Tölvumál


Tölvumál - 01.12.1991, Síða 17

Tölvumál - 01.12.1991, Síða 17
Desember 1991 Gagnanetið er því eingöngu til að tengja saman tölvur. Tengingar við gagnanet í öðrum löndum eru einnig á símalínum og þau kerfi síðan tengd til annarra landa. Vegna stöðlunar þá ganga samskiptin á milli landa snurðu- laust fyrir sig og kerfin mynda saman alheimsnet þar sem unnt er að koma gögnum heimshorna á milli. ísland er núna tengt tii 30 landa. Tengingar inn á Gagnanetið Myad 3. Tenging við pakkald Staðallinn X.25 Staðall þessi er fyrst og fremst ætlaður stærri tölvum og á þeim samböndum þar sem flutningshraði þarf að vera mikill. X.25 línur eru rásaskiptar þannig að margir notendur geta verið tengdir í senn. X.25 sambönd eru eingöngu á fasttengdum línum og mesti hraði er 64.000 bit/sek. Staðlarnir X.3/X.28/ X.29 í X.25 staðlinum er gert ráð fyrir fullkomnari samskiptabúnaði en t.d. notendur einmenningstölva hafa yfir að ráða. Til að koma til móts við notendur þeirra þá er boðið upp á aðrar tengingar inn á Gagnanetið. Sú þjónusta byggir á X.3, X.28 og X.29 stöðlum. í þeim er lýst hvernig einföldum sendingum frá hnappaborði tölvu, staf fyrir staf, er breytt í pakka og svo öfugt. Tæki það sem sér um breytinguna kallast pakkald eða PAD. Pakkald hefúr að auki ýmisskonar eiginleika sem notendur geta nýtt sér og er þeim stjórnað með fœribreytum. Aðgangur að PAD getur ýmist verið á fasttengdri línu eða í gegnum talsímann f síma 006. Staðallinn X.121 Fyrmefndir staðlar segja til um hvernig notendur tengjast við Gagnanetið en hvernig komast gögn frá A til B? Þá kemur til sögunnar staðallinn X.121 en hann segir til um vistfang eða netnúmer notandans. Þar sem um alheimskerfi er að rasða þá hefur hvert land sitt einkennis- númer og hver notandi númer til viðbóta við það. Þetta kannast allir við úr talsímanum en gildir einnig um gagnanet. Númerin hér á landi heíjast öll á 2740 og 8 eða 10 tölur til viðbótar við það. Þegar senda á gögn þá verður að nota X.121 númer hvort sem sent er til SúgandaQarðar eðaSidney. Sásem vill tengjast annarri tölvu tengdri gagnaneti verður því að þekkja þetta númer fyrirfram. Ólíkt símaskrám þá er hvergi í heimin- um til nein gagna- netsnúmeraskrá, og mun aldrei verða en það eru ör- yggiskröfur sem vaida því. 17 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.