Tölvumál


Tölvumál - 01.12.1991, Qupperneq 19

Tölvumál - 01.12.1991, Qupperneq 19
Desember 1991 Tími uppreisnar og frelsis - einkatölvur Með tilkomu einkatölva upp úr 1976 fara einstaklingar að fá aðgang að reikniafli sem þeir þurfa ekki að deila með öðrum. Tími uppreisnar og frelsis fer í hönd. Eftirþvísemeinkatölvum fjölgar fer gildi miðtölvanna minnkandi og mikilvægi einka- tölva eykst að sama skapi. Til verður markaður fyrir alls kyns hugbúnað sem gerir einstak- lingnum kleift að auka gæði vinnu sinnar. Með einkatölvunum eykst útbreiðsla tölvuþekkingar, aðgangur að tölvum verður á flestra færi, og ný not fyrir tölvur koma fram. En jafnframt eykst öreiðan í tölvumálum því í stað hins stýrða umhverfis mið- tölvunnar þar sem tölvudeildin sá um að deila og drottna er nú komið frelsi til að gera hvað sem er án miðstýringar. Þetta nýfengna frelsi hefur þó ýmsa veigamikla annmarka f för með sér. Upplýsingar fjölfaldast, jaðartæki kostamikiðog öryggi gagna minnkar vegna dreifingar þeirra. Skortur á samskiptum er einnig til trafala og flutningur þeirra oftar en ekki með "sneaker- net", eða skóneti, á milli tölva! Einmenningstölvunet koma fram Skipulags var því þörf og upp úr 1985 fara fyrstu einmennings- tölvunetin að birtast, frumstæð í fyrstu en smám saman komu kostir þeirra í ljós. Þau sameina frelsi einstaklinganna til athafna en jafnframt eru helstu kostir miðlægra kerfa s.s. sam- eiginlegar gagnageymslur, affitun og samnýting jaðartækja og sameiginleg þjónusta til staðar. Leið ekki á löngu þar til einmenningstölvunet voru farin að ógna heíðbundnum markaði miðtölva og er nú svo komið að flestir miðtölvuframleiðendur hafa orðið að horfast í augu við mikinn samdrátt, hagnaðar- minnkun og verðlækkanir til þess að halda einhverri markaðshlut- deild. Flestir þeirra leggja nú mikla áherslu á notkun miðtölva sem miðlara í netkerfum í stað öflugra einkatölva sem gegnt hafa þvf hlutverki. Erum við komin íhring? Samkomulag virðist þar í augsýn með tilkomu biðlara/miðlara vinnslu í netkerfum er þar er vinnslunni skipt á milli miðlægu tölvunnar og vinnustöðvarinnar og kostir beggja þannig nýttir. Öflug gagnavinnsla í miðlægu tölvunni og yfirburða lfamsetning gagn-anna á vinnustöðinni. Með nokkurri kaldhæðni má fullyrða að við séum að sumu Ieyti komin í hring þegar vinnslan er á ný orðin miðlæg, nokkuð sem upp- reisnarmenn hafði ekki látið sig dreyma um þegar einmennings- tölvurnar losuðu þá undan helsi miðlægu tölvukerfanna. Frekari þróun netkerfa Þróun netkerfa er langt í frá lok- ið og unnt er að sjá fyrir margt sem mun enn auka gildi þeirra. Hér verður stiklað á nokkrum atriðum sem þegar má sjá fyrir eða líklegt er að muni gerast. Háhraðanet Eins og komið var að í upphafi hafa samskipti um lengri vega- lengdir alltaf liðið fyrir annað tveggja, lágan flutningshraða eða háan kostnað sem samfara er auknum flutningshraða. Allt fram á þennan dag hafa menn þvf af þessum sökum hikað við að tengja saman háhraða einmennings- tölvunet nema til lágmarks- þjónustu. Hafa fyrirtæki sem eru dreifð um stærra landsvæði því orðið að reka nokkur tölvunet með afar takmörkuðum samgangi. Nú er ný öld að hefjast með til- komu ódýrs aðgangs að háhraða samböndum milli landshluta og innanþeirra. Getaþáaðilarsem eiga tölvunet dreifð um landið tengt þau saman í eina heild með fullri þjónustu eins og um eitt net sé að ræða. Það er ljóst að áfram- hald verður á þessari þróun og við munum sjá enn hraðari sam- skipti á milli neta en nú eru til. Opin kerfi - meira um orð en efndir Við þessi auknu samskipti á milli tölva og innan neta heftir komið enn betur í ljós hversu mikið afl og orka fer í að breyta á milli hinna ólíku samskiptastaðla svo gögn og upplýsingar komi óbrengluð til skila og samskipti séu yfirleitt möguleg. Þörf fyrir samræmingu eða opin kerfi hefúr þvf aldrei verið brýnni en nú en því miður er meiraum orð þar en efndir. Ennumsinnverðurþetta þróuninni fjötur um fót. Tölvan er netið Framleiðendur hafa kynnt hug- myndir að og eru að undirbúa byltingu í tölvuhögun sem líklegt er að muni gera mikilvægi háhraðaneta enn meira en nú er. Þar á ég við að á næstunni mun hugbúnaður geta leitað að lausu reikniafli á netinu og notað það þegar þörf er á meira afli en ein vinnustöð ræður yfir. Reikniaflið getur verið á einni eða fleiri mið- lægum tölvum, einni eða fleiri vinnustöðvum o.s.frv. Netið verður því tölvan og ljóst að þar verður aðgangur að afli sem er margfalt það sem nú þekkist í stórum tölvumiðstöðvum fyrir brot af þeim kostnaði sem nú þekkist. 19- Tölvumál

x

Tölvumál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.