Tölvumál


Tölvumál - 01.12.1991, Page 12

Tölvumál - 01.12.1991, Page 12
Desember 1991 gerðar hafa verið til að búa til aiþjóðamál, sem lifað hefur af allar lægðir. Hugmyndaffæði dr. Zamenhofs, höfundar málsins, svipar mjög til nokkurra kenninga Baha’í trúarinnar, yngstu trúar- bragða mannkyns, sem greinar- höfundur aðhyllist, og ganga út á að útrýma styrjöldum og stofna til bræðralags meðal þjóða. Enda þótt grunntónn kenninga Baha’u’llah sé eining mannkyns, eru Qölmargar aðrar kenningar í trúnni, og er alheimslegt hjálpar- tungumál ein þeirra. Ætla má vissulega að það muni koma að því, að tekin verði upp alheimsleg tunga, er allar þjóðir geti sætt sig við sem hjálpartungumál, auk allra þjóðtungnanna. Gera má ráð fyrir að fyrrgreint þýðingarkerfi DLT muni koma mannkyninu að ómetanlegu gagni við að tengja saman hina ólíku heimshluta. "Öll tungumál eru hlutgeng í DLT-kerfið.... Einn helsti kostur þess að nota millimál er sá að fyrir hverja þjóðtungu þarf aðeins að sinna þýðingu af henni á millimálið og af millimálinu á þjóðtunguna..... Annar mikill kostur sem fylgir því að nota mannamál eins og esperanto sem millimál er sá mikli sparnaður sem næst með því að geta Ieyst flest merkingar- fræðileg vandamál sameiginlega á millimálinu í stað þess að þurfa að fást við þau á hverri þjóðtungu fyrir sig. Og í þriðja lagi má nefna þá kosti esperantos umfram önnur tungumál að auk þess að vera einkar rökrænt mál með einfalda málfræði án undan- tekninga þá gætir mun minna margræðni í esperanto en í öðrum tungumálum." 2) Má ætla að þetta þýðingarkerfi, sem þýðir í raun, að mannkynið er að hafa samskipti sín á milli á einu tungumáli, gæti orðið fyrsti vísirinn að því sem Baha’u’llah talar um, að "Jörðin er eitt land og mannkynið íbúar þess”. 3) Tilvitnanir: 1) Orð og tunga 2, Stefán Briem: Vélrænar tungumálaþýðingar, bls. 46. 2) Orð og tunga 2, Stefán Briem: Vélrænar tungumálaþýðingar bls 45. 3) Úr ritningum Baha’í trúarinnar. 4) Dæmi um setningartré: Orð og tunga 2, Stefán Briem: Vélrænar tungumálaþýðingar, bls. 47. Heimildarrit: Stefán Briem. 1990. Vélrænar tungumála-þýðingar. Oið og tunga 2. Ritstjóri Jón Hilmar Jónsson. Orðabók Háskólans. Reykjavík. Við hugsum okkur að þýða eigi hendingu eftir Bólu-Hjálmar yfir á esperanto: er frjósöm orða Slíkt setningartré sýnir vensl orðanna ísetningunni. Venslin eru af mismunandi venslagerðum og bera nöfn eftir því. Samkvæmt samanburðarreglum frá verkþætti II 4) og með stuðningi orðaþekkingarbanka yrði fslenska setningartréð yfirfært í samsvarandi setningartré á esperanto: estas la islanda fekunda de PARG vortoj Að lokum yrði tréð rakið og búin til esperantosetningin: La islanda lingvo estas fekunda patrino de vortoj sem telst þá vera þýðing á hendingu Bólu-Hjálmars. 1 2 - Tölvumál

x

Tölvumál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.