Tölvumál


Tölvumál - 01.12.1991, Side 10

Tölvumál - 01.12.1991, Side 10
Desember 1991 Enginn þeirra tók eftir að heildaratkvasðamagn sem flokk- unum var úthlutað var 140%. Kannast einhver við tölvuklúður í kosningasjónvarpi á íslandi? Tölva leysir skákdeilu 25 ára gamall nemi í framhaldsnámi, Lewis Stiller, hefur leyst aldagamla skákþraut, með því að leiða tölvu á áður ókunnar slóðir. Þrautin snerist um hvernig endatafl með kóngi, hrók og biskup gegn kóngi og tveimur riddurum fer. Hingað til hefur þetta verið talin jafnteflisstaða, en með því að framkvæma einhverja víðtækustu tölvuleit hingað til, komst Stiller að því að hrókur og biskup merja sigur í 223 leikjum. Leitina framkvæmdi Stiller á samhliða tölvu í Los Alamos rannsóknarstofunum í Nýju Mexíkó. Tölvan hefur 65536 örgjörva í stað eins. Stiller fann leið til að komast hjá því að kæfa örgjörvana með samskiptum, meðan þeir vinna í forriti hans, sem er um 10 þúsund línur. Tölvan leysti þrautina á fimm klukkustundum, eftir að hafa skoðað 100 milljarðaleikja, með bakgreiningu (retrograde analysis) með því að vinna sig aftur á bak frá vinningsstöðu. Forritið leysir fimm manna endatafl á u.þ.b. mínútu, og sex manna endatafl á Qórum til sex klukkustundum, segir Stiller, sem segir skákhæfileika sína hafa rýrnað síðan hann snéri sér að tölvunarfræði. Kenneth Thompson hjá Bell rannsóknarstofunum var fyrstur til að nota bakgreiningu til að leysa endatöfl, og hann komst að því að kóngur og drottning sigra kóng með tveimur biskupum. Það forrit tók margar vikur í að leysa fimm manna endatafl á mun hægvirkari tölvu. Stiller segir niðurstöðu Thompsons hafa orðið til þess að Alþjóðaskáksambandið geri nú undantekningar frá þeirri meginreglu að skák teljist jafiitefli hafi enginn maður verið drepinn og ekkert peð hreyft í 50 leiki. Stiller segir niðurstöðu sína litlu skipta fyrir skákmenn, því staðan sé mjög sjaldgæf. Tölvuskemmdar- verkamaður Michael John Lauffenberger, fyrrum forritari hjá General Dynamics, hefur lýst sig sekan umtölvuspellvirki. Hannætlaði sér að hækka í launum með því að búa til vandamál sem hann einn gæti leyst. Hann skrifaði forrit sem átti að eyðileggja gagnagrunn yfir hluti í Atlas eldflaugar. Hann sagði svo upp störíúm, í þeirri von að fyrirtækið endurréði hann sem hálaunaðan ráðgjafa, þegar skemmdirnar kæmu í Ijós. En annar starfs- maður General Dynamics rakst á forritið, sem var aftengt. Lauffenberger á yfir höfði sér allt að árs fangelsi, og 100.000 dollara sekt. Það sem mesta athygli vekur í þessum kosningum, er fylgisaukning Þjóðarflokksins, sem fékk alls um 140% greiddra atkvæða. 10 - Tölvumál

x

Tölvumál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.