Tölvumál - 01.12.1991, Side 9
Desember 1991
staðaltillögu á frekari rekspöl.
Þennan fund sótti meðal annars 6
manna sendinefnd frá USA, og
voru 3 af helstu talsmönnum
Unicode á meðal þeirra. Sem
betur fer reyndist sá jákvæði
samvinnuandi, sem kviknað hafði
í maí, enn svífa yfir vötnum.
WG2 samþykkti formlega allar
málamiðlunartillögurnar frá San
Francisco og allmargar í viðbót.
Stefnt er að því að samþykktur
verði endanlegur texti á fundi
WG2 í París f október, verði
síðan sendur út til atkvæða-
greiðslu í desember með þriggja
mánaða svarfresti.
Flestar ákvarðanir, sem teknar
voru í Genf voru nokkuð tækni-
legar og ekki ástæðu til að nefna
þær allar. Eftirfarandi er þó
áhugavert:
7) Þjöppunarform 5 verður
ekki notað. Fyrir tilteknar gagna-
samskiptaaðferðir, til dæmis
SMTP, er skilgreind sérstök
umkódunaraðferð, ATM (A
transformation method), sem lýst
verður í viðauka við 10646.
Samkvæmt henni verður fyrsta
lfnan í BMP umkóduð yfir á eitt
bæti (sama og f 8859-1). Önnur
rittákn í BMP, sem ekki eru
myndtákn verða umkóduð yfir á
tveggja bseta kóda og myndtáknin
á þriggja bæta kóda. Þegar um
rittákn er að ræða verður ekki að
finna neina kóda úr C0 eða C1 í
stafasettinu eftir umkódun.
[Höfundur sleppir töluliðum 8 -
10 af ásettu ráði. - ritstj.]
11) Til að setja fram texta, sem
lesa skal í báðar áttir eða frá
Af netinu
Björn Þór Jónsson, tölvunarfræðingur
Þótt tölvuíyrirtæki á íslandi lamist
nálega yfir sumartímann, vegna
leyfa starfsmanna, er ekkert lát á
sendingum á ráðstefnur á unix-
netinu. Þar sem það nær um
allan hnöttinn senda menn póst
"... jafnt sumar sem vetur, jafnt
nótt sem dag", eins og segir í
langömmuvísu.
Hér á eftir fylgja nokkrir nýlegir
molar, í léttari kantinum, af
ráðstefnunni comp.risks.
Sænskum kosninga-
úrslitum seinkaði
vegna tölvuklúðurs
Martin Minov sendi útdrátt úr
grein sem birtist í Expressen,
sænsku síðdegisblaði, á mánudegi
eftir sfðustu kosningar f Svíþjóð.
Þar segir að Riksskatteverket
(RSV) hafi ekki getað lokið
talningu vegna tölvuvandræða,
og þegar blaðið fór f prentun hafi
ekki legið fyrir nákvæmar tölur
um atkvæðamagn. Hins vegar
hafi munurinn verið svo lítill að
fjöldi þingsæta hafi legið ljós
fyrir.
Ástæðan er sögð hafa verið að
RSV var að taka í notkun nýtt
tölvukerfi. Hugmyndin á bak
við tölvukerfið er að þjóna
tjölmiðlum yfir net, svo auð-
veldara verði fyrir þá að vinna úr
úrslitunum. í framtíðinni mun
tölvukerfið fækka starfsfólki og
koma úrslitunum frá sér fyrr.
hægri til vinstri, til dæmis í
arabísku eru notuð tvö
mismunandi kerfi. Annað var
samið af nefnd á vegum ECMA,
hitt er hluti af Unicode.
Samkvæmt tillögu ECMA er
táknið "(" - 02/08 í ASCII -
ávallt látið tákna vinstri sviga,
án tillits til þess í hvora áttina er
skrifað. í hinu kerfmu er það
látið tákna svigi opnast. í DIS
10646M verður unnt að nota
hvora túlkunina sem er, og verður
valið tengt því stafamengi sem í
notkun er.
Ekki er enn lokið því verki að
raða niður táknum í BMP, en
búast má við að mjög verði stuðst
við Unicode í því verki.
Lars-Henrik Erikson bætir við
að það sem sé enn verra við
reiknimistök er að fólk trú
niðurstöðum tölva í blindni.
Kvöldið eftir áðurnefndar
kosningar hafði sænska sjón-
varpið að venju kosninga-
sjónvarp, þar sem spár voru birtar.
Eitt sinn birtust niðurstöður frá
Nacka, lítilli borg rétt utan við
Stokkhólm, sem voru alveg út í
hött. Skýrendurnir lögðu mikið
á sig við að skýra hvemig einstök
svæði gætu haft atkvæðadreifmgu
sem væri mjög ólfk heildar-
dreifíngunni. Einnig veltu þeir
fyrir sér hvers vegna Nacka-
búar kysu svona undarlega.
9 - Tölvumál