Tölvumál - 01.06.1993, Síða 19

Tölvumál - 01.06.1993, Síða 19
Júní 1993 orðnar að lögum í samræmi við skilmála samningsins um Evr- ópskt efnahagssvæði, hins vegar að endurskoða löggjöfina í heild með tilliti til þeirrar þróunar sem á sér stað nú og ætla má að verði ljós á næstu mánuðum varðandi reglur um fjarskiptaþjónustu og fjarskiptabúnað í Evrópulönd- unum og annars staðar. Tækniþróunin verður ekki um- flúin og er mikilvægt að við getum hagnýtt okkur það sem nýjasta og fullkomnasta tækni hefur að bjóða á sviði fjarskipta, til hagsbóta fyrir almenning og atvinnulíf. Um leið verðum við að gæta fyllsta öryggis, jafnt tæknilegs sem rekstrarlegs eðlis. Því er mikilvægt að löggjöfin sé við það miðuð, að hagnýta megi nýtækni sem frekast er unnt um leið og tryggt er öryggi fjar- skiptakerfanna og þeirra sendinga sem um þau fara. Stórt skref í þessa átt er tekið með nýgerðri lagabreytingu. Fleiri skref verða stigin með síðari áfanga endur- skoðunar löggjafarinnar, en einn- ig er að vænta frumvarps um stjórn og starfrækslu Póst- og símamálastofnunar, sem á margan hátt er forsenda þess að stofnunin geti starfað í því gjörbreytta umhverfi sem framundan er á sviði fjarskipta í heiminum. Fátt er "gefiö frjálst" Þótt þannig sé tekið til orða, að fjarskipti séu gefin frjáls í Evr- ópubandalaginu, má þó ekki skilja það svo, að engar hömlur séu þar lengur á þeim sviðum. Það sem kallað er frelsi er í reynd oft heimild stjórnvalda í viðkomandi landi til þess, að leyfa fleirum en einum aðila, að annast tiltekna fjarskiptaþjónustu, eða eiga og reka fjarskiptanet. Eftir sem áður geta stjórnvöld í sérstökum tilvik- um takmarkað starfsleyfi við einn aðila og viðhaldið eða tek- ið upp ríkiseinokun og í öllum Evrópubandalagslöndunum hefur því fyrirkomulagi verið haldið að veita sérstök réttindi eða einkarétt til að setja upp og reka fjarskiptanetið. A það verður að leggja áherslu, að sú fjarskiptaþjónusta, sem með frumvarpinu er tekin undan einkaleyfi ríkisins, er háð leyfum samgönguráðherra og eftirliti Fjarskiptaeftirlits ríkisins. Undan- tekning frá þessu er virðisaukandi þjónusta, en ekki þarf leyfi til að veita hana að því tilskildu að viðkomandi aðili uppfylli skil- yrði staðla og reglugerða þar að lútandi. Einkarétti ríkisins er haldið á talsímaþjónustu og rekstri hins almennafjarskiptanets og er í sam- ræmi við það sem almennt gerist í Evrópu. Astæða þess er fyrst og fremst sú áhersla sem lögð er á öryggi þj ónustunnar gagnvart not- endum og ríkinu sjálfu, þjóðinni. I því sambandi er meðal annars átt við rekstraröryggi netsins, tæknilegt heildstæði þess og verndun gagna. Með rekstrar- öryggi netsins er í þessu sambandi átt við að almenna netið sé ávallt tiltækt í neyðartilvikum, með tæknilegu heildstæði er átt við að tryggð sé eðlileg virkni og samtenging almennra neta hér og í nálægum löndum á grundvelli sameiginlegrar tæknilýsingar, verndun gagna merkir ráðstafanir gerðar til að tryggja fjarskipta- leynd og verndun persónulegra upplýsinga. Póst- og símamálastofnun er falið að annast framkvæmd þessa einkaréttar. Með einkaréttinum er stofnuninni tryggð fjárhagsleg geta til að veita þjónustuna um land allt. Gegn þessurn einkarétti ber stofnuninni að sjá til þess að almennur aðgangur sé að netinu og talsímaþjónustunni hvarvetna á landinu og að notendum sé ekki mismunað. Þessar áorðnu breytingar eru við- leitni íslenskra stjórnavalda til þess annars vegar að uppfylla samninga um aðild Islands að EES, hins vegar og ekki síður að halda í við þá þróun sem almennt er að gerast í heiminum og varðar tækniframfarir og breytt rekstrar- umhverfi fjarskiptafyrirtækja. Segja má að þessi mál stefni í þá átt í heiminum að skil milli fjar- skiptakerfahverfi, einkaréttur víki og æ fleiri samskipti milli manna fari um fjarskiptanet. Enn er þessi þróun tiltölulega skammt á veg komin, aðeins í Bandaríkjunum og Bretlandi er eitthvað sem kalla mætti almennt frelsi, annarsstaðar mismunandi kyrfilega niður njörvuð einokun eða fákeppni. Hvort breytingin verður alfarið í þá átt að markaðurinn opnast eða hvort þróunin stöðvast, jafn- vel snýst við, verður tíminn að leiða í ljós, en við hér á litla landinu ætlum að reyna að vera samkeppnisfær. Punktar... Fjalliö tók jóðsótt og fæddist lítil mús Microsoft er að setja á markaðinn nýja mús. Það sem er athyglisvert við þessa mús er að hönnunin tók tvö ár og kostaði 10 milljónir dollara. 19 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.