Vísir - 17.08.1962, Blaðsíða 9

Vísir - 17.08.1962, Blaðsíða 9
Föstudagur 17. ágúst 1962. VISIR 9 r j i • a iveir a lofti í einu Geimstjörnur. Rússar skutu tveim geim- förum á loft um síðustu helgi með sólarhrings millibili. Geimferðamennirnir tveir, sem í tækjunum sátu, flugliðsfor- ingjarnir Andrian Nikolajev og Pavel Popovich eru nú orðnir svo frægir um heim allan af för sinni, að óþarfi er að kynna þá frekar. Hefur feikilega mikið verið skrifað um þessa geimferð tvímenninganna í öll heimsins dagblöð og myndir birtar af þeim bæði úr einkalífi þeirra og svo sjónvarpaðar myndir af þeim úr sjálfum geimskipun- um. Vita nú flestir íbúar heims, að Nikolajev er pipar- sveinn sem hefur lent í ástar- sorgum, en Popovich kvæntur og sat kona hans stöðugt við að prjóna peysu og má mikið vera ef hún hefur ekki lokið við hana meðan eiginmaðurinn þeysti á gandreið um loftið. Það er tímanna tákn að geimfarar £ austri og vestri slaga upp í Hollywood-stjörnur að skrumi og almenningsdýrk- un. hafa loftnet við útvarpstæki sín hér á landi, hafa auðveld- lega getað heyrt, hve Moskvu- útvarpinu var mikið niðri fyr- ir. Hefur annað efni vart lcorn- izt að og ýmsir aðrir dag- skrárliðir hins rússneska út- varps til annarra landa verið felldir niður til þess að koma að sem ýtarlegustum upplýs- ingum um, hvað geimfararnir væru nú að eta, hvað hjarta- slög þeirra og andardráttur væru tíðir og síðan fylgdu á eftir umsagnir með há- stemmdum lýsingum á stór- kostleika og fullkomnun hins kommúníska þjóðfélags, sem alltaf hafði forustuna. Fjörkippur rússneskra blaða. Rússnesku blöðin höfðu undangengnar vikur verið held- ur dauf í dálkinn og lítið að gerast austantjalds að undan- förnu. Það voru helzt fréttir af því, að nokkrir tugir hátt- settra embættismanna I Sovét- ríkjunum og nokkrir Gyðingar hefðu verið teknir af lífi fyrir Eins og geta mátti nærri hefur geimferða þessara verið rækilega getið £ rússneskum útvarpsstöðvum. Þeir sem svartamarkaðsbrask og þjófn- að frá rfkisfyrirtækjum á vör- um sem skortur er á, fréttir um erfiðleika £ landbúnaði Sovét- Fagnaðarlætin voru geysimikil í Moskvu þegar fréttist um nýjustu geimskipin. Múgur manns þyrptist út á götur og torg og bar stórar myndir af geimköppunum. rfkjanna og matvælaskortinn £ Kfna og leppríkjunum. Einmitt dagitin áður en fyrra geimfar- inu var skotið á loft, birti stjórnin í Rúmenfu, gömlu og frjósömu landbúnaðarríki, út tilkynningu um að hert yrði mjög á matvælaskömmtun f landinu. * Það kom því heldur en ekki fjörkippur f rússnesk blöð og fréttaþjónustu, þegar þessir at- burðir gerðust. Það var engu Bandarískir vísindamenn undirbúa áætlun Apollo. Þessi teikning fylgir á^tiurinni o'g sýnir menn á tunglinu. Vegna minna aðdráttarafls verða skref mannsins IA -n-t-nr á tunglinn og lyftast þeir upp í hverju skrefi eins og myndin sýnir. Bandarikjamann áætla að vcrCa komnir til tunglsins 1967. líkara en að gríðarmikil vél færi af stað með skarlci og lát- um. Á fáeinum dögum sendi Tass-fréttastofan út fréttir og greinar sem gætu fyllt margar þykkar biblíur. Hrifningin var óendanlega mikil og sjónvarps- útsendingarnar héldu fólki eins og stirðnuðu við tækin. Þessu efni var líka dreift til Vestur- landa í stórum stíl. Rússnesk- ar sjónvarpsmyndir í sambandi við geimferðirnar, voru sendar beint inn f sjónvarpskerfi Vestur-Evrópu og sem limur til sýningar í öllum sjónvarps- kerfum Bandaríkjanna. Afrekin miklu. Hrifningin og afbrýðissemin greip um.sig í vestrænum lönd- um og margir vestrænir forustu menn og tæknifræðingar létu hafa eftir sér ummæli um að afrek Rússa væru frábær og sýndu að þeir væru langt á undan Bandaríkjunum í geim- kapphlaupinu. Menn á Vestur- löndum mikluðu afrek Rússa jafnvel fyrir sér og báru fram tilgátur um að þeir ætluðu að skjóta fimm geimskipum á loft samtímis, eða að þeir myndu tengja geimskipin tvö saman og setja á stofn geim- stöð úti í rúminu. Byggðist fyrr en tæpum, — og í seinna tilfellinum rúmum klukkutíma frá því að hleypt var af. Engar myndir né skýringar hafa held- ur fengizt af því hvernig hylk- in lentu. Álíka stór og fyrri geimskip. Það er þvf ekki svo auðvelt að gera sér grein fyrir í hverju hin miklu afrek eru fólgin, þar sem engar opinberar upplýs- ingar er að fá um aðalatriði málsins, hina tæknilegu hlið eldflauga og geimskipa. Hægt er þó að gera sér grein fyrir því að geimskipin tvö eru stærri en geimskip þau sem Bandaríkjamenn hafa sent á loft. Þó að geimfarinn sjálfur virðist hafa lítið meira rúm en í bandarísku geimskipunum, má ætla að þessi rússnesku geimskip séu álíka stór og fyrri geimskip þeirra Gagarins og Titovs og sennilega af mjög líkri gerð. Hallast flestir kunn- áttumenn að því, að þar sé um engar mikilháttar breytingar eða framfarir áð ræða. Stærð geimfarsins ér auðvit- að mikið undir stærð eldflaug- arinnar komið og það hefur ekki verið neitt launungarmál Eftir Þorstein Thorarensen hrifning vestrænna manna m. a. mjög á þessum tilgátum, sem svo rættust ekki. Rússnesku geimförin lentu aðeins hvort í sínu lagi eins og fimm geim- skip hafa gert á undan þeim. Og eftir á, þegar á allt er lit- ið, virðist mér að nokkuð mætti draga úr hinum stóru hrifningarorðum. Það er athyglisvert, að í öllu hinu mikla steypiflóði rúss- neskra frétta og mynda um þessa atburði er hvergi að finna neinar upplýsingar um eldflaugarnar sem notaðar voru til að skjóta geimskipunum á loft og sáralitlar upplýsingar um sjálf geimskipin. Rússar stóðust ekki sama prófið og þeir á Canaveral-höfða, að sjónvarpa þeirri úrslitastund, þegar eldflaugin hóf sig á loft. Þeir gáfu meira að segja ekki út tilkynningu um atburðinn síðustu tvö árin, að rússnesku eldflaugarnar eru miklu stærri og sterkari en þær bandarísku. Þær rússnesku, sem borið hafa fjögur geimskip á loft eru taldar hafa 600 tonna þrýsti- kraft, meðan eldflaug Glenns hafði aðeins um 160 tonna þrýstikraft. Á þessum mun og engu öðru byggjast yfirburðir Rússa yfir Bandarfkjamönnum í geimferðum. Lengra úthald. Það sem gaf geimferð Rússa að þessu sinni mestan ljóma var að tvö geimskip þéirra voru á lofti samtfmis og úi- haldstími þeirra lengri en áður. Hvorugt þessara atriða er neitt sérstakt tæknilegt afrek, fram yfir það sem Rússar höfðu þeg- ar áður unnið og úthaldið er Framhald á bls. 13.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.