Vísir - 23.08.1962, Blaðsíða 9

Vísir - 23.08.1962, Blaðsíða 9
' <: ?■ s ■ ' ' < ■••/'s I sumar efndi ferðaskrifstofan Sunna til fyrstu skipulagðrar hópferðar héðan að heiman vest- ur til íslendingabyggða í Vestur- heimi. Sú ferð stendur enn yfir og komust færri þátttakendur í hana en fara vildu. Guðni Þórðarson forstjóri ferðaskrifstofunnar Sunnu tjáði Vísi að þar sem þessi fyrsta ferð virtist ætla að gefa hina ágæt- ustu raun i hvívetna myndi Sunna, eftirleiðis efna árlega til slíkra ferða á íslendingaslóðir vestan hafs. Þátttakendur í þessari fyrstu hópferð til frænda vorra vestra urðu samtals 42, eða eins og hægt var að taka mest í ferðina. Þriðjungi fleiri pöntuðu far, en komust ekki með að þessu sinni. Þeir komast vonandi næsta sum- ar, sagði Guðni. Sjálfur fór hann með hópnum vestur um haf og fylgdist með honum fyrstu dag- ana á ferðinni, en er nú fyrir nokkru kom'inn heim aftur. Far- arstjóri er séra Bragi Friðriks- son, en hann var um nokkur ár þjónandi prestur í Vesturheimi og er þar öllum hnútum kunnug- ur. Ferð á fund frænda og vina. — Hvað kom þér til þess, Guðni, að efna til hópferðar á Islendingaslóðir í Ameríku? — Það ber margt að þeim brunni, en fyrst og fremst það að fjöldi Islendinga eiga nákom- in skyldmenni vestan hafs, sem þeir gjarnan vilja heimsækja, en treysta sér margir hverjir ekki til að fara aleinir, ýmist sökum kunnáttuleysis í enskri tungu eða þá af óvana við ferðalög. Þessu fólki er nú gefinn kostur á að uppfylla óskir sínar á til- tölulega ódýran og einfaldan hátt þar sem það losnar við alla fyrirhöfn af ferðaumstangi sem einkum eldra fólki, er þyrn ir í augum. Það hefur til þessa ekki verið efnt til skipulegra hópferða frá íslandi til Ameríku frá því á dög um landnáms okkar þar vestra að undanskildum karlakórsferð- um eftir síðustu styrjöld. Hér er þvf um fyrsta almenna ferða- mannahópinn frá Islandi til Ame ríku að ræða. Aftur á móti hefur nokkrum sinnum verið efnt til hópferða meðal V.-Islendinga ' - X i *' Frá skemmtiferð í íslendingabyggðum vestan hafs, Kanada, fjögurra daga ferð. Ferðafélagamir við langferðabílinn, sem flutti það frá New York til Veður var hið fegursta og án þess þó að vera allt of heitt þennan dag. Á Gimli var Islendingunum skipt niður á einkaheimili til gistingar, og fengu færri en vildu íslending á heimili sfn, Þannig að minnstu munaði að sumir yrðu sárir og móðgaðir. Á Gimli er um helmingur íbú- anna af fslenzku bergi brotinn og oftast nær hefur verið þar íslenzkur prestur þjónandi. Indíánamir verða að læra íslenzku. Frá Gimli er ekið inn Hnausa- byggð og farið út f Mikley, sem er ein rammíslenzkasta byggð í Vesturheimi. Þar fyrirfinnst varla nokkur sál nema Islend- ingar og fáeinir Indfánar. Þar heyrist aðeins íslenzka töluð og það kveður svo rammt að þvf að Indíánamir verða að læra fs- lenzku til að geta bjargað sér. Þarna sátum við rausnarlegt hádegisverðarboð og það sem flestum löndunum fannst mest um vert, var að fá ný veiddan afbragðsfisk úr Winnipegvatni. heim til Islands og hafa þær ferð ir verið mjög vinsælar. Ekki er ástæða til annars en að ætla að hið sama gegni um ferðir héðan til Vesturheims. Að minnsta kosti varð sú raunin í upphafi þessarar ferðar því að íslending- unum var fagnað ákaflega meðal frænda og vina vestra og mót- tökur voru í heild með fádæm- um góðar, svo sem vænta mátti af Vestur-íslendingum. nærliggjandi íslendingabyggða skildi ég við hann og hélt heim, en sfra Bragi ætlaði þá með hóp inn vestur á Kyrrahafsströnd. — Hvað stendur þessi ferð lengi? — Það fer eiginlega eftir ósk- um hvers einstaklings. Farar- stjóri, síra Bragi kemur heim rétt fyrir n.k. mánaðamót og nokkrir þátttakendur með hon- um, en meginhópurinn tvístrast þá milli ættingja og vina vestra og dvelst úti eftir eigin geð- þótta. Héðan var farið með Loft- leiðaflugvél að kvöldi 30. júlf til New York. Þar var stanzað f einn dag, en síðan hófst ferðin um meginlandið f Grayhound-bíl og var ekið til Chicago á tveim dögum. Þar komu íslendingar til móts við hópinn og Islendinga- félagið f borginni sá um veiting- ar. — Hvert var ferðinni heitið úr því? — Um Minneapolis til Winni- peg. I Winnipeg var mikil og veg leg móttaka. Hafði fjöldi Vestur- Islendinga safnazt saman við Fyrstu lúthersku kirkjuna, sem er íslenzk og þar stóðu þeir síra Valdemar Eylands og Grettir Jóhannesson ræðismaður fyrir móttökum af hálfu þjóðræknis- félagsins og fluttu ávörp. Daginn eftir var dvalizt um kyrrt f Winnipeg. Þá sátu land- arnir hádegisverðarboð hjá þjóð ræknisfélaginu, en um kvöldið hlýddu þeir á íslenzka guðsþjón- ustu, þar sem síra Valdimar Ey- land prédikaði. Upphaf ferðar. — Þú fórst sjálfur með hópn um vestur. — Ég taldi það nauðsynlegt til að sjá um einstök skipulags- atriði í sambandi við ferðina, en það fór allt fram samkvæmt á- ætlun og hvergi neinar tafir né annað sem varð farþegum til óþæginda. Eftir að hafa ferðazt með hópnúm til Winnupeg og fslendingadagurinn að Gimli. — Hvert var haldið frá Winnipeg? — Mánudaginn 6. ágúst, fóru þátttakendur ferðarinnar ásamt mörg hundruð Vestur-Islending- um í sameiginlega hópferð á Is- lendingadaginn að Gimli. Það er ein mesta þjóðhátíð, sem Islend- ingar halda f Vesturheimi og er ævinlega haldin um fyrstu ágúst helgina, eins og verzlunarmanna hátíðarhöldin hér. Þangað flykk- * ' : <(«<<<<<<<<<} . ', •; '• • : V' Hjá skáldi. Frá Mikley var haldið til Riv- :■:■■: :■::•:•: : ;■.•■■■; I ist fólk af íslenzku bergi brotið í þúsundatali ár hvert, og fer meginhluti hátíðarhaldanna fram á íslenzku, ræður, söngur og ávörp. Hátíðarhöldin fara jafnan fram í aðal skrúðgarði borgarinnar og voru þar að þessu sinni miklar skreytingar, m.a, fest upp margra mannhæða há málverk og að sama skapi breið sem vestur-fslenzkur lista- maður hafði gert. Þar kom fjall- konan fram f skautbúningi og mælti á móðurmálinu. ertan og drukkið síðdegiskaffi í garði Guttorms skálds Guttorms :onar. Skáldið lék við hvern sinn fingur þótt kominn sé nokkuð á níræðisaldur, og las þarna sum sinna beztu Ijóða. Var þetta öll- um ógleymanleg stund. Sama dag komum við til Ár- borgar, sem er íslenzk byggð og þáðum ágætan kvöldverð. Að þvf búnu var haldið til Lundar, en þar var fararstjóri Islending- anna, séra Bragi Friðriksson Framhald á bls. 13. Guttormur Guttormsson skáld í Riverton í hópi íslenzkra kvenna að heiman, sem skörtuðu íslenzkum þjóðbúningi. Fimmtudagur 23. ágúst 1962. VISIR 9 \ . t I I ' . 1 . * i t i . .’ . . ( t i ! I . . . 4 i \ k *. .

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.