Vísir - 17.08.1962, Blaðsíða 15

Vísir - 17.08.1962, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 16. ágúst 1962. V'StR 15 A SAKAMALASAGA 4 EF7IR CHARLES WILLIAM5 FJÁRSJðÐUR beygði sig niður eins og til að ýta við mér. — Hæ, sagði hann, en svo sagði hann ekki meira, því að ég réðst á hann áður en hann fékk tækifæri til þess að grípa til sk’ammbyssunnar. Hann fékk ekki svigrúm til að búast til varnar því að ég greiddi honum tvö til viðbótar og voru þau vel úti látin, og hann lyppaðist nið- ur. Ég náði í vasaljósið hans og bar að andliti hans. Hann hafði misst meðvitund. Ég gekk að lögreglubílnum, tók kveikilykilinn og henti hon- um langt burt. Og svo ók ég af stað í skyndi. Ég hafði komizt undan — en þetta var bara gálgafrestur. — Hafi þeir efazt um, að ég væri í bænum, þurftu þeir ekki að efast um það lengur. En þrátt fyrir allt hugsaði ég nú skýrara en áður. Og nú hafði mér dottið nýtt ráð í hug. Horf- umar voru skuggalegar, en ég skyldi ná í peningana. Til þess þurfti ég 'oara að telja Madelon trú um, að hún hefði sigrað. Það var farið að bregða birtu li austri og þeggr ég lagði bíln- um mínum í næsta hyerfi við það, sem ég bjó í, var klukkan fimm. Enginn sá mig hlaupa upp tröppurnar. Þetta var síðasti dag urinn og eftir tvær klukkustund ir eða svo yrðum við komin af stað. Að minnsta kosti mundi ég verða kominn af stað. Hún var í svefnherberginu, svo að ég kveikti undir katlinum og fór inn í baðherbergið og fékk mér volga og þar næst | kalda steypu til þess að bæta líðanina og til þess aö hressa ! mig upp enn betur, hellti ég í mig tveimur glösum af whiskí, drakk svo svart kaffi og reykti sígarettu. Ég beið — bankarnir voru ekki opnaðir fyrr en klukkan 10, og það var ekkert unnið við að vekja Madelon. Klukkan sjö fór hún fram og fékk sér bað og fimm mínútum síðar birtist hún í eldhúsdyrun- um. — Halló, sagði hún brosandi. Hafið þér sofið vel? Ég gekk til hennar. — Eruð þér búnar að grafa upp nöfnin? — Ég er ekki alveg viss ... — Eruð þér ... Ég sagði ekkert frekara, greip í axlir henni og skók hana. — Liggur svona á, eftif tvær 31. til þrjár vikur ætti að vera nóg. Ég sleppti henni, baðaði út öngum eins og ég hefði gefizt upp. við að reyna að hafa þetta upp úr henni og sagði um leið og ég settist og hellti kaffi í bolla handa henni: — Gott og vel, sagði ég, ég gefst upp. — Hve mikils krefjizt þér? 1 Hún horfði á mig undrandi. — Við hvað eigið þér? — Þér vitið vel hvað ég á við. Þér eruð búnar að þreyta mig svo, að ég held þetta ekki út lengur. Við verðum að komast héðan, því að nú fer að verða vonlaust fyrir mig að komast undan. Þér vitið sjálfsagt að nú eru þeir að leita að mér. — Mig grunaði það hálfpart- inn, en ég vissi það ekki með vissu, sagði hún og kinkaði kolli. — Ég hélt, að ég mundi geta þraukað, en ég gat það ekki. Ég hef þraukað fjóra daga. 1 morgun lá við að ég væri tekinn úti á ströndinni — fyrir tveim- ur tímum. Við verðum að kom- ast í burtu. — Ég skil það, en var það ekki eitthvað frekara, sem þér ætluðuð að segja? — Það er augljóst. Hve mik- ils krefjizt þér? Helmings? Þér ættuð ekki að fara fram á meira, því að þrátt fyrir allt hef ég enn spil á hendi. Ég hef lyklana og fái ég ekki helminginn, fær hvorugt okkar neitt. Hún hallaði sér aftur í stólinn og brosti. — Það er kannske ekki ósann- gjarnt — ef þér eruð enn þeirr- ar skoðunar, að við ættum að fara hvort okkar um sig sína leið, er til Kalíforníu kemur. — Hvað eigið þér við með þessu? Það var, fannst mér, Susie Mumble, sem horfði á mig, en ekki Madelon Butlér. — Þér skiljið sjálfsagt, að það er dálítið erfitt fyrir mig að tala um þetta, kannske höfum við hvorugt áhuga fyrir að slíta félagsskapnum, þegar til Kali- forniu kemur? — Það er skrítið, sagði ég og kinkaði kolli, en þetta hefur flögrað að mér lika. — Það er eiginlega stórkost- legra en maður getur gert sér grein fyrir í byrjun, sagði hún, að skipta um persónuleika — og mér finnst bara örla á góðum eiginleikum hjá Susie. Hvað finnst yður. 20. kapituli. Ég ætlaði að rísa á fætur, en hún hristi höfuðið brosandi. — Þú mátt ekki hafa um of hraðann á, Lee. Þú verður að muna, að Susie er alveg ný- tilkomin — ég þarf dálítinn tíma. Annars höfum við nógu að sinna. Við settumst á legubekkinn og ég tók lyklana úr veskinu mínu og lagði þá á borðið. Hún færði þá dálítið til — einn í einu — Third National bankinn — R 1 A „Snjóbeltið var áður sá staður, sem forfeður mínir dýrkuðu," hélt konungurinn áfram. ,,En hvíti maðurinn hefur eyði- lagt það, og hver sá sem þangað fer, kemur ekki aftur.‘ „Jafnvel þoorpið er ekki óhult,“ sagði foringinn, „heimili okkar verða fyrir árásum fólk deyr á hverri nóttu, því þá kemur skríms- ið.“ Barnasagan KALLI ðg græsiii páfcs* gauknr» mn Ef stýrimaðurinn hefði fylgt hin- um ókunnuga manni eftir, þá hefði hann séð hversu skipulega hann gekk til verks. Hann fór strax um borð í annað skip og spurði: „Seg- ið mér, hvar er talandi páfagauk- urinn?“ En stýrimaðurinn hafði öðru að sinna. Það kom í ljós að hann gat ekki keypt páfagauk fyrir póst- kortin, þv; voru ekki mikils virði. „Tuttugn silfurpeninga. Þú færð tuttugu silfurpeninga fyrir kortin þín.“ „Tuttugu silfurpen- sem er til gæfu?“ „Jæja þá, tuttugu og fimm“, sagði kaupmaðurinn. Stýri- maðurinn hljóp út tU dýrasala og spurði hvort hann gæti fengið talandi páfagauk fyrir tuttugu og fimm silfurpeninga, „páfagauk, Ef ég dreg andann djúpt, finn ég til bak við efstu stjörnu í hominu. frú Henry L. Carstairs. Kaup- mannabankinn — frú James R. Hatch og Seaboard Bankinn frú Lucille Menning. Það þurfti ekki að fara í nein- ar grafgötur með það, að hún taldi sig hafa sigrað. Svo vel mundi hún allt nú. Ég tók lykl- ana og hún horfði á klukkuna. — Klukkuna vantaði kortér í átta og þeir opnuðu ekki bank- ana fyrr en 10. Ég varð að kaupa mér föt og fara í hár- greiðslustofu áður en við förum. — Ertu gengin af vitinu. Þú hlýtur að gera þér grein fyrir, að við höfum ekki tíma til slíks. Þeir vita, að ég er í bænum og allar tafir eru stórhættulegar. En hún var jafn róleg. — Þú ert ekki í hættu meðan þú ert hérna í íbúðinni og þú veizt vel, að ég get ekki látið sjá mig í bönkunum eins og ég er útlítandi. Þér finnst kannske allt í lagi með hárið á mér, en jrú hefur ekki kvennasmekk. — Og fötin eru hræðileg. Ég get ekki átt á hættu, að fólk glápi á mig vegna útgangsins á mér. Ég verð að líta þannig út, að það eins og tilheyri að slík kona leigi bankahólf. Og vitanlega varð ég að láta undan og hún lofaði að vera komin heim klukkan tólf. Mér • fannst of áhættusamt að fara áð jagast við hana. Hún varð að - hringja í hverja hárgreiðslu- stofuna af annarri, og loks með árangri, og þegar hún, hafði hringt eftir bíl, lét égh.ana,fó 200 dollara. í dyrunum sneri hún sér Við og sagði: — Mér datt það allt f einu í hug: Þegar ég kom inn um þessar dyr var ég Madelon Butl- j er, og þegar ég nú fer út í fyrsta ! sinn er ég Susie Mumble. Viltu \ hjálpa mér - svo að ég geti j tileinkað mér glaða lund Susie? ! Og vitanlega stóð ekki á mér, í þótt ég væri viss um, að hún ( þyrfti ekki á þessari „hjálp“ að halda, en varirnar á henni voru j mjúkar og hlýjai, og vissulega j mundi ekkert á skorta, að hún væri oröin' fullnuma, Hun hallaði sér að mér sem snöggvaát og hvíslaði: — Nú fer það að styttast, að þú þurfir að bíða. Og ég gekk um gólf, ffam og aftur, og keðjureykti. Ég hlustaði á lyftuhljóðið og leið jafn bölvanlega og fyrr í hvert skipti, sem hún nam staðár á hæðinni. Það var svo sem ekki á öðru von en að þeir kæmu, þegar ég var í þann veginn að sigra. Og stundirnar lfðu — og ég

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.