Tölvumál - 01.10.1992, Síða 22
Október 1992
Hvers vegna er hugbúnaður svona dýr?
Nokkrar pottþéttar leiðir til að búa til rándýran hugbúnað!
Guðbjörg Sigurðardóttir, tölvunarfræðingur
Til eru margir hillumetrar af
góðum bókum senr kenna fólki
hvernig eigi að biia til góðan og
ódýran hugbúnað sem svarar
kröfurn notenda. Þessar bækur,
hver um sig, telja upp hundruð ef
ekki þúsundir ráða/reglna sem
æskilegt þykir að fara eftir við
hugbúnaðargerð.
Mikilvægi þess að tölvufólk nýti
sér slíkar bækur verður ekki
dregið í efa en oft reynist erfitt
að greina aðalatriðin frá auka-
atriðunum þegar kemur að því
að nota ráðin/reglurnar við
raunverulegar aðstæður.
Hvernig væri að skoða málið
frá öðru sjónarhomi? - Draga
fram í dagsljósið hvaða mistök
eru dýrust eða nreð öðrum
orðum hvernig maður fer að því
að búa til dýran hugbúnað.
Það eru tiltölulega fá atriði sem
skera úr um hvort hugbúnaður
verður rándýr eða ekki þrátt fyrir
þann aragrúa atriða sem nefnd
eru í bókum um hugbúnaðargerð
og verkefnastjórnun.
Þessi atriði verða talin upp hér á
eftir og eru aðalatriðin sett fram
sem ráð fyrir þá sem vilja búa til
dýran hugbúnað. Aðrir geta litið
á þau sem víti til varnaðar. Hér
koma svo ráðin:
1. Ekki kynna þér
stefnu fyrirtækisins
Ef fyrirtækið sem þú vinnur fyrir
hefur rnótað sér stefnu - þá gættu
þess að kynna þér hana ekki svo
að hugbúnaðurinn sem þú býrð
til verði örugglega ekki í sam-
rænii við hana. Þar með er
nokkuð víst, að þegar hugbún-
aðurinn er kominn í notkun,
rnunu koma fram kröfur um að
farið verði út í kostnaðarsamar
breytingar eða að byrjað verði
upp á nýtt.
2. Leystu vandamál
dagsins í dag og
hafðu ekki áhyggjur
af framtíðinni
Það er alkunna hvað erfitt er að
fá stjórnendur fyrirtækja til að
kynna sér tölvumálin vel hvað þá
að samþykkja áætlanir um tölvu-
væðingu, eitthvað fram í tímann.
Þegar búið er við þekkingar- og
áhugaleysi stjórnenda og það fer
saman með áætlanaleysi verður
útkoman afar ómarkviss vinnu-
brögð. Þetta þýðir dýrar lausnir
og tilviljanakennda forgangs-
röðun verkefna.
3. Ekki skipta
verkefnum í áfanga
Ef þú skipuleggur stór og sntá
verkefni þannig að þau séu einn
stór áfangi, svo að hvorki not-
endur né hugbúnaðarfólk sjái
árangur vinnu sinnar fyrr en
verkefninu er lokið, þá er öruggt
að fólk missir áhuga á verkefninu
og það dregst á langinn. Einnig
aukast líkur á því að mistök í
hönnun uppgötvist ekki fyrr en
allt kerfið er tilbúið og miklu
dýrara er að gera breytingar en
fyrr. Notkun frumgerða hefur
svipuð áhrif á notendur og
hugbúnaðarfólk og áfanga-
skipting verkefna - eftirvænting
og áhugi rekur verkefnin áfram.
Sem sagt, engar áfangaskiptingar
og engar frumgerðir.
4. Ekki eltast viö
tískusveiflur í
hugbúnaðargerðinni
Þróunarverkfræri (Case-tool) í dag
- hlutbundin hugbúnaðargerð á
morgun! Það er afgerandi þegar
maður gluggar í greinar urn
þróunarverkfæri, að flestir seni
hafa reynt þau telja að þegar til
lengri tíma er litið þá styttir
notkun þessara verkfæra
þróunartíma hugbúnaðar og
lækkar þar með kostnaðinn. Að
sjálfsögðu ganga allir í gegnum
byrjunarörðugleika og þurfa að
eyða töluverðum tíma í að læra
en þessi tími skilar sér seinna.
Þeir sem áhyggjur hafa af háu
verði á hugbúnaði hafa margir
sett allt sitt traust á hlutbundna
hugbúnaðargerð og þróunar-
verkfærihenni tengd. Teljamenn
að þessar aðferðir muni skila
meiri framleiðni m.a. með mikilli
endurnýtingu hluta og minni
viðhaldskostnaði eða með
öðrum orðunr ódýrari hug-
búnaði. Þeir sem vilja búa til
dýran hugbúnað ætlu því að
forðast öll verkfæri sem rekur á
fjörur þeirra.
Þá er konrið að hefðbundnum
greiningar- og hönnunar-
aðferðum (Yourdon, Myers,
Jackson). Urn þær gildirþað sama
og urn þróunarverkfærin - þær
22 - Tölvumál