Vísir - 17.08.1962, Blaðsíða 16

Vísir - 17.08.1962, Blaðsíða 16
VISIR Föstudagur 17. ágúst 1962. Blaðamenn BLAÐAMANNAKLÚBBURINN opn ar í kvöld klukkan hálf níu í turn- herberginu á Hótel Borg. Island kom mjög á óvart segir Balling Danski leikstjórinn Erik Balling, sem stjórnaði upptöku kvikmynd- arinnar 79 af stöðinni er nú kom- inn heim til Danmerkur og hefur átt viðtöi við Kaupmannahafnar- blöðin, þar sem hann fer mjög Kjartan sýnir Kjartan Ó. Bjarnason kvik- myndatökumaður er nýfarinn í sýningarför um Vesturland, þar sem hann sýnir ýmsar kvikmyndir, bæði nýjar og gamlar, sem hann hefur tekið. Meðal mynda sem hann sýnir er kvikmyndin „íslenzk börn“, þar sem þau eru ýmist að leik eða starfi og jafnt til sjávar sem sveita, en þá kvikmynd telur Framhald á bls. 5. lofsamlegum orðum um íslendinga þá sem hann átti samstarf við. Hann segist hafa orðið stórlega hrifinn af því hve íslendingar stóðu hátt í menningarlegu tilliti, þar sem m.a. voru þrjú Ieikhús í Reykjavík, borg á stærð við Esbjerg, Þjóðleik- húsið og tvö áhugamannaleikhús. Baljing segist verða að viður- kenna, að hann hafi ekki gert sér háar hugmyndir um íslenzka leik- ara áður en hann lagði af stað til Islands. En hann varð undrandi. Ég hélt að þeir hefðu gamal- dags dálítið þungan leikstíl. En svo kom í ljós, að margir þeirra voru útlærðir frá London og New York, — sumir voru nemendur sjálfs Elia Kasans og þeir léku á nýtízkulegan hátt, létt og afslappað, sem við þekkjum alls ekki hér í Danmörku. Það var mikil ánægja að vinna með þeim. Fyrsta nesku Þetta er fyrsta myndin, að vísu aðeins teikning, sem Rússar hafa sent út frá sér af eldflaug- um þeim, sem báru geimskip þeirra Nikolajevs og Popovichs á Ioft. Það var Tass-fréttastofan sem sendi þær út í fyrradag og fylgir sú skýring með að teiknari sem var viðstaddur geimskotið hafi gert myndina. Enn er sáralítið vitað um gerð eldflauganna rússnesku og geim- förin. Menn hallast þó fremur að því að geimskipin tvö sem nú var skotið muni hafa verið lítið eitt þyngri og stærri en fyrri Vísitasía Biskupinn yfir Islandi, herra Sigur- björn Einarsson, er nú á vísitasíu- ferð um Suður-Þingeyjarsýslu. — Lagði hann af stað í ferðina þann 6. ágúst og mun hún standa til 22. ágúst. Suður-Þingeyjarsýsla er fimmta prófastsdæmið, sem biskup vísiter- Framhald á bls. 5. Danska lögreglan ræðst 6 ræningjaskipiB Mercur Fjórir grímuklæddir handfeknir í fyrrinótt lét danska lög reglan til skarar skríða gegn hinu óhugnanlega sjó ræningjaskipi Radio Merc- ur á Eyrarsundi, sem vopn Arekstur Um hádegisleytið í gær varð allharður árekstur inns á Laugaveginum móts við Bíla- smiojuna. Fólksbifreið var ekið aftan á vörubíl og skemmdist fólksbíllinn mikið, eins og myndin sýnir. aðir grímuklæddir menn höfðu verið á ferli í síðustu daga. Um kl. 4 um nóttina sigldu fimmtán danskir lögreglumenn á tveimur tollbátum út að skipinu, réðust til uppgöngu í það og hand- tóku fjóra grímumenn um borð í því. Hinir handteknu voru fluttir í land og eru hafðir í haldi. Engar upplýsingar hafa enn verið gefnar' um þjóðerni þeirra. Með þessari !ög | regluárás er talið að sögu sjóræn- [ ingjaútvarpsstöðvarinnar Radio j Mercur sé lokið. Áður en atlagan var gerð hafði Viggo Kampmann forsætisráðherra haldið sérstakan fund með fjórum öðrum ráðherrum til að ræða um hina lagalegu hlið málsins. Með forsætisráðherranum á fundi þess- um voru Jens Otto Kragh utanríkis ráðherra, Hans Hækkerup dóms- málaráðherra og Poul Hansen land- varnarráðherra. ! Hafa dönsku blöðin gefið þessum | fimm ráðherrum heitið „styrjaldar- ráðið“. En hér var við óvanlega \ viðkvæmt vandamál að fást. Spurn- i ingin var hvort danska lögreglan J gæti haft afskipti af skipi, sem væri á alþjóðlega opnu hafi utan við 1 landhelgi Danmerkur. Hver sem I niðurstaðan varð af því ákvað ráðið 1 ; að láta til skarar skríða. En skip \ j Radio Mercur hefur siglt undir fána ' Libanons. ; mynd af rúss- geimflaugunum geimskip þeirra Gagarins og Titovs. Eftir tcikningu þeirri sem Rússar hafa nú birt eru eldflaug ar þær sem notaðar voru risa- stórar tveggja þrepa eldflaugar. Fremsti l hlutinn eða trjónan er sjálft geimskipið. Samkvæmt upplýsingum frá Landssambandi ísl. útvegsmanna í morgun nam heildar síldaraflinn sl. sólarhring 31.990 málum og tunn- um. Það voru 58 skip, sem fengu þennan afla og þar af 55 á austur- svæðinu, en aðeins 3 sem fóru með afla sinn til Siglufjárðar. I gær var sama og engin veiði! úti fyrir Norðurlandi, hvorki á Kol [ beinseyjarsvæðinu né Vestursvæð- ' inu þar sem Ægir hafði fundið síld. j Aðeins var vitað um Önnu frá Siglu | firði sem hafði fengið 450 tunnur og fjóra aðra báta með um 100 tunnur. Nokkrir bátar voru á Kol- beinseyjarsvæðinu, en nú munu þeir allir vera á austurleið. í Húnaflóa varð Ægir enn lítils- háttar var síldar. Miklu líflegra er á austursvæð- inu. Pétur Thorsteinsson fann dá- litla síld á Héraðsflóa og eru skip nú á leið þangað. Aðalveiðin var í gær á Tanga- flaki sem er um 40 mílur austur af Gerpi. Þar var ágætis veiði en aðallega millisíld og stöku bátar lentu í smásíld. Enn þá sunnar eða við Seley og suður af Hvalbak var hins vegar góð og stór síld. Þangað fara bát- ar sem eru með stórriðnar nætur og fengu nokkrir þeirra 100 — 400 tunnur af góðri söltunarsíld. Framhald á bls. 5. Annréki við bílaskoðun Ökumenn, sem vanrækt hafa undanfarið að láta skoða bifreiðar sínar í ársskoðun Bifreiðaeftirlits- ins, hafa undanfarna daga þyrpzt svo til skoðunar að skoðunarmenn hafa orðið að skoða helmingi fleiri bíla á dag heldur en áætlað er að þeir afgreiði. Þessi aðsókn jókst svona gífur- lega við það er lögreglan tók að beita sektarákvæðum fyrir van- rækslu við að mæta til skoðunar með bifreiðar, enda er nú hver síðastur með að láta skoða farar- tæki sín. iijiöi i ;;.j n 11

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.