverja kennslustofu og hverja einustu skonsu og klefa. Ef eldur kæmi upp á einhverjum stað í allri byggingunni myndi brunakerfið þegar virka, brunabjöllur um allan skólann hringja og boð berast út til slökkvistöðvarinnar, sem er hinu megin við Tjörnina. Það hefur verið mjög kostnaðarsamt að setja upp þetta flókna kerfi, en þykir eðlilegt á slfkum stað. Bandaríska njósnaranum Soblen hefur verið neitað um að mega dveljast áfram á Bretlandi sem pólitískur flóttamaður. Sama flug- vélin sem kom með hann flytur hann burt. samhljóða fyrirsögn í Bergens Arbeiderblad 28. júlí Er fullyrt að fregn hins norska blaðs sé byggð á „hrapallegum misskiln- ingi“. Vísir hefur hins vegar ör- uggar heimildir fyrir þvf að fregn hins norska blaðs er á rökum reist og er ekki byggð á misskilningi ,enda fullyrðing um hið gagnstæða ekki frekar rök- stutt. Er Ijósasta sönnunin fyrir Prófessor í Gautaborg Dr. Jóhanni Axelssyni lífeðlis- fræðingi í Oxford hefjr nýlega verið boðið að gegna prófessors- stöðu í lífeðlisfræði við há- skólann í Gautaborg, um hálfs árs skeið í forföllum prófessors Fánge, sem þar hefir kennt um hríð. Hefir Jóhann tekið boðinu. Fyrr í sumar varði Jóhann Axels son doktorsritgerð í lífeðlis- færði við háskólann í Lundi við góðan orðstír. því, að um skort á saltsíld í Noregi er nú að ræða, að sölt- unartími norsku skipanna hefur verið framlengdur til 5. október. Ástæðan til þessa er að nokkru sú að sfldveiðar norskra skipa Steinbjörn Jacobsen 22 ára. vinstri útherji. í Norðursjónum hafa gengið illa. Svíþjóð hefur heldur ekki getað aflað þess síldarmagns sem fyrirhugað var að selja til Austur-Evrópu landanna. Og síldarskort er ekki einungis að finna í Noregi og Svíþjóð. Salt- síldarskortur er og í Hollandi. Þann 14. júlí hafði hollenzki flotinn einungis veitt 51.126 tunnur á móts við 87.555 tunn- ur á sama tfma í fyrra. Mun því reynast erfitt að bera brigður á það að um skort á saltsíld sé að ræða í Noregi. Guðný keppir í Istanbul Guðný Á. Björnsdóttir, fulltrúi Keflvfkinga í fegruðarsamkeppn- inni í vor er farin tli Tyrklands að taka þátt í hinni árlegu fegurð- arsamkeppni í Istanbul. Guðný fór til London í gær og heldur þaðan til Barcelona með fyrstu ferð. Þar stígur hún á skipsfjöl, um borð í flaggskipið f flota Onassis, lystiskipið Arkadía og siglir með því um Miðjarðar- hafið með viðkomu í flestum glæsi- legustu höfnum leiðarinnar. Guðni Þórðarson forstjóri ferðaskrif- stofunnar Sunnu skipulagði ferða- Iag Guðnýjar. Á skipinu verða einnig keppinautar Guðnýjar 17 talsins. Einar Jónsson forstjóri fegurðar- samkeppninnar verður í dómnefnd keppninnar í Istanbul. Athugasemd Vegna viðtals við mig, sem birt- ist í Vísi í gær, óska ég vinsam- legast að þetta verði tekið fram: í viðtalinu segir, að enginn smit- beri hafi fundizt, en eins og flest- um mun kunnugt, eru allir sjúk- lingar smitandi á meðan þeir hafa sjúkdómseinkenni og í nokkum tfma á eftir. Hins vegar hefur ekki verið hægt að rekja sjúkdómsor- sökina til svo kallaðra smitbera, carriers, sem hafa í sér sýklahreið- ur, án ljósra sjúkdómseinkenna, oft árum saman, enda sjaldgæft um sjúkdóm þennan. í viðtalinu er enn fremur sagt, að við rannsókn á starfsfólki verzl- ana hafi ekkert fundist athugavert. Framh. á bls 5. /

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.