Tölvumál


Tölvumál - 01.12.1991, Page 23

Tölvumál - 01.12.1991, Page 23
Desember 1991 Tölvumál framtíðarinnar Ágúst Úlfar Sigurðsson, ritstjóri Eins og fram kemur annarsstaðar í blaðinu ætlum við að breyta útliti og frágangi þess. Verður þetta hefti það síðasta af gamla sniðinu. Helstu breytingar munu felast í nýrri litprentaðri forsíðu og litprentun á öðrum síðum eftir þörfum. Allur lokafrágangur verður unninn f prentsmiðju og af hæsta gæðaflokki. Stefnt er að því að árlega verði gefin út sex blöð og verði útgáfudagar fyrirfram ákveðnir. Þetta þýðir að samvinna við greinarhöfunda og auglýsendur verður skipulegri og skilvirkari. Sama gildir um val á meginefni blaðsins. Það verður ákveðið fyrirfram og efnisöflun unnin samkvæmt því. Þetta hefur verið reynt áður og gefist vel. Um næstu hefti Tölvumála Iiggur eftirfarandi fyrir: Fyrsta tölublað mun koma út í janúar og verður efni þess einkum byggt á fyrirlestrum frá ET deginum. Skilafrestur á innsendu efni hefur verið ákveðinn 2. janúar. Megineftii 2. tölublaðs verður útflutningur á hugbúnaði og í 3. tölublaði verða öryggismálin sett á oddinn. Rimefnd er þess fullvís að margir Iesenda Tölvumála muni nýta jólafrfið til að setja skoðanir sínar og reynslusögur á blað og nýt Tölvumál til að koma þeim á framfæri. 23 - Tölvumál

x

Tölvumál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.