Tölvumál - 01.06.1993, Side 26

Tölvumál - 01.06.1993, Side 26
c 1^9 Ötgefandi: Skýrslutæknifélag Islands, Reykjavík Ritnefnd: öttar Kjartansson, ábm. l.tbl. 1.árg.nóvember 197$ Oddur Benediktsson Grétar Snær Hjartarson Öll réttindi áskilin. FÉLAGSBRÉF SKÝRSLUTÆKNIFÉLAGSINS Skýrslutæknifélagi'ð sendir nú félagsmönnum fyrsta tölu- blaðið af félagsbréfi, sem hlotið hefur nafnið TÖLVUMÁL. TÖLVUMÁL koma í stað eldra forms á fundarboðum og öðrum tilkynningum til félagsmanna. Auk þess er vonast til að þau geti orðið vettvangur umræðu og fróðleiks á sviði félagsmála og tölvutækni. Vel væri, ef félagsmenn legðu til efni í blaðið eða gæfu ritnefndinni gagnlegar bend- ingar í því sambandi. Framtíð þessarar útgáfu er mjög undir viðtökum og áhuga félagsmanna komin. TÖLVUMÁL fara ekki geyst af stað. Vonandi segir það þó ekki alla sögu um framhaldið. Ef til vill á hér eftir að sannast, að "mjór er mikils vísir"? FÉLAGSFUNDUR Félagsfundur verður I Norræna Húsinu, þriðjudaginn 9. nóvember 1976. Hann hefst kl. 14.30. Á fundinum verður fjallað um málefnið "centralisering - decentralisering". Framsöguerindi um efnið flytur Jón Þór Þórhallsson, forstöðumaður. Að loknu framsöguerindi verður efnt til hringborðs- umræðna um málefnið. Þeim stjórnar Einar Pálsson, forstjóri. Þátttakendur í hringborðsumræðum munu væntanlega túlka mismunandi sjónarmið til málefnisins, sem einmitt hefur verið mjög til umræðu nú á síðustu misserum. Eru félagsmenn hvattir til að fjölmenna. Að loknum hringborðsumræðum mun félagið bjóða fundarmönn- um til að rabba um niðurstöður fundarins, eða önnur áhuga- mál, yfir góðum kaffibolla. ÁÆTLUN UM FÉLAGSSTÖRF Veturinn 1976-1977 eru félagsfundir Skýrslutæknifélagsins áætlaöir þannig: 9.11.1976 Centralisering - decentralisering. Erindi og hringborðsumræður.

x

Tölvumál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.