Tölvumál - 01.06.1993, Side 10

Tölvumál - 01.06.1993, Side 10
Júní 1993 Kildall. Kerfið keyrði á 8080 frá Intel og Z80 frá Zilog, sem var endurbætt útgáfa af 8080. CP/M kynnti ET-notendur fyrir textanum A> , sem ætíð birtist þegar slá mátti inn skipanir í stýrikerfinu. CP/M var eitt fyrsta ET-stýrikerfið sem var óháð forritunarmáli. Fyrir það mátti fá ýmis mál, t.d. CBASIC, BDS C og síðast en ekki síst dBase, sem náði fótfestu með hjálp CP/M er hefur dugað í meira en áratug (þótt Ashton-Tate, framleiðandi dBase, sé horfinn í hið óend- anlega NUL-tæki). Ritvinnslu- forritið WordStar var allsráðandi í CP/M ritvinnslu og töflu- reiknirinn SuperCalc seldist talsvert. Microsoft var þó ekki langt undan með Multiplan. Eitt helsta fyrirtækið á sviði innflutnings og sölu CP/M tölva á Islandi var Rafrás, en þeir seldu m.a. North Star tölvurnar og framleiddu einnig eigin raf- eindabúnað af ýmsu tagi. Flestar CP/M tölvur voru byggðar á tengibraut sem hét S-100 og var stöðluð á svipaðan hátt og EISA eða NuBus eru í dag. North Star tölvurnar buðu upp á gagna- geymslu á hörðum diskum, 5 og 10 Mb, og þótti geysileg framför. Rafrás seldi einnig viðskipta- hugbúnað sem skrifaður var í mállýsku af forritunarmálinu C. Einn af dyggustu notendum North Star var ritstjóri fyrsta íslenska tölvutímaritsins - Tölvublaðsins, Helgi Örn Viggósson. Eftir áskrifendasöfnun sem gekk vonum framar var þessu glæsi- lega riti hleypt af stokkunum og var áhugi bæði lesenda og útgef- enda mikill á þessu framtaki. Tölvublaðið kom út sem sjálfstætt blað um nokkurt skeið en var svo selt Frjálsu framtaki og loks sameinað Frjálsri verslun. Meðal frægustu CP/M tölva var Osborne 1, sem var fyrsta far- tölvan sem eitthvað kvað að. Hún hafði pínulítinn skjá og tvö disklingadrif, innbyggð í væna tösku sem vó tugi kílóa. Nokkrar slíkar tölvur voru fluttar inn til landsins, en Adam Osborne kafsigldi sig á skömmum tíma og fyrirtæki hans varð gjaldþrota. Sinclair og heitar lummur í Bretlandi var hugvitsmaðurinn Clive Sinclair upptekinn við að hanna tölvu sem yrði hlægilega ódýr og á allra færi að eignast. Afraksturinn varð SinclairZX80, tölva sem hafði 1K minni og Z80 örgjörva, en lyklaborðið var flatt plastþynnuborð sem var afar óþægilegt í notkun. ZX80 hafði ófullkomið BASIC sem réð aðeins við heiltölur og var að flestu leyti skref aftur á bak. Hið lága verð, aðeins 70 pund (í dag um 7.700 kr.) olli því hins vegar að hún seldist eins og heitar lummur og varð fyrsta tölva margra. Á eftir ZX80 kom ZX81 sem var öllu skárri, með fleytitölu-B ASIC og ýmsum fleiri möguleikum. Enn var lyklaborðið ófullkomið og frágangur tölvunnar lélegur. ZX81 seldist þó gífurlega vel. Sinclair gekk illa að græða á öllu saman og hann fór á hausinn fyrir rest, hvorki í fyrsta né síðasta skipti á ævinni. Friðrik Skúlason lætur á sér kræla Árið 1982 hóf Tölvubúðin inn- flutning tölva frá Atari, sem nýlega hafði skotist upp á stjömuhimininn. Atari-tölvurnar voru á margan hátt hannaðar fyrir leiki, og höfðu m.a. nokkuð góða litagrafík. Friðrik Skúlason veirugúrú með meiru var meðal fyrstu Atari-kaupenda og var fljótur að setja í tölvurnar full- kornna íslensku. Friðrik þekkti Atari-búnaðinn út og inn og var m.a. fenginn til að halda sumar- námskeið fyrir böm og unglinga á Atari-tölvur sumarið 1982 á vegum Tölvuskólans. Chuck Peddle og Sirius Meðal fyrstu ET sem fluttar vom til Islands með 16 bita örgjörva var Victor/Sirius. Að baki henni stóð Chuck Peddle, sem einnig hafði átt hlut að hönnun 6502 örgjörvans og stofnun Com- modore á sínum tíma. (Peddle þessi fór næst til Tandon, en ekki hef ég nýrri fréttir af ferðum hans um tölvuheima.) Sirius var með Intel 8088 örgjörva og stóð IBM PC framar að nærri öllu leyti. Meðal annars var hámarksminni hennar 896K en ekki 640K eins og í PC; hún bauð upp á inn- byggða 800x400 grafík, upp- setjanlegt lyklaborð og táknróf, hljóð (tal o.fl.) og disklingadrif sem geymdu yfir 1 Mb hvert meðan IBM bauð 180 Kb drif í PC. Talsvert seldist af Sirius í Evrópu, sérstaklega í Bretlandi og Þýskalandi, en minna af Victor í Bandaríkjunum. Victor/Sirius var m.a. notaður hér í Háskóla Islands,hjáPrentsmiðjunni Odda og hjá fjölmörgum einkaaðilum. Tölvulæsi og BBC 1981-1982 voru sýndir í sjón- varpinu þættir frá BBC sem hétu The Mighty Micro. I þeim var fjallað um hina yfirvofandi ör- gjörvabyltingu aukþess sem fólki var kennt að forrita og nota ein- 10 - Tölvumál

x

Tölvumál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.