Tölvumál


Tölvumál - 01.12.1991, Side 4

Tölvumál - 01.12.1991, Side 4
Desember 1991 Frá formanni Halldór Kristjánsson, formaður SÍ Við áramót Árið 1991 hefur að mörgu leyti verið fslensku tölvufólki gjöfult. Samdráttur eftir síðustu kreppu stjórnmálamanna var að mestu úr sögunni og virðist sem flest fyrirtæki f greininni hafi átt gott ár. Nú eru hins vegar blikur á lofti vegna næsta árs og hefur svartsýnistal stjórnmálamanna og atvinnurekenda ekki farið fram hjá neinum. Ekki er dregið í efa að erfíðleikar eru framundan en sffelld umfjöllun um þá dregur mátt úr mönnum og eykur enn á vandann. Allt bendir því til þess að enn komi samdráttarskeið í tölvuþjónustu á sama tíma og birtir til hjá starfsbræðrum okkar og -systrum í Evrópu og Bandaríkjunum, en þar hefur verið samdráttarskeið um nokkra hríð. Þetta ár hefur einnig verið gott fyrir félagið okkar. Ráð- stefnusókn hefur verið ágæt og mikið verk hefur verið unnið í útgáfumálum og kynningu á siðamálum og lögum og reglum sem gilda um tölvuviðskipti. Sérstaklega ánægjuleg er sú breyting sem orðin er á Tölvu- málum í efnisskipun og -vali. Aftur og aftur heyri ég frá félagsmönnum að þeir lesi tímaritið okkar spjaldanna á milli og telji sig ekki geta án þess verið. Stjórn Skýrslutæknifélagsins hefur lengi lagt áherslu á að þetta andlit okkar út á við þurfi að endurspegla það besta sem er að gerast á tölvusviði hér á landi sem annars staðar. Hefur að mfnu mati vel tekist til um það. Er það ekki síst að þakka styrkri stjómun blaðsins sem er í höndum ritnefndarmanna. Nú eru framundan breytingar á útliti Tölvumála sem framvegis verða prentuð í prentsmiðju á vandaðri pappír en áður. Þó hér sé fyrst og fremst um útlitsbreytingu að ræða þá er ekki að efa að hún eykur gildi tímaritsins okkar, ekki síst sem auglýsingamiðils. Á næstunni mun stjórn móta stefnuna fyrir næsta ár. Margt bendir til þess að ástæða sé til þess að félagið okkar verði virkara í umQöllun um tölvumál á opinberum vettvangi. Má þar sérstaklega nefna til laga- og reglugerðarsmíð sem beinlínis hefur áhrif á starf þeirra sem við tölvur vinna. Þetta verður haft í huga þegar stefhan verður mótuð. ET-dagur SÍ Árlegur ET-dagur SÍ var haldinn 6. desember síðastliðinn. Var hann að venju fjölsóttur og komu 160 manns. Góður rómur var gerður að þeim erindum sem þar voru flutt en ávallt hefur verið lögð áhersla á að kynna nýja og áhugaverða hluti á þessari ráðstefnu. Lesendur Tölvumála munu á næstunni njóta ávaxtanna af þessari ráðstefnu í formi greina sem munu birtast í blaðinu. Jólakveðjur frá SÍ Ég vil fyrir hönd stjórnar og framkvæmdastjóra óska öllum félagsmönnum SÍ, fjölskyldum þeirra og venslamönnum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Þá vil ég þakka stjórnarmönnum samstarfið á liðnu ári svo og félagsmönnum SÍ öllum. Hittumst heil á nýju ári - í Guðs friði! 4 - Tölvumál

x

Tölvumál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.