Tölvumál - 01.10.1992, Qupperneq 31

Tölvumál - 01.10.1992, Qupperneq 31
TilkynningfráSÍ Faghópur um öryggi og endurskoðun töhrukerfástoffiaður 22. október í ágúst síðastliönum var gengið frá stofnun nýs faghóps innan SÍ. Markmið þessa hóps er að auka áhuga og þekkingu manna á tölvuöryggismálum. Til áhugahópsins var stofnað af fyrrverandi meðlimum Félags áhugamanna um tölvuendurskoðun (FÁT). FÁT var stofnað árið 1981 og frá þeim tíma hafa meðlimir haldið fundi reglulega þar sem ýmsir fyrirlesarar hafa haldið erindi. Árið 1985 var haldin vegleg ráðstefnu á vegum FÁT á Akureyri. Flún tókst í alla staði vel og aðsókn var mjög góð. Um þetta leiti blómstraði félagið hvað mest. Á síðustu tveimur árum minnkaði áhugi félagsmanna á starfseminni og var því ákveðið á síðasta aðalfundi að leggja félagið niður og sækja um inngöngu í SÍ sem sérstakur áhugahópur. Allir skráðir félagar í FÁT verða sjálfkrafa meðlimir í hinum nýja faghópi og SÍ, þeir eru nú um 50. Formaður hópsins er Jóns Sturla Sverrisson, tölvuöryggisfræðingur en með- stjórnendur eru Jón Ragnar Flöskuldsson yfirmaður Tölvu- miðstöðvar sparisjóðanna og Kjartan Nielsen. Það er von félagsmanna að þessi breyting verði til þess að auka áhuga manna á þessum málefnum og fá inn nýja meðlimi. Fyrsti fundur faghópsins verður haldinn í salarkynnum Verslunarskóla íslands þann 22. október 1992 klukkan 20:00. Þessi fundir er hugsaður til þess að bjóða nýjafélagavelkomnaog kynnavæntanlegastarfsemihópsins á komandi ári. Stjórn faghópsins vill hvetja alla þá sem hafa áhuga á öryggismálum tölvukerfa að koma á fundinn. Allir eru velkomnir.

x

Tölvumál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.