Tölvumál - 01.10.1992, Page 19

Tölvumál - 01.10.1992, Page 19
Október 1992 slokkna. Við höfum séð ýmsar tæknilausnir verða að stórveld- um og við höfum séð aðrar tæknilausnir deyja, sumar jafn- snögglega og þær birtust en aðrar hægt og bítandi. Því borgar sig að flýta sér hægt. Færð hafa verið allgóð rök fyrir því, að fyrirtæki þroskist í gegnum bernsku yfir á ungdómsár og þaðan til þroska. Sama gildir um tölvutækni og aðra tækni. Mörg okkar hér inni fá glampa í augun þegar hugsað er til gömlu, góðu daganna þegar við fiktuðum í bitum og bætum, vorum ómissandi allan sólar- hringinn og nutum aðdáunar fyrir það hvað gera mátti í tölvunum "okkar". En þessi tími er liðinn og nú hafa tekið við önnur mark- mið. Sannað hefur verið að það er hægt að gera hlutinn, nú skal gera hann af hagkvæmni og fullkomnun. Og það sem skiptir máli er að fá alltaf þjónustu, - fullkoma þjónustu og hagkvæma þjónustu. Sem dæmi um þessar breyttu áherslur get ég nefnt að Reiknistofan hefur á umliðnu ári veitt viðskiptavinum sínum fullan aðgang í 99,97% af opnunartíma bankaogstefnirí 100%. Svartími Reiknistofunnar er nú innan vélar vel innan við hálfa sekúndu að jafnaði en mismunandi sendi- hraði getur lengt þann tíma. Og komið hafa heilu mánuðirnir þar . sem ekkert rof er í vinnslukerfum. Og þetta eru nú kröfurnar í dag til iðnfyrirtækja sem þessar stór- tölvumiðstöðvar eru. En það þarf meðal annars vélarafl til að veita góða þjónustu. Og það er í rauninni svolítið broslegt að þurfa að skammast sín fyrir að biðja um meira vélarafl vegna þess að þjónustan er vinsæl! En svona er það nú samt. Stórtölvur kosta margar krónur en þær gera líka margt. Og þá er ég ef til vill aftur farinn að nálgast kjarna málsins þegar ég kem að næsta þætti spurningarinnar sem er: Getum við ekki flutt eitthvað yfir á ódýrari vélar? Nokkrar leiðir eru færar vilji maður sleppa ódýrara frá tölvu- væðingu. Fyrst gæti maður ein- faldlega hætt við að tölvuvæða. Þetta er vafalaust besti kosturinn í ákveðnum tilvikum. Því næst gæti maður keypt gamlar vélar. Þetta er að mörgu leyti álitlegur kostur en er ekki alltaf eins hag- kvæmur og ætla mætti. Þarna er að mörgu að hyggja og það fer vissulega eftir aðstæðum hvort þetta er skynsamlegt. Næst mætti skoða hvort ekki sé hægt að brjóta tölvukerfið í viðráðanleg- ar einingar þannig að val verði urn fleiri verðflokka tölva en áður. En þegar að lokum er tekin ákvörðun, þá er það hagkvæmnin sem verður að ráða. Því skulum við aðeins skoða fjármál og hag- kvæmni sniðsmækkunar. Eg vil taka það fram, að ég hef því miður ekki beinar tölur fyrir íslenskan rnarkað enda skiptir það litlu máli fyrir Reiknistofuna heldur eru þetta nýjar tölur af breska markaðnum. Það verður að taka fram, að markaður fyrir stórtölvur á íslandi er óverulegur og því leita öll stórtöl vufyrirtækin til stærri markaða varðandi upplýsingar og í tilfelli Reikni- stofunnar hefur það fyrst og fremst verið á breska markaðinn. Við skulum í upphafi gefa okkur 5 mismunandi útfærslumögu- leika: 1. Vinnustöðvar / einmennings- tölvur, þar með talið biðlari/miðlari og staðarnet. 2. Meðalstórar tölvur bæði með opnum kerfum og sérkerfum. 3. Stórtölvur, aðallega í sér- kerfum en opnu kerfin bjóðast nú í því umhverfi. 4. Dreifð vinnsla, sem væri sam- bland af 1,2 og 3. 5. Samvinnsla, sem væri sam- bland af 1,2 og 3. Þar sem leiðir4 og 5 eru sambland þeirra þriggja fyrstu mun ég ekki gera þeim frekari skil. Kostnaður við vinnustöðvar/ einmenningstölvur án vaxta og fjármagnskostnaðar og án verð- bólgu í fimm ár er að lágmarki £2.900 og getur náð allt að £8.000 fyrir venjuleg meðalkerfi. Til grundvallar er lagt: - Vélbúnaður £2.000 - £5.000 - Viðhald £200 - £500 - Hugbúnaður £200 - £500 - Prentari og staðamet £500 - £2.000 Kostnaður við meðalstórar tölvur fer nokkuð eftir fjölda IBM - Stórtölvur - kynslóðir 1964 System360, 370 TOS, DOS, OS 1978 1970 303x, 308x DOS/VS, OS/VS1 1985 4341 MVS 1985 3090, 4381 MVS/XA 1993 1990 ES9000 ESA 19 - Tölvumál

x

Tölvumál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.