Vísir - 17.08.1962, Blaðsíða 4

Vísir - 17.08.1962, Blaðsíða 4
4 V'ISIR Föstudasur 17. áeúst 19fi2. ■9BBBÍMSna|B0naBKðfeKOMD Ungur Manar-búi Meðal erlendra gesta, sem gist haf a land okkar að undanförnu er Chris- topher Norris frá eynni Mön á írlandshafi, en hann stundar nám í St. Catherine’s College, Cambridge-háskóla Bret landi. Hann kom hingað 18. júlí og hefur ferðazt um landið ásamt einum námsfélaga sinna í Cam- bridge. Norris kom í heimsókn í rit- stjórnarskrifstofur VIsis í gær og spurði ég hann um tildrögin til íslandsfarar hans og var svar hans á þessa leið: víkingaferðir og landafundir. — Það á sér nokkuð langan aðdraganda, þvl að áhugi minn fyrir fslandi vaknaði snemma, við lestur bóka um víkingaferð- ir og iandafundi. Norrænir vík- ingar herjuðu á Mön og höfðú þar bækistöðvar. Á þá tirha minna mörg örnefni, svo sem Tynwalla (Þingvellir), Snaefell (Snæfell) og Laxey (nafnið er þannig ritað á Mön). Hið sameig iniega með þinghaldi til forna á Mön og Islandi dró snemma að sér athygli mína og ég fór að lesa íslendingasögur I enskum þýðingum og á siðari árum óx með mér áhuginn, að kynnast fs landi nútfmans. Fornar þingvenjur. — Ég hefi lesið um, að sum- ar fornar þingvenjur séu enn I heiðri haldnar á Mön. — Mön er sem kunnugt er hluti hins Sameinaða brezka kon ungsríkis eða „United Kingdom of Great Britain and Northern Ireland", en hefur sitt eigið þing. Eftir að Manarþing hefur afgreitt lög og sent til Lundúna til konunglegrar undirritunar , verður hátíðleg, hefðbundin full- gildingarathöfn fram að fara á Tynwald eða Tynwald Hill (þing hóli) og þar eru lögin lesin á Manar-máli (Manx-máli), máli Manar, sem ekki er lengur tal- mál eyjaskeggja, þótt nokkrir menn geti enn talað það. Þetta er gert á Tynwald Day eða þing- valla-degi, sem er 5. júlí ár hvert. . , Fornar minjar. — Viljið þér segja nokkur orð um hinar merku minjar, sem fundizt hafa á Mön, frá Víkinga- tímanum? — Merkar fornleifar hafa fundizt á Mön, eins og þeir sem gista eyna geta sannfært sig um, er þeir skoða hið fræga Manx Museum, m.a. frá þeim tlma, er norrænir vlkingar herjuðu þar og settust að á 9. öld, eða er það tíðkaðist að látnir vikingjahöfð- ingjar voru lagðir til hinstu hvílu I víkingaskipum, I herklæð um, með vopn við hlið, og margt góðra gripa, og haugur opinn yf- ir. Tveir haugar með víkinga- skipum I hafa fundizt á eynni og alls um tuttugu slíkir greftrunar staðir heiðinna manna. í safninu er margt merkra muna, sem fundizt hafa, og þar er eftirlík- ing af Gaukstaðaskipinu, sem fannst I Noregi 1880. Var eftir- líkingin gerð fyrir framtak sam- taka, sem I eru vinir safnsins (Friends of The Manx Museum). Þetta safn skoða allir ferðamenn sem til eyjarinnar koma og Man arbúar eru þar síðir gestir. Þeir þekkja sína sögu eins og íslend- ingar og eru stoltir af henni. Mön og nútíminn. — Vinsamlegast segið okkur eitthvað frekara um eyna — og nútímalíf þar. — Mön er a miðju frlands- hafi, tignarleg og fögur að allra dómi. Víða getur að líta nakin klettabelti við sjó frammi og mergð er þar af víkum og vog- um, en einnig eru fell gróin upp 'á koll, gróðursæld n^ikil, enda loftslag milt og festir sjaldan snjó. Eyjarskeggjar stunda land- búnað og garðrækt og stunda sjó og margir hafa atvinnu við móttöku ferðamanna, þvl að eyj- C. Morris. an hefur á síðari tímum orðið einn eftirsóttasti sumardvalar- staður fólks frá Bretlandi og víð ar að. Margt fólk, sem þætt er störfum, og býr við dágóð efni sezt að til þess að eyða elliárun- um. Samgönguskilyrði eru ágæt, áætlunarferðir allt sumarið milli eyjarinnar annars vegar, og hafna I Skotlandi, Englandi, Wal es, Eire og Norður-frlandi hins vegar, og flugsamgöngur allt ár- ið. Höfuðborgin er Douglas, íbú- ar um 55.000, en ýmsir smábæir njóta engu minni vinsælda, svo sem Ramsay, Port Erin o. fl., að ógleymdri Laxey. Tal okkar barst að sumarleyf- isdvöl þeirra félaga hér og sagði Norris m.a.: ísland í augum Manarbúans. — Hún verður mér alltaf eftirminnileg, ekki sfzt hve þjóð- in er blátt áfram og vingjarnleg. Fegurð landsins hefur hrifið mig og mér fannst það víða hrika- legra og naktara en ég bjóst við, en ég kom líka á gróðursæla staði, gisti á nútíma býli stutt frá Selfossi og ég sá korngresið bylgjast á ökrum á Egilsstöðum, og sannfærðist þá um, að fjöi- breyttari skilyrði eru hér á sviði landbúnaðar en ég hafði haldið I fyrstu. Við fórum norður til Akureyrar og til Mývants og allt til Fljótsdalshéraðs pg við ferð- uðumst um Suðurland. Ég þarf ekki að taka fram, að við fórum til Þingvalla, þess fornhelga stað ar. Hefði ég tækifæri til að læra málið gæti ég vel hugsað mér að eiga heima á íslandi. Sú er ósk mín, að ég eigi eftir að koma aftur og svo bið ég að heilsa öllum, sem ég kynntist, með þakklæti fyrir góð kynni. Þessi voru kveðjuorð hins | unga Manar-búa og megi þær | óskir hans rætast, að koma aft- Ö ur til fsiands. , í er v/ð Christopher Norris Frá Mön: Víða getur að líta nakin klettabelti við sjó frammi, en gróðursæld er víðast mikil á eynni. A. Th,

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.