Tölvumál - 01.06.1993, Blaðsíða 16
Júní 1993
Samstarf um landfræðilegt
upplýsingakerfi
Samkvæmtályktun Alþingis 1991
hefur umhverfisráðherra stofnað
til samstarfs stofnana og fyrirtækja
um gerð stafrænna staðfræði-
korta og gróðurkorta og til að
leggja drög að samræmdu land-
fræðilegu upplýsingakerfi fyrir
allt landið.
Markmiðið er að samhæfa vinnu
stofnana, lækka kostnað við öfl-
un og meðferð gagna og gera
stjórnsýsluna skilvirkari, m.a.
með því að auðvelda henni að-
gang að sem bestum upplýsingum
á hverjum tíma.
Til þess að ná settu marki var
hafið tilraunaverkefni 1991 með
samstarfi 22 stofnana. Verkefnið
felst í því að undirbúa uppbygg-
ingu gagnasafns og gera nokkur
staðfræðikort og gróðurkort
með þeini tækni sem notuð verð-
ur við kortagerð og gagnasöfn á
komandi árum.
Liður í tilraunaverkefninu er að
kanna hvaða gögn hinar ýmsu
stofnanir og fyrirtæki eiga og hafa
þörf fyrir. I því skyni verður
gerð þarfagreining á vegum verk-
efnisins vorið 1993 og verður
niðurstaðan lögð til grundvallar
fyrir tillögu að íslensku land-
fræðilegu upplýsingakerfi.
Landfræðilegt upplýsingakerfi,
LUK, er tölvukerfi sem geymir
staðbundnar, hnitbundnar upp-
lýsingar. Hugbúnaður kerfisins
tengir myndræn gögn við önnur
gögn, s.s. tölur, texta, töflur o.fl.
Einnig er mögulegt að skrá, vista,
meðhöndla, greina og kynna
tölvugögn á fjölbreyttan hátt.
Aætlað er að árlegur heildar-
kostnaður ríkisins vegna mæl-
inga, kortagerðar og skyldrar
upplýsingaöflunar sé 600-800
milljónir króna. Með því sam-
starfi sem hér er greint frá má
lækka kostnaðinn verulega.
Nýju fjarskiptalögin - stutt yfirlit
Þann 1. apn'l síðastliðinn voru
samþykkt á Alþingi ný lög um
fjarskipti sem öðluðust þegar
gildi. Lögin voru samin á vegum
nefndar sem samgönguráðherra
skipaði til endurskoðunar á gild-
andi fjarskiptalögum. í athuga-
semdum nefndarinnar við laga-
frumvarpið má sjá að megin-
tilgangur endurskoðunarinnar var
tvíþættur. í fyrsta lagi heildar-
endurskoðun laganna og í öðru
lagi að taka saman þær breytingar
sem nauðsynlegt er að lögfesta
vegna ákvæða í samningi um
EES. Helstuatriðisemtakaþurfti
tillit til vegna EES voru um
samkeppni á sviði fjarskipta-
þjónustu og um frjálsan aðgang
að fjarskiptanetum. í þessum
lögum er einkarétti ríkisins til
uppbyggingar og reksturs á grunn-
netinu og á talsímaþjónustu,
fjarrita, farsíma, boðkerfi og
gervitunglaþjónustu viðhaldið.
Samkeppni er leyfð á öðrum
sviðum og þeint sem veita fjar-
skiptaþjónustu verður tryggður
greiður aðgangur að grunn-
netinu. Einnig er aðskildur
almennur rekstur og fjarskipta-
eftirlit. Hefurreyndarþegarverið
stofnað Fjarskiptaeftirlit ríkisins
sem er ætlað meðal annars að
veita heimild til notkunar á
búnaði. Sala á notendabúnaði
verður í reynd öllum leyfð og
það verður hægt að setja upp
jarðstöðvar til móttöku á sjón-
varpsefni til eigin nota nteð leyfi
samgönguráðherra. Virðisauk-
andi þjónusta er leyfð öllum sem
fá til þess leyfi samgönguráð-
herra. Þar með geta þeir sem
vilja, boðið upp á ýmsa þjónustu
á sviði tölvusamskipta fyrir
almenning.
Þar sem enn á eftir að sernja
reglugerð urn nánari útfærslu á
lögunum er ennþá ýmislegt óljóst
viðframkvæmdþeirra. Tildæmis
getur verið að þeir sem hafa hug
á að bjóða einhverja þjónustu
verði að geta boðið hana á
landsvísu.
16 - Tölvumál