Tölvumál - 01.06.1993, Side 21
Júní 1993
hannyrðum til ensku og frá sögu
til tónmenntar. Og þau dæmi sem
skrifað er um í dag eru aðeins
vísbendingar um það sem mun
koma eða er þegar á markaði. En
hvar verður það notað? Og
hvaða hlutverk ætlar skólinn að
leika í því?
Ég sagði áður að nokkuð væri
til í báðum öfgunum sem ég tiltók.
Tölva kemur mörgum einkum
fyrir sjónir sem öflug ritvél. Víst
má til sanns vegar færa að við
skrifum á bæði tölvur og ritvélar.
En meira getur ritvélin ekki þótt
ritun sé að sjálfsögðu aðeins
lítill hluti þess sem unnt er að
nota tölvur við. Tölva er tæki til
að nota en hún er ekki bundin
einu notkunarsviði heldur býr í
henni hæfileikinn til að bregða
sér í allra gerða kvikindi. Og í
henni býr einnig möguleikinn að
láta notandanum það eftir að
móta það sem gert er og draga
fram nýja notkunarmöguleika.
Þessir eiginleikar liggja til grund-
vallar upplýsingaþjóðfélaginu
sem við lifum í og eru undirstaða
þeirra samskipta og samstarfs sem
við getum nú átt á allt annan hátt
en fyrir aldarfjórðungi síðan.
í tölvuvæðingu fyrirtækja gera
menn sér það vonandi í vaxandi
mæli ljóst að ekki er unnið af
skynsemi nema menn verji til þess
tíma og umhugsun að greina eðli
fyrirtækisins sem um ræðir og
nota kosti tölvuvæðingarinnar til
að styrkja það sem máli skiptir
en jafnframt til að leysa af hólmi
það sem er eða er að verða úrelt.
Skyldi hið sama geta átt við í
skólum?
Undanfarin ár hafa starfsmenn
fjölmargra skóla lagt fram mikla
vinnu við gerð skólanámskráa. I
slíku starfi er verið að takast á
við greiningu, greiningu á mark-
miðum með starfi þessa sérstaka
skóla og greiningu á þeim leiðum
sem skólinn kýs að fara til að
vinna að markmiðum. Þar hefur
verið talað um námsgreinar, hlut-
verk þeirra og þá væntanlega
hvernig það hefur breyst undan-
fama áratugi vegna tilkomu tækni-
miðla og í kjölfar hennar breyttra
þjóðfélagshátta. Þar hefur verið
talað um nemandann, möguleika
Hvernig getum viö
búið börnum
okkarog
unglingum sem
bestar aöstæöur
til náms þar sem í
senn er haft að
leiðarljósi frjó
hugsun, fróðleikur,
verkþekking og
manngildi
hans til þess að þroskast í sam-
ræmi við löngun, áhuga og hvað
hann megnar. Einnig hefur verið
talað um aðstæður til þess að
slíkt geti átt sér stað. Væntanlega
hefur verið talað um persónu-
þroska nemenda, hvemig skólinn
styður hinn einstaka nemanda til
að vinna af alúð, gefast ekki upp
í glímu við viðfangsefni, taka
ábyrgð á námi sínu, kunna að
vinna með öðrum, einbeita sér,
taka sjálfstæðar ákvarðanir og
að tjá sig frjálslega og skýrt og
rökstyðja niðurstöður sínar svo
nokkur dæmi séu nefnd.
Þessi umræða hlýtur að hafa
tengst umræðunni um náms-
greinar því að námsgreinar eru
tækin okkar til að vinna að því
sem hér er upp talið. Hún hlýtur
að hafa beinst að möguleikum
námsgreinanna og lifandi þróun
þeirra. Og vonandi hefur hún
einnig komið inn á þær breyttu
aðstæður sem við búum við
vegna tilkomu tækninnar. Hvað
er það í skólastarfi sem er
meginatriði og hvað er það sem
er úrelt eða að verða úrelt?
Nefndin, sem greint var frá í
upphafi, lagði áþað mikla áherslu
sl. sumar að tölvuvæðingin í
grunnskólum Reykjavíkur mætti
ekki einangrast við fáa kennara
og a.m.k. annar stjórnenda hvers
skóla þyrfti að vera virkur í
þróuninni og leiða þá umræðu
sem þyrfti að eiga sér stað innan
hvers skóla. Lögð var áhersla á
að þróa þessi mál í samhengi við
annað starf skólans. Sagt var að
máli skipti að byrja með kenn-
urum sem kunna vel að verkstýra
nemendum sem eru að fást við
mismunandi viðfangsefni.
Reynslu þessara kennara þarf að
nýta til þess að finna góðar leiðir
til að nota tölvur í námi. Og
einnig skiptir máli að ræða vel
um það hvernig kennarar geti
fært sér tölvur í nyt til að efla
nemendur sína. Hvernig breytast
t.d. viðræður kennara og nem-
enda við það að nemandinn hefur
tölvu með öflugan hugbúnað í
höndunum f stað bókar og
blýants?
Spurningarnar eru margar og við
erum rétt að byrja. En spurningar
eru bæði nauðsynlegar og lýsandi
á breytingatímum. Skólamenn
geta fært sér í nyt þekkingu fjöl-
margra aðila sem glímt hafa við
hliðstæðar eða sömu spurningar.
En það losar okkur skólamenn
ekki undan þeiiTÍ kvöð að svara
hvert og eitt: Hvernig getum við
búið börnum okkar og unglingum
sem bestar aðstæður lil náms þar
sem í senn er haft að leiðarljósi
frjó hugsun, fróðleikur, verk-
þekking og manngildi. Og hvernig
nýtum við tæknivæðingu til
þessara verka?
21 - Tölvumál