Vísir - 17.08.1962, Blaðsíða 10
Föstudagur 17. ágúst 1962.
10
VISIR
-1 r#
)(T
JvLl
sleifur Árnason
Minninprorð
í Tyrklandi gerðu fangar í
fangelsi einu uppreisn og náðu
á vald sitt fangaverðinum. Hon
um hafði verið sagt upp starfi
og þykir föngunum svo vænt
um hann að þeir neita að sleppa
lionum fyrr en þeir fá Ioforð
um að hann fái að halda starf-
inu áfram.
í styttur af foringja
l
Ben Bella, hetja Alsírbúa hef-
ur nú veitt góðfúslegt leyfi til
að minnismerki af honum séu
reist í borgum Alsír.
það rigndi
<9
Lawrence Evers heitir prófes-
sor, í indverskri sögu við Lund-
únaháskóla. Fyrir nokkru hélt
hann fyrirlestur í Englandi, þar
sem hann sýndi m.a. regndans,
er hann hafði lært af indversk-
um særingamanni. Varla hafði
hann lokið dansinum og ætlaði
að fara að halda áfram fyrir-
lestrinum, þegar allt í einu
skall á hellirigning úr heið-
skíru lofti.
brjósklos
-v-
Charles Laughton hinn gam-
alkunni brezki kvikmyndaleik-
ari er nú 63 ára og hefur orðið
að leggjast inn á sjúkrahús í
Hollywood þar sem gera þarf
hrygg-uppskurð á honum. Hef-
ur hann að undanförnu þjáðst
af brjósklosi og iskís.
úr fangelsi
Gaston Dominici suður-
franski bóndinn sem var dæmd-
ur til dauða fyrir morð á brezk
um ferðamönnum sem tjölduðu
hjá bæ hans, en hlaut síðan
náðun og ævilangt fangelsi, hef-
ur nú verið fluttur úr fangels-
inu á sjúkrahús. Er talið að
hann sé að berja nestið.
JilBlSl ____......._
v' i:1.'. u.. ^ ^ „••
í Róm hefur kinverskur kven
rithöfundur að nafni In Chen
tekið sér á leigu fbúð. Hún
kveðst ætla að dveljast eitt ár
í borginni eilífu til að kynna
sér ástarsiði vesturlandabúa.
Ætlar hún síðar að skrifa bók
um ðstir í öllum heimsálfum.
David Ben Gurion forsætis-
ráðherra ísrael hefur gefið út
tilskipun, sem bannar algerlega
svínarækt í ísrael. Trú Gyðinga
kennir að svín séu óhrein dýr.
eftir 26 ár
Játvarður hertogi af Windsor
og fyrrum Bretakonungur hefur
nú loksins fengið leyfi til að
snúa aftur til heimalands síns
Bretlands. Nú eru 26 ár liðin
síðan hann sagði af sér kon-
ungdómi árið 1936. Allan þann
tíma hefur hann dvalizt aðeins
tvær klst. á brezkri grund. —
Mest hefur hann dvalizt í Frakk
landi. Hann fékk t.d. ekki leyfi
til að vera viðstaddur krýningu
Elísabetar drottningar, varð að
láta sér nægja að horfa á at-
höfnina i sjónvarpi í París.
sendiherra
Charles E. Bohlen einn
fremsti utanríkismálasérfræð-
ingur Bandaríkjanna pm margra
áratuga skeið hefur nú verið
skipaður sendiherra Bandaríkj-
anna í París, í stað Gavins frá-
farandi sendiherra.
fangelsi í Leningrad
-v-
Frederick Greensmith vél-
stjóri á brezka flutningaskipinu
Baltic Merchant var nýlega
staddur með skipi sinu í Lenin-
grad. Hann var fyrir nokkrum
dögum dæmdur í 15 daga fang-
elsi í Leningrad. Var hann sak-
aður um að hafa ráðizt með bar
smíðum að rússneskum liðsfor-
ingja, sem hann hitti á kaffi-
húsi í borginni.
SÞ gagnlausar
Herbert Hoover sem var for-
seti Bandáríkjánna á undan
Roosevelt er enn á lífi, orðinn
maður fjörgamall. Hann hefur
lagt til að vestrænar þjóðir
hætti þátttöku í Sameinuðu
þjóðunum og stofni þess í stað
samtök frjálsra þjóða án þátt-
töku kommúnistaríkjanna. —
Hann sagði nýlega: „Við verð-
um að gera okkur grein fyrir
þvi, að Sameinuðu þjóðunum
hefur algerlega mistekizt að
tryggja friðinn, — þær skapa
okkur þvert á móti aukna stríðs
hættu.
í Bournemouth í Suður Engl-
landi samþykkti Queens Park
Golfklúbburinn að veita fjögurra
ára snáða Andrew McConnell
inngöngu í klúbbinn vegna ó-
venjulegrar hæfni í golfleik.
ölvun við akstur
■w-
Lord Haxmantown hinn ungi
hálfbróðir Tony Armstrong
Jones greifa af Snowdon hefur
verið leiddur fyrir rétt í Lond-
on, sakaður um ölvun við akst-
ur. Slík kæra þykir mjög til
álitshnekkis brezkum aðals-
manni.
heimili og pólitík
Edward Schultz heitir fram-
bjóðandi Demokrataflokksins í
héraði einu í Massachusetts í
fylkisþingkosningunum sem þar
fara fram í haust. Einn fram-
bjóðandi býður sig fram á móti
honum fyrir Republikanaflokk-
inn og heitir frú Mildred
Schultz. Það er kona hans.
heiðursborgari
-'C-
Stephen Young heitir banda-
rískur öldungardeiidarmaður,
fyrir Ohio-ríki, sem hefur lagt
fram tiliögu um að Sir Winston
Curchill verði kjörinn heiðurs-
ríkisborgari Bandaríkjanna. í
ræðu fyrir þessari tilögu sagði
Young m.a.: Eftir, þúsund ár
mun fólk á hinum fjarlægustu
stöðum enn senda Winston
Curchiil þakkir.
hvíld í Sviss
, <9
Tsjonibe forsætisráðherra
Katanga er kominn til Sviss
þar sem hann ætlar að njóta
hvíldar og hressingar í nokkrar
vikur. Deilur eru að nýju hafn
ar um réttarstöðu Katanga, rík
asta héraðs Kongo.
með hálsbólgu
<9
Dinah Shore bandaríska dæg
urlagasöngkonan, ætlaði nýlega
að halda söngskemmtun í hinu
risastóra Hollywood Bowl. Hún
varð að hætta við það á síðustu •
stundu og sendi afsökunar-
beiðni til aðdáenda sinna. Hún
hafði fengið hálsbólgu og var
raddlaus. Fyrir þremur mánuð-
um skildi hún við Georg Mont-
gomery ieikara eftir 18 ára hjú-
skap.
Við andlát I’sleifs Árnasonar
borgardómara ,sem lézt 7. þ.m.,
er stórt skarð höggvið í fylkingu
íslenzkra lögfræðinga, því með
honum féll í valinn fyrir aldur
fram einn af hæfustu dómurum
landsins.
ísleifur Árnason, sem eigi varð
nema 62 ára, fæddist að Geita-
skarði í Langadal 20. apríl árið
1900. Var hann sonur merkishjón-
anna Árna Þorkelssonar hrepp-
stjóra og Hildar Sveinsdóttur, sem
lengi bjuggu á Geitaskarði og
gerðu þann garð frægan með stór-
myndarlegum búskap sínum þar.
Hefur það að líkindum verið ætl-
unin, að ísleifur tæki við óðali
foreldra sinna, því hann hóf náms-
braut sína með búnaðarskólanámi
á Hólum í Hjaltadal. Hann hvarf
þó brátt til annarra húgðarefna,
því hugur hans stefndi til víðtæk-
ari menntunar. Lauk hann stúd-
entsprófi frá Menntaskólanum í
Reykjavík árið 1923, en prófi í lög-
um með hárri einkunn veturinn
1927. Að laganámi loknu valdi ís-
leifur þann kostinn að gerast em-
bættismaður óg réðst hann í árs-
byrjun 1928 fulltrúi til Jóhannesar
Jóhannessonar bæjarfógeta í Rvík
og starfaði áfram við það embætti
eftir að því hafði verið skipt, sem
fulltrúi lögmannsins Björns Þórð-
arsonar, síðar forsætisráðherra.
Gegndi ísleifur fulltrúastörfum þar
í hartnær átta ár og fór einkum
með dómstörf í bæjarþings- og
sjódómsmálum. Mun hann á þessu
tímabili hafa dæmt fleiri einka-
mál en nokkur annar samtíma
héraðsdómari. Komu þá þegar í
ljós hinir ágætu dómarahæfileikar
hans. Árið 1935 hélt ísleifur til
útlanda til framhaldsnáms í lög-
um og var því næst skipaður pró-
fessor við Háskóla íslands síð-
sumars 1936. Kennslustörfin fóru
honum vel úr hendi jafnt og dóm-
arastörfin áður, enda hafði hann
þegar töluverða reynslu á því
sviði, en hann hafði þá kennt
verzlunarrétt í Verzlunarskóla Is-
lands allt frá haustinu 1927. Hélt
hann þeirri kennslu áfram eftir áð
hann varð prófessor til ársloka
1942. Á þessum árum (1936) gaf
hann út Islenzkan verzlunarrétt,
handhæga kennslubók í þeirri
grein. Menn kunnugir kennslustörf
um Isleif hafa tjáð mér, að hann
hafi verið góður kennari og vin-
sæll af nemendum sinum bæði í
Verzlunarskólanum og Háskólan-
um. Þótti hann skýr og fræðandi
í kennslustundum, en kurteis og
Ijúfur í framgöngu og vildi í hví-
vetna greiða götu nemenda sinna.
Á þessum árum gegndi Isleifur
Árnason auk kennslustarfanna
mörgum trúnaðarstörfum öðrum.
Hann átti sæti í brezk-íslenzkri
matsnefnd, sem stofnuð var eftir
hernám íslands árið 1940 og jafn-
framt sat hann í íslenzk-amerískri
■ skaðabótanefnd, sem sett var á
laggirnar ári síðar. Sem prófessor
í lögum var hann jafnframt vara-
dómari í Hæstarétti og var settur
dómari þar frá l.xjan. 1943 til
septembermánaðar 1944 — meðan
þáverandi hæstaréttardómari Einar
Arnórsson var dómsmálaráðherra.
Þá var ísleifur fyrsti formaður
Húsaleigunefndar Reykjavíkur og
gegndi þeim starfa um hartnær 4
ára skeið. Prófdómari við mál-
flutningsprófraunir héraðsdóms-
lögmanna var hann frá 1937 til
æviloka og einnig sat hann árum
saman í stjórnarnefnd ríkisspítal-
anna. Hann var skipaður dómari
í Félagsdómi árið 1945, en hafði
áður gegnt varadómarastörfum
þar.
Árið 1948 lét ísleifur af kennslu
störfum og voru kraftar hans eftir
það nær eingöngu helgaðir dóm-
störfum. Var hann dómari við
borgardómaraembættið f Reykja-
vík og fjallaði þar einkum um sjó-
og verzlunardómsmál. Var hann
enn sem fyrr í miklu áliti sem
dómari og éinatt til þess fenginn
að skera úr málum manna í gerð-
ardómum, er aðiljar mála kusu
heldur að leysa ágreining sinn með
því að leggja hann í gerð, en að
hlíta þunglamalegum og kostnað-
arsömum seinagangi fyrir hinum
almennu dómstólum.
I samstarfi var Isleifur hinn
ágætasti félagi, enda drengur göð-
ur að eðlisfari, mildur í lund, rétt-
sýnn og sanngjarn í dómum um
menn og málefni, hvort heldur
hann sat að dómstörfum eSa f
hópi félaga sinna. Átti sá er þetta
ritar samleið með honum árum
saman. Fyrst í Háskólanum og því
næst sem fulltrúi lögmannsins í
Reykjavík um fimm ára skeið, og
naut þá sem yngri maður í starfi
ráða hans og leiðbeininga. Síðar
lágu leiðir okkar enn saman, er
ísleifur varð dómari í Félagsdómi
árið 1945, en í þeim dómi átti
hann sæti til dauðadags. Kynntist
ég þá betur en áður hinum ágætu
dómarahæfileikum hans og glögg-
skyggni. Var samstarf okkar þar
hið ánægjulegasta og mikils virði
að geta rætt þau lögfræðilegu úr-
lausnarefni, sem til álita komu, við
svo dómspakan og lögfróðan mann
sem ísleifur var. Hið eina sem á
skyggði í því samstarfi var þverr-
andi heilsa hans hin síðari árin
og nú síðast ársfjarvera vegna
þess sjúkdóms, sem að lokum varð
honum að aldurtila.
Eins og flestir aðrir átti ísleifur
við ýmsa erfiðleika að stríða f lífi
sínu og starfi, en í móti kom sú
gæfan, sem drýgst varð, að hann
fékk hinnar ágætustu konu, Soffíu
Gísladóttur stórkaupmanns John-
sen. Mun það eigi kunnugt nema
þeim, sem bezt þekkja, hve ríkan
þátt hún tók í viðhorfum eigin-
manns síns í meðbyr og mótvind-
um lífsins og nú síðast veitti hon-
um styrk og umhyggju í lang-
vinnum veikindum hans.
Vil ég ljúka þessum línum með
þvf að votta henni, börnum þeirra
hjóna og öðrum vandamönnum
samúð og hluttekningu á erfiðum
tímamótum.
Hákon Guðmundsson.
GeisEun 40-föld
Geislamagn í ryki yfir Tokyo i
og Osaka i Japan hefur aukizt1
10—40-falt síðan Rússar hófuj
kjarnorkusprengingar sínar fyr- (
ir nokkru. Eru það vísindamenn 1
í Japan, sem framkvæmt hafaj
mælingar á þessu og veðurstof- (
an japanska birt niðurstöðurn- <
ar. Þann 10. ágúst var geisla-j
magnið yfir Osaka 21 „niicro- (
microcurie” og 76 í ryki í \
Tokyo. Venjulega er geisla- \
magnið yfir borgum þessum um (
tvö „micromicrocurie ‘ í hverj- ]
um teningsmetra lofts.