Vísir - 03.08.1962, Blaðsíða 15

Vísir - 03.08.1962, Blaðsíða 15
Föstudagur 3. ágúst 1962. VISIR SAKAMÁLASAGA V EFTIR CHARLES WILLIAMS ná í peningana, gerð í örvænt- ingu. — En afhverju skutuð þér hana til bana? Eða finnst yður kannske, að það hafi verið hægt að gera án þess að hafa nokkra sérstæða ástæðu til þess? — Ég skaut hana til bana vegna þess, að hún vogaði sér inn á mitt heimili. Hún hefur ekki verið í neinum vafa um, að ég mundi gera það, ef ég fengi tækifæri til þess, en hún bjóst sem sagt ekki við að ég yrði heima. — En af hverju kveiktuð þér f húsinu? '— Afi minn átti þetta hús og þar næst faðir minn — og nú var það mitt — og ég er ein eftir í ættinni. Ég hefi rétt til þess að gera við mína eign hvað sem ég vil. — En vátryggingafélagið? — Það kemst hjá að borga, þvl að það verður enginn til þess að taka við peningunum. Og þetta var vitanlega lauk- rétt hjá henni, því að Madelon Butler var ekki lengur til. Ég hafði líka rétt fyrir mér, fannst mér — en ég gat ekki skyggnzt inn í framtíðina? 13. kapituli. Það voru um 20 kílómetrar til flugvallarins og þött ég væri dálítið hressari eftir drykkinn náðu þau áhrif skammt, og ég var dasaður og illa haldinn af svefn- og matarleysi. Samt ók ég hart, enda nær engin umferð. Ég ók inn á bílastæðið sem var varðmannslaust blánóttina. Áð- ur en ég fór út úr bílnum þurk- aði ég vandlega af öllu, sem ég hafði snert. Ég lét lykilinn vera í skránni og þurrkaði vandlega at handfanginu, þegar ég fór. Það mundi enginn ætla, að þetta væri bílinn sem við Made- lon höfðum ekið í og þar sem lykillinn stóð i mundi bílnum vafalaust fljótlega verða stolið, og þá var ekki að vita hvar hann fyndist að lokum. Ég gekk inn í veitingastofuna sem var opin alla nóttina náði mér í balað og fékk kaffi og brauð og gætti þess að fram- reiðslustúlkan sæi ekki framan í mig. Ég leit á fyrirsögn með stóru letri í blaðinu: Tvísýnt um líf lögrégluþjónsins. Hann var þá ekki dauður — en, — það voru nokkrar klukku stundir' liðnar frá því blaðið var prentað. — Og það mynd af Madelon í blaðinu. Og. í blaðinu gat að lesa eftirfarandi: Carl L. Madden lögreglu- þjónn í Vale-sýslu liggur enn meðvitundarlaus í sjúkrahús- inu í Mount Temple, eftir að hann var sleginn niður hrotta lega af ókunnum árásar- manni i gærkvöldi. Madden var einn þeirra, sem voru á verði í grennd við hús hins myrta bankastjóra J. N. Butl- ers. Eldur kviknað í húsinu um svipað leyti og árásin átti sér stað og vegna eldsvooans fannst Madden ekki fyri> en klukkustund eftir að ársin var gerð, — Lögreglan var fyrst kvödd á vettvang af ná- býlingum, sem töldu sig hafa heyrt hleypt af skoti í húsinu og lögreglubíll var sendur á vettvang. Þegar lög reglubíllinn var kominn inn í húsagarðinn sáu lögregluþjón arnir þegar, að kjallarinn var alelda. Var nú elökkviliðinu gert atvart, en þegar það kom á vettvang hafði eldurinn náð slíkri útbreiðslu, að hann varð ekki slökktur og brann húsið til kaldra kola. Félagar Maddens söknuðu hans nú, en þeir vissu, að hann hafði verið við húsið, og í svip héldu þeir, að hann hefði farið inn í húsið og brúnnið inni. Tveir menn gerðu árangurslausa tilraun til þess að komast inn í það, en eldhafið var svo mikið, að þeir urðu að snúa aftur þeg- ar, en svo fannst Madden keflaður og handjárnaður — með sínum eigin handjárn- um. Honum var þegar ekið til sjúkrahússins og að skoð- un lokinni sagði læknirinn, að hann væri höfuðkúpubrot- inn og hefði fengið alvarleg- an heilahristing. Að því er virðist var kom- ið aftan að honum og hann barinn niður sem einhverjum hörðum hlut og gera verður ráð fyrir, að sá sem það gerði hafi verið stór maður vexti og haft krafta í kögglum. En menn eru einnig sannfærðir um, að frú Butler sé flækt í málið, og hennar er leitað á- fram. Eins og kunnugt er, hef ur lögreglan leitað hennar vegna gruns um, að hún hafi verið viðriðin morðið á manni sínum. Öllum vegum sem liggja að og frá Mount Temple, var þegar lokað -nokkrum mínút- um eftir að eldsins varð vart. Eru litlar líkur á, að frú Butl- er hafi komizt undan áður en komið var fyrir vegatálmun- um . . Framreiðslustúlkan kom með kaffið mitt og gægðist til þess að horfa á myndina af Madelon. — Hún er lagleg, sagði hún. — Hver? — Frú Butler. Hún drap mann inn sinn og kastaði honum í gamlan brunn, — hvers vegna veit enginn. Hver er yðar skoð- un? — Kannske hann hafi hrotið? — Nei, heyrið þér nú, — það nær engri átt, en ég get sagt yð- ur það, að ég þekki þernu, sem veit með vissu hver ástæðan var — honum var ekki að treysta fremur en öðrum karlmönnum. — Jæja,. jæja, hann tók þá fram hjá henni, og það er nú það, en ég þarf að fá meira kaffi og meira brauð, og ég bið yð- ur að hafa hraðan á. Og svo las ég áfram: Enn sem komið er hafa menn ekki látið í ljós neinar skoðanir um eldsupptök. I dag stendur bara reykháfur- T A R Z A Eftir dauða Zatars snéri Tarzan | sér að hinum ógurlega Sorro, tók hann upp og hengdi i næsta tré. Áhorfendur fylgdust með fullir að- dáunar og þakklætis. Þeim stafaði ekki lengur hætta af Mongólunum. Barnasagan Kalli og eldurinn Tommi dró stýrimann með sér inn í skúmaskotið og reyndi að útskýra fyrir honum að hann ætti ekki sök á eldinum. „Herbergi fullt af petroleum, stráþak og maður með eld“, „það er ekki hægt að komast hjá bruna.“ Stýrimaðurinn samþykkti það. „Já“, sagði hann, „ég var líka búinn að segja Kalla að það þyrfti að slökkva eldinn". „Það var ekki hægt, þvi þá væri húsið Slapsky fallið, eldurinn verð ur að loga. Leitum að Kalla". „Við skulum láta það vera dreng ur minn, hann er í slæmu skapi, vegna þess að furstinn er horfinn. Hann segir að nú verði bylting. Við verðum að finna furstann“. \5 Eftir það sem læknirinn sagði um líðan þína, þá held ég að ég hætti bara að prjóna þessa peysu á þig. inn og brot úr vegg af húsi, sem allt frá 1890 hefur dreg- ið að sér athygli manna vegna legu sinnar og sérkenni leika. Ekki hefur tekizt að leysa þá gátu, hvers vegna ekki hafði verið hleypt af skoti úr skammbyssu Maddens, en hún fannst í garðinum. Það er vörður hjá honum dag og nótt, því að komi hann til meðvitundar er von um, að hann geti lýst árásarmannin- um, því að hann kann að hafa séð til hans fyrir árás- ina. Leitað hefur verið að frú Butler frá því líkið af manni hennar fannst í uppþornuð- um brunni á lóð sumarbú- staðar hjónanna við Crystal Springs Lake.Æm 30 km aust ur af bænum. Það voru smá- strákar, sem komu lögregl- unni á sporið fyrir einum sól- arhring. Þar með var leitinni að Butler hætt, en hans hafði verið leitað frá 8. júní, er hann hvarf með 120.000 doll- ara af fé bankans. Peningarnir eru enn ó- fundnir. Ég braut saman blaðið og ég tók varla eftir framreiðslustúlk- unni, er hún kom aftur með meira brauð og meira af heitu kaffi. Lögregluþjónninn hafði verið á lífi er blaðið fór í pressuna. Það var staðreynd — og auð- vitað mundi hann lifa þetta af Hann var ungur og sterkur og hvað þýddi að hafa lögreglu- þjóna, sem ekki þoldu það að fá vel úti látið högg í hausinn. Ég verð að játa, að ég hafði ekki áhyggjur af líðan lögreglu- þjónsins, nema ef hann dræpist,, því að þá gæti ég aldrei verið' öruggur. Og vitanlega hefði ég aldrei farið út í þetta, ef mig hefði grunað að ég kynni að verða manns bani — svo mikið freist- ! uðu peningarnir mín ekki, þótt þetta væri álitleg upphæð. Það hlaut að vera eins og að lenda i fúafeni eða aurbleytu, sem ó- gerlegt var að komast upp úr, að lenda í slíku. Ég hugsaði um það af nokkr-í um beiskleika hve auðvelt þetta i hafði allt verið í byrjun. Hlut- verk mitt var að leita að pen- ingum í auðu húsi og annað ekki. Fyndi ég peningana yrði ég ríkur — fyndi ég þá ekki yrði tveggja daga erfiði á glæ kastað. Það var allt og sumt — og engu til kostaö. Ég hafði

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.