Tölvumál - 01.06.1993, Síða 25

Tölvumál - 01.06.1993, Síða 25
Júní 1993 forritið sjálft, sökum mikillar útbreiðslu IBM samhæfðra tölva, til að geta veitt heyrnar- og mállausum sömu þjónustu og öðrum. Textasímaforritið NOTEKS er hannað hjá Rannsóknastofnun norska símans (Telverkets Forskningsinstitutt) en fengið var hugbúnaðarfyrirtæki til að skrifa forritið og ganga frá endanlegri útgáfu þess. Við hönnun þess var lögð áhersla á að notkun þess yrði sem líkust venjulegum síma. Póstur og sími hefur lagt sitt af mörkunum við kostnað hönn- unar og frágangs forritsins auk þess að kosta þýðingu þess yfir á íslensku. Gerður hefur verið samningur nú í vor um dreifingu þess hér á landi og mun Póstur og sími annast hana. Þegar forritið er keyrt birtist val- mynd þar sem velja má á milli ýmissa aðgerða s.s. að svara, hringja, setja á sjálfvirka svörun, símaskrá, hringja í boðtæki, hringja með skjáhermi ásamt uppsetningu ýmissa atriða. Hægt er að hringja í annan textasíma á tvennan hátt; með því að hringja beint og slá þá inn númerið eða með því að velja símaskrá og velja þar þann sem hringja skal til. Þegar hringt er beint má einnig velja síðasta númer með aðgerðarhnapp. í samtali skiptist skjárinn í tvennt og er sendur texti vinstra megin og sá móttekni hægra megin. Bendlar beggja helminga eru ávalt í sömu línu svo auðvelt er að fylgjast með því sem ritast á skjáinn jafnvel þó annar aðilinn grípi fram í fyrir hinum. Alveg eins og í venjulegum síma er ekki hægt að geyma það sem sagt er í samtali eftir að því lýkur. I yfirstandandi samtali er hægt að frysta móttekinn texta ef hann kemur svo hratt að ekki næst að lesa hann og þannig stjórna lestrarhraðanum. Einnig er hægt að fá fram glugga þar sem hægt er að skrifa hjá sér minnispunkta til geymslu. Til að auðvelda not- endum má koma sér upp safni skammstafana sem skrifa heilu setningarnar þegar kallað er á þær, t.d. "gdk" sem gæti þýtt "Góðan dag, þetta er Kristinn!". Ef senda á mikinn texta má skrifa hann fyrirfram og geyma í skrá sem er svo send þegar samband er komið á. Hringing er gefin til kynna með blikkandi skjá en setja má upp ljósabúnað tengdan við síma- línuna svo hægt sé að gefa til kynna hringingar á fleiri stöðum en þar sem tölvan er. Frá aðal valmynd má stilla forritið á sjálfvirka svörun og vinnur það þá á svipaðan hátt og símsvari, þ.e. þegar hringingu er svarað er sendur fyrirfram ákveðin texti en eftir það má skrifa inn skilaboð til þess sem hringt er til. Fyrir utan ofangreindar aðgerðir og ýmsar aðgerðir til uppsetn- ingar og leiðbeiningar má senda texta í textaboðtæki með því að hringja í boðkerfið (þjónusta sem væntanleg er hjá Pósti og síma) og einnig má hafa samband við tölvukerfi og -banka með skjá- hermi. Félag heyrnarlausra hefur óskað eftir styrk frá Tryggingastofnun ríkisins til kaupa á tölvubúnaði fyrir heyrnarlausa í stað fyrri textasíma, en það er mun ódýrara að kaupa tölvu, mótald og forrit en hefðbundinn textasíma svo ekki er loku fyrir það skotið að stofnunin verði við þeirri beiðni. Með tilkomu farsímakerfisins og ferðatölva má taka textasímann með sér hvert á land sem er og með tilkomu GSM farsíma- kefisins geta textasímanotendur auðveldlega ferðast um erlendis með sinn síma eins og aðrir. Þýðing forritsins yfir á íslensku er á lokastigi og verður það tilbúið til dreifingar innan skamms. Punktar... TELEteaching ’93 Sífellt fjölgar þeim sviðum þar sem samspil tölvu- og fjar- skiptatækninnar er notað til hagræðingar og endurbóta. Þar má nefna til fjarnám og fjarstarf, en í báðum tilvikum nýtist þessi tækni á marg- víslegan hátt. Til að miðla vitneskju um þessa tækni og hagnýtingu hennar mun DND, systurfélag okkar í Noregi, næsta haust halda veglega alþjóðlega ráðstefnu, sem ber titilinn TELE teaching ’93 og undir- titil nám og starf óháð tíma og rúmi. Dagskrá ráðstefn- unnar er rnjög fjölbreytt og of löng til að gera skil hér. Hún samanstendur af fyrirlestrum, sýningu, kynningum, vinnu- hópum, móttökum og flestu því sem slíkri ráðstefnu heyrir til. Ráðstefnan verður haldin í Þrándheimi dagana 20. til 25. ágúst. Upplýsingabæklingur um ráðstefnuna liggur frammi á skrifstofu félagsins. 25 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.