Tölvumál - 01.06.1993, Side 5
Frá formanni
Halidór Kristjánsson, formaður SÍ
Júní 1993
Ráðstefna um tölvu-
væðingu í kreppu
Hinn 29. aprfl síðastliðinn hélt
Skýrslutæknifélagið ráðstefnu
um málefnið Tölvuvæðing í
kreppu. Eins og heiti ráðstefn-
unnar gefur tilefni til var bæði
rætt um þann hag sem mætti hafa
af tölvum í kreppuástandi svo og
komu einstakir fyrirlesarar inn á
spurninguna um það hvort tölvu-
væðingin sem slík væri almennt
í kreppu.
Ráðstefnan var vel sótt og gerður
góður rómur að erindunum. Er
þeim sem að undirbúningi ráð-
stefnunnar stóðu þakkað fram-
lagið en ekki síður fyrirlesurum
sem, eins og jafnan áður, lögðu
á sig mikla vinnu til þess að gera
ráðstefnuna áhugaverða.
Karl H. Rosenbrock
forstjóri ETSI,
Fjarskiptastaðlaráðs
Evrópu, á ráðstefnu
Skýrslutæknifélagsins
í febrúar var haldinn hádegis-
fundur á vegum félagsins um ný
fjarskiptalög. Fundurinnvarmjög
vel sóttur og mikill áhugi sýndur
á því að Skýrslutæknifélagið
stæði fyrir því að fá hingað ein-
hvern sem gæti fjallað um þá
þróun sem átt hefur sér stað innan
Evrópu.
Nú hefur hvalreka borið á fjöru
okkar, því hr. Karl Heinz Rosen-
brock, forstjóri ETSI, Fjarskipta-
staðlaráðs Evrópu mun halda
erindi á ráðstefnu SÍ hinn 8. júní
næstkomandi. Ásamt honum mun
Guðmundur Olafsson, yfir-
maður Fjarskiptaeftirlits, fjalla
um fjarskiptastaðla og fjarskipta-
lög og áhrif þeirra á netmál innan
Evrópu.
Það er okkur mikil ánægja að
bjóða hann velkominn hingað til
lands.
Norddata ’93 í
Kaupmannahöfn
Þegar þetta er ritað er ekki vitað
hversu margir íslendingar sækja
COPE’IT ’93 í Kaupmannahöfn
um miðjan júní. Ráðstefnan nú
er ineð áhugaverðara móti, flestir
fyrirlestrarnir eru á ensku og lítið
um "sölufyrirlestra".
Norddata hefur tekið miklum
stakkaskiptum frá því að 2.400
manns sóttu hana á árum áður.
Framboð af alls konar ráðstefn-
um hefur aukist mikið og sérhæf-
ingin orðið meiri. Fáar ráðstefn-
ur bjóða þó jafn mikla breidd í
efnisvali og Norddata. Hún erþví
tilvalin fyrir tæknistjórnendur og
ráðgjafa sem vilja fá góða yfirsýn
yfir sviðið og hitta starfsbræður
frá Norðurlöndunum.
Staðallinn ÍST 32
endurskoðaður
Formaður Fagráðs f upplýsinga-
tækni hefur farið fram á það við
stjórn Skýrslutæknifélagsins að
hún myndi vinnuhóp til þess að
endurskoða staðalinn ÍST 32 en
hann fjallar um útboð á tölvu-
sviði. I þessu skyni er nú verið
að leita að áhugasömum ein-
staklingum sem eru reiðubúnir
að leggja verkinu lið með vinnu-
framlagi og geta lagt eitthvað að
mörkum til verksins. Stefnt er að
því að sem flest sjónarmið eigi
fulltrúa í vinnuhópnunt.
íslenskur
hugbúnaðariðnaður
í sviðsljósi
Að undanfömu hefur mikil um-
fjöllun átt sér stað urn íslenskan
hugbúnaðariðnað í fjölmiðlum.
Þessi umfjöllun er jákvæð og
vekur athygli á þessari grein sem
ekki hefur átt allt of greiðan
aðgang að þróunar- og áhættu-
fjármagni. Er það vonandi að
umfjöllunin verði til þess að
afstaða þeirra sem stjórna slíku
fjármagni verði jákvæðari.
I umfjöllun fjölmiðla er á hinn
bóginn ávallt sú hætta fyrir hendi
að of mikið sé gert úr þeim
vaxtarbroddum sem hér eru og
það leiði síðan til vonbrigða og
afturkipps í því jákvæða and-
rúmslofti sem nú ríkir í garð
greinarinnar.
Því ber að taka með vara allt hjal
um tugmilljarða veltu, upp-
sprengt gengi hlutabréfa og þörf
fyrir hundruð starfsmanna í einu
vetfangi. Slíkt skaðar greinina í
heild síðar, ef ekki verður úr
slíkum draumum.
Séu málin skoðuð í samhengi
sést að hér má gera góða hluti, en
það kostar tíma, fé og fyrirhöfn.
Sem dærni má nefna að velta
5 - Tölvumál