Vísir - 17.08.1962, Blaðsíða 5

Vísir - 17.08.1962, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 16. ágúst 1962. VISIR Mesta pe, sögu Ban í fyrrinótt var framkvæmt mesta peningarán f allri sögu Bandaríkjanna. Glæpamönnum, sem voru vopnaðir vélbyssum tókst að stöðva og ná á sitt vald póstflutningabifreið er var með peningasendingar samtals að upphæð V/2 milljón doliara eða um 63 milljónir króna. Glæpamennirnir bundu tvo bíl ar. Póstmfennirnir uggðu ekki að sér og sem hverjir aðrir lög- hlýðnir borgarar námu þeir stað- ar. • Augnabliki síðar horfðu þeir inn í hlaupin á tveimur vélbyss- um. Það var þýðingarlaust fyrir þá að reyna að grípa til skamm- byssanna, sem þeir höfðu sér til Póstbíl með 63 mill|. rænt stjóra póstbifreiðarinnar og kom ust á brott með alla póstpokana og er ekkert meira um þá vitað. • Rannsókn bandarísku ríkislög reglunnar leiðir í Ijós að stór bófaflokkur hefur verið hér að verki og hafði undirbúið ránið með feikilegri nákvæmni og víð- tækum aðgerðum. Þetta gerðist skömmu fyrir miðnætti á þjóðvegihum milli Cape Cod og Boston í Massachu setts. Póstvagninn sem var stór brynvarin bifreið og er notuð til að flytja peningasendingar frá bönkum á Cape Cod ók með um 75 km hraða eftir veginum. Skyndilega ók önnur bifreið með miklum hraða fram úr henni, nam staðar nokkru fyrir framan og út úr henni steig mað ur í Iögreglueinkennisbúningi og veifaði til tveggja bílstjóra póstbifreiðarinnar að nema stað- varnar. Þeir létu hinir þægustu afvopna sig og afhentu lykla að flutningahólfi bifreiðarinnar. Glæpamaðurinn í lögreglubún ingnum tók nú við stjórn póst- bifreiðarinnar og ók henni áfram í ró og næði, enda hefur það nú komið í ljós, að glæpamanna- flokkurinn hafði undirbúið ránið með þvf að setja lokunarvega- skilti á alla hliðarvegi. Þeir voru því einir og réðu öllu á þjóðveg- inum þessa nótt. Þeir óku póstbifreiðinni um veginn í rúma klukkustund, námu staðar þrisvar sinnum til þess að flytja póstpoka yfir í bíla sem félagar þeirra óku að póstbifreiðinni. Þegar þeir höfðu tæmt póst- bílinn bundu þeir póstmennina tvo rækilega og óku brott með allan feng sinn. aran / janna Póstmönnunum tókst með erf- iðismunum að slíta sig úr bönd- um og kölluðu á lögregluna. En hún hefur ekkert fundið, sem leitt geti hana á slóð glæpa- mannanna. Farþegabílana, sem glæpamennirnir notuðu hefur hún fundið á víð og dreif í ná- grenninu, þeim öllum höfðu bóf- amir stolið. Engin fingraför hafa fundizt enda vora allir bófamir með hvíta silkihanzka á hönd- Grunur leikur á að tveir af tíu hættulegustu glæpamönnum Bandaríkjanna að nafni Nuss- baum og Wilcoxson hafi verið þarna að verki. Sá grunur bygg- ist á því einu, að þeir munu ganga lausir og eru þekktir fyrir þaðihve vel þeir hafa skipulagt bankarán og notað við þau vél- byssur og jafnvel handsprengj- ur. Síldin — Póstbílstjórarnir villa sér sýn. tveir, sem létu lögreglubúning glæpamannsins runi að Geitháisi Á þriðjudagskvöldið kom upp eld- ur i veitingasölunni að Geithálsi og olli talsverðum skemmdum. Var það mest fyrir skjót viðbrögð nær- staddra að húsið' varð ekki alelda og eftir stæðu rústir einar. Veitingasala þessi er ekki í gamla húsinu að Geithálsi heldur skúrbyggingu niður við veginn. Óhappið vildi til seint á þriðju- dagskvöldið og voru nokkrir gest- ir inni. Olíuofn stóð á miðju gólfi og þegar minnst varði fuðraði hann upp, valt um svo að olía rann um allt gólf. Blossaði hún þegar upp, og var ekki meira en svo að viðskiptavinirnir gætu forðað sér út. Fylltist brátt allt af reyk og eldi. Brustu rúður f hitanum. Nærstaddir gátu náð í vatn í á, sem er spölkorn frá, í fötur og tókst að ráða niðurlögum eldsins áður en allt varð alelda. Miklar skemmdir urðu þó. Allt sviðnaði inni, klæðning og annað. Slökkviliðið var kallað til hjálp- ar fyrir tilstilli leigubíla sem höfðu talstöðvar, en eins og fyrr segir tókst að slökkva eldinn áður en til kasta slökkviliðsins kæmi. Framh. af 16. sfðu: Löndunarbið er nú víðast hvar á Austfjörðum, ekki þó vegna þess að þróarpláss vanti, heldur bið eftir að komast að löndunartækj- um. Engri síld hefur verið landað í Iengri tíma á Raufarhöfn, en hald- ið er áfram að bræða úr þróm. Búizt er við að hráefnið þrjóti á mánudaginn ef ekkert meira bæt- ist við. Eftirtalin skip fengú 500 mál og tunnuf eða meira: Hrönn II 500, Hvanney 500, Berg vík 700, Freyja 600, Helgi Helgason 50, Pálína 900, Tjaldur 500, Ófeigur j II 550, Hannes lóðs 500, Hilmir j 600, Gísli lóðs 800, Gullver 500, ; Ásgeir 500, Fiskaskagi 750, Skipa- skagi 700, Guðbjörg GK 650, Gull- faxi 800, Guðmundur Þórðarson RE 1400, Jón Guðmundsson 700, Þorbjörg GK 550, Jón á Stapa 550, Hringver 750, Ingiber Ólafsson 900, Fákur 750, Helga RE 1000,' Stein- grímur Trölli 800, Víðir SU 700, Seley 800, Skírnir 1000, Akraborg! 1200, Sæfell 900, Sigurkarfi 1400, j Jökull 700, Þorleifur Rögnvaldsson j 600 og Rifsnes 500. Skemmtiferð Óðins Á morgun efnir málfundafé- lagið Óðinn til skemmtiferðar upp í Borgarfjörð. Lagt verður af stað frá Sjálfstæðishúsinu kl. 2 á laugardag, ekið um Hval- fjörð, yfir Dragháls um Skorra- dal, Bæjarsveit, Reykholt og í Æfing — Framhald af bls. 1. í bátnum eru tvær árar, en ekki lætur hann vel að stjórn enda kringlóttur og ekki virðist hann vera gangmikill. Mynd þessi er tekin inni í bátn um eftir að tjaldað hafði verið yfir hann. Talið frá vinstri eru á myndinni Ragnheiður Sigur- grímsdóttir, Gerhard Olsen, Laila Andrésson og Harald Snæ- hólm. Kjarton — Húsafellsskóg, þar sem tjaldað verður. Á sunnudag verður ekið í Kalmanstungu, gengið í Surts- helli og komið heim um Kalda- dal og Þingvelli. Upplýsingar í símum 33-4-88, 20-8-59 og 3-29-87. Farmiðar verða afhentir í Valhöll í lcvöld kl. 6-10. Vísitasía Framhald af bls. 16. ar. — Hefur hann áður farið um Barðaströnd, Norður-Þingeyjár- sýslu, Rangárvallasýslu og Árnes- sýslu. í Norður-Þingeyjarprófastsdæmi eru sex prestar og 17 kirkjur. Pró- fastur þar er síra Friðrik A. Frið- riksson. í för með biskupinum er kona hans og ritari. í dag vísiterar bisk- upinn Ljósavatnskirkju í Vatns- endaprestakalli. .iiiðinei hssfði verið Myndin sýnir veitingaskálann á Geithálsi eftir brunann. Verið er að gera við skemmdirnar. Framhald af 16. síðu: Kjartan í röð hinna beztu sem hann hefur tekið. Auk barnakvikmyndarinnar sýnir Kjartan margar aðrar kvikmyndir eldri sem yngri, bæði sem hann hefur tekið héf heima og erlendis. Meðal þeirra eru ýmsar íþrótta- kvikmyndir svo sem af skíðalands- mótinu á Akureyri um s.I. páska, frá skíðamótum í Holmenkollen í Noregi og Zakopane í Póllandi, þar sem frægustu skíðamenn heimsins eru meðal keppenda, knattspyrnu- j stjórn happdrættisins keppni milli íslendinga og Norð- : ekki rétt. Trésmiðuri manna og milli Brazilíumanna og Svía, handknattleikskeppni F. H. og þýzka liðsins frá Esslingen, keppni í listhlaupi á skautum í Noregi og frá veðreiðum á ýms- um hestamannamótum víðs vegar um land svo og frá heimsmóti hestamanna í Stokkhólmi. Loks eru svo myndir af mótum og þjóð- hátíðum eins og 17. júní í Rvík, skátamóti á Þingvöllum og Þjóð- hátíð í Vestmannaeyjum. Happdrætti Alþýðublaðsins hef- ur beðið um leiðréttingu við frétt, sem birtist í Vísi í fyrradag þess eðlis, að maður einn í Hafnarfirði hefði verið búinn að framlengja happdrættismiða, sem bíll kom síð- an upp á, hjá happdrættinu. Segir að þetta sé ekki rétt. Trésmiðurinn, sem hér hafi átt hlút að máli, hafi fyrri hluta ársins 1961 hætt að fram- lengja míða þennan og hafi hann ásamt fleiri óseldum númerum í Hafnarfirði þá verið fluttur til að- alumboðsins í Reykjavík. Maður- inn hafi síðan keypt miða að nýju í happdrættinu, en þá fengið nýtt númer, þar sem gamli miðinn hafi þá verið kominn í annað umboð. Hér sé því um misskilning að ræða. /

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.