Tölvumál - 01.10.1992, Side 29

Tölvumál - 01.10.1992, Side 29
Október 1992 Gallarnir eru hins vegar áþreifanlegir: - Sjálfvirka ruslasöfnun skortir. - Hverfitími er hár miðað við t.d. Smalltalk, Actor og Visual Basic. (Hverfitími er hér not- að sem sá tími, sem líður frá því að forriti er breytt og þar til það verður tilbúið til keyrslu.) - C++ er bastarður, þ.e. ekki hreint og tært hlutbundið for- ritunarmál. - Margir af göllum C erfast. Paradís endurnýtingarinnar? Eitt af lykilatriðum hlutbund- innar forritunar er endurnýting. Menn hafa séð fyrir sér klasasöfn sem hilluvöru og að hug- búnaðargerð muni felast í því að púsla saman klösum úr aðskiljanlegum klasasöfnum. Hugtakið "Software IC" hefur verið notað í þessu sambandi. Eftir lestur slíkra yfirlýsinga og framtíðarsýna, þá sér maður fyrir sér að geta t.d. notað klasasafn frá einum framleiðanda, sem sæi um gluggakerfið, annað klasa- safn frá öðrum framleiðanda, sem sæi um gagnasafnshlutann, eitt klasasafn sem sæi um útreikninga, enn annað klasasafn sem sæi um hljóðvinnslu, eitt safn sem sæi um greiningu á íslensku (t.d. með því að fara yfir stafsetningu og að finna mögulega stofna orða) og svo mætti lengi telja. Og það sem meira er: maður ætti að sjá fyrir sér að virkjun þessara klasasafna í einu forriti ætti að ganga vand- ræðalaust fyrir sig. Allt virðist þetta ætla að ganga upp þar til yfir okkur hellist ískaldur raunveruleikinn: - Nöfn klasa verða að vera einkvæm. - Enginn staðall er til fyrir algeng klasaheiti eins og "String", "Set", "OrderedCollection", "Dictionary", "Bag", "Stack". Það að nöfn klasa verði að vera einkvæm þýðir að engin stoð er fyrir "módúla" af klasasöfnum. Þar sem enginn staðall er til fyrir algeng klasaheiti, þá er árekstur milli nafna mjög líklegur og raunar tryggður eins og klasasöfn eru hönnuð í dag. Sem dæmi má nefnaklasann "String", sem fyrir- finnst bæði í Borland klasasafninu og C++/Views klasasafninu. Ekki er hægt að nota Borland 2String" í sama forriti og C++/Views "String". C++/Views Browser: adprent (window.cpp) File Application Edit Search View Classes Members Make Window: Display Public Methods Class Hotifier Object Ossoc Displag llindow Uiew AppUieu... PopupWindow Dialog fldloqin uoid update(Rectangle«,boolean) boolean user(unsigned,short,long) long winDispatch(Eoent&) ~Window() Window() Window(float,float,float,float,Window*,short) Window(int,int,int,int,Window*,short) Window(Frame&,Window*,short) WinType winType() uoid wrtText(char»,int,int) uoid wrtText(Strinq»,int,int) m Copyright (c) CNS Inc., 199«. flll rights reserued. $Date: 91/02/89 10:20:57 $ V $Reuision: 1.3 $ */ $source include$ extern "C" { ttinclude <string.h> ttinclude <stdarg.h> Mynd 2. Blaðarinn í C++/Views. 29 - Tölvumál

x

Tölvumál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.