Vísir - 11.09.1962, Side 6
6
Þriöjudagur 11. september 1962.
VISIR
boða verkfaH
Hér sjást dómsmálaráðherrar Norðurlanda á fundinum í Reykjavík. Talið frá vinstri: Söder-
hjelm frá Finnlandi, Hækkerup frá Danmörku, Bjami Benediktsson, Jens Haugland frá
Noregi og Hermann Kling frá Svíþjóð.
Refsidómar fá
á öllum Norðurlöndi
Róðstefna norrænna déms-
mólaraðherra í Reykjavík
Fyrir helgina var haldin í Reykja
vík fundur dómsmálaráðherra Norð
urlandanna og stóð ráðstefnan í
tvo daga. Margs konar viðfangsefni
voru rædd, en merkast má telja,
að ráðherramir ákváðu að bera
fram lagafrumvarp í öllum lönd-
unum fimm um fullnustu refsi-
dóma sem dæmdir hafa verið í
öðru norrænu landi. Þá samþykktu
þeir að koma á samvinnunefnd
til þess að gera grein fyrir mögu-
leikum á því að varðveita og auka
norræna réttareiningu, fari svo að
eitt eða fleirri Norðurlandanna
verði aðiljar að Efnahagsbanda-
lagi Evrópu.
Eftir að störfum ráðstefnunnar
var lokið á föstudaginn, bauð
Bjarni Benediktsson dómsmálaráð
herra þessum norrænu starfsbráeðr
um sínum f siglingu og veiðiferð
með varðsliipinu Óðni út í Faxa-
flóa og drógu sumir ráðherrarnir
þar væna þorska og þótti mikil
og skemmtileg tilbreyting að þessu
Að lokum sigldi Óðinn inn Hval-
fjörðinn að hvalstöðinni og vildi
þá svo heppilega til, að verið var
að draga hval í land svo gestirnir
gátu orðið áhorfendur að hval-
skurði.
Þeir sem ráðstefnuna sátu voru:
Frá Danmörku: Hans Hækkerup
ráðherra, Vilhelm Boas ráðuneytis
stjóri, Poul Gaarden deildarstjóri
og Niels Christian Bitch fulltrúi.
Frá Finnlandi: Johan Söderhjelm
ráðherra og Östén Elfving deildar-
stjóri. Frá Islandi: Bjarni Bene-
diktsson ráðherra, Baidur Möller
ráðuneytisstjóri og Óiafur W.
Stefánsson fulltrúi. Frá Noregi:
Jens Haugland ráðherra, Rolv
Ryssdal ráðuneytisstjóri og Arne
Christiafisen deildarstjóri og frá
Svfþjóð: Herman Kling ráðherra
B. Húlt ráðuneytisstjóri og Tor-
wald Hesser deildarstjóri.
Félag prentmyndasmiða
hefur sagt upp samningum
frá og með 1. okt. n. k. Það
er sú stétt manna sem gerir
myndir „klyssjur“ og ef til
verkfalls kemur, mætti
ætla að öll myndagerð
stöðvaðist og blöð og tíma
rit og bækur yrðu mynda-
laus.
Svo er þó ekki þvf á undanförn-
um árum hafa verið fluttar inn 4—
5 svokallaðar rafgrafsvélar sem eru
flestar í eigu dagblaða. Þar sem ó-
faglærðir menn geta unnið við þess
ar vélar, fellur vinna þeirra ekki
undir myndamótaiðn. Má því
„grafa“ myndir á þessar vélar þótt
myndamótasmiðir fari f verkfall.
Balðið hefur náð í Braga Hinriks
son, formann félags préntmynda-
smiða og innt hann eftir áliti hans
á þessum nýju vélum og möguleik-
unum sem þær gefa. Segir hann
svo:
„Við uröum aðeins fegnir, þeg
ar nýju myndamótavélamar
komu. Þær losuðu okkur við
blaðavinnuna, og gerir okkur
kleift að snúa okkur að full-
komnari og nákvæmari vinnu.
Blaðavinna er ekki vönduð og
frómt frá sagt ekki þau verk
sem myndamótagerðir sækjast
eftir“.
Vinna þessar nýju vélar ekki eins
vel og hinar fyrri?
„Nei, þeirra vinna er hvergi
r^ærri eins fullkomin, enda þarf
ekki faglærða menn á vélarnar.
Þær eru góðar undir vissum kring
umstæðum og þær mega aðeins
grafa í mjúkmálm“.
Hverjar eru kröfur ykkar nú?
„Við förum fram á 16% kaup-
hækkun, meiri frí á laugardögum
og fleiri veikindadaga, að mestu
sömu kröfur og prentarar fengu
fram“.
£
Atta nkalegar
ferðir Loftleiða
Loftleiðir hafa nú sent frá sér
vetraráætlun sina, sem á að gilda
frá og með 1. nóvember. í henni
er gert ráð fyrir átta flugferðum á
viku frá Evrópu til Ameríku og átta
flugferðum vikulega frá Ameríku
til Evrópu.
í flugferðum frá Evrópu er gert
ráð fyrir að lenda í Reykjavík ým-
ist kl. 11 að kvöldi eða kl. 12 á
miðnætti og leggja af stað til Ame-
ríku kl. hálf eitt eða hálf tvö.
í flugferðpm frá Ameríku er
gert ráð fyrir að lenda í Reykjavík
ýmist kl. 6 að morgni eða kl. 8
og að leggja aftur af stað frá
Reykjavík til Evrópu kl. 7.30 eða
9.30. ,
Til Evrópu verður flogið sem hér
segir:
Á sunnudögum kl. 9.30 verður
flogið af stað til Oslo, Gautaborgar,
Kaupmannahafnar og Hamborgar
og komið aftur sömu leið til baka
á mánudögum.
Á mánudögum verður flogið
beint til Luxemborgar og komið
aftur sömu leið til baka um kvöldið.
iÁ nánudögum verður flogið til
Glasgow og London og komið aft-
ur sömu leið til baka á þriðjudög-
um.
Á miðvikudögum verður flogið
beint til Luxemborgar og komið
aftur sömu leið til baka um kvöldið.
Á miðvikudögum verður flogið
til Osló, Kaupmannahafnar og
Helsingfors óg komið aftur sömu
leið til' baka á fimmtudögum.
Á fimmtudögum verður flogið
til Glasgow og Arhsterdam og kom-
ið áftur sömu leið til baka á föstu-
dögum.
Á föstudögum verður flogið til
Osló, Gautaborgar, Kaupmanna-
hafnar og Hamborgar og komið
aftur sömu leið til baka á laugar-
dögum.
Á laugardögum verður flogið
beint til Luxemborgar og komið
aftur um kvöidið.
Slökkviliðið í Rvík var kallað
tvisvar út í síðustu viku. Virtust
báðir brunarnir vera allmiklir í
fyrstu og útljtið allt annað en
gott, en í bæði skiptin tókst að
ráða niðurlögum eldsins á farsælan
hátt. Ekki var þó komizt hjá tölu-
verðum skemmdum.
Sl. þriðjudag var slökkviliðið
kvatt á Laugaveg 168. Var þar eld
ur í risþaki hússins. Hafði hann
komið upp í vinnustofu Raftækni
hf. Tókst á stuttum tíma að bæla
niður eldinn. Skemmdir urðu
miklar.
RUNAR
í gærmorgun ki. 6,50 var
slökkviliðið kallað út að Grjóta-
götu 7. Það hús hefur verið kall-
að „gamli hæstiréttur", en þar hef
ur nú aðsetur heildverzlun G. Þor-
steinsson & Johnson. Þegar að var
komið, Iogaði glatt í kössum rétt
fyrir utan húsið og hafði eldinn
lagt inn í húsið og læstst í kjallara-
herbergi. Var slökkt fljótlega en
skemmdir urðu á húsi og innan-
stokksmunum. Mönnum bar sam
an um að þarna hefði tekizt giftu-
samlega til, því hér er um timbur-
hús að ræða.
ðiiginingarsiéður
ieigu Sigurðurd.
Stjórn Nemendasambands Hús-
mæðrakennaraskóla Islands gengst
fyrir stofnun sjóðs við Húsmæðra-
kennaraskólann til minningar um
Helgu Sigurðardóttur, fyrrum
skólastjóra. Höfuðmarkmið sjóðs-
ins verður að styrkja stúlkur við
nám f skólanum.
Minningarkort verða afhent og
gjöfum í sjóðinn veitt viðtaka í
Bókaverzlun Isafoldar, Austur-
stræti og í Bókaverzlun Sigfúsar
Eymundssonar.
íslandsvinur
lótinn
ÞANN 27. ágúst andaðist Is-
landsvinurinn Nils Hjalmar Bosson
fyrrv. rektor við Tárna lýðskólann
í Svíþjóð. Hann var 80 ára er hann
lézt. Útför hans fór fram á laug-
ardaginn.
Bossom var einn fremsti leið-
togi lýðskólahreyfingarinnar á
Norðurlöndum og gætti áhrifa hans
miklu víðar en í Svíþjóð. Hann fór
m. a. f fyrirlestraferðir til Þýzka-
lands, Hollands, Sviss, Frakk-
lands, Kanada og Bandaríkjanna og
barðist fyrir stofnun lýðháskóla. M.
a. dvaldist hann nokkur ár í
Frakklandi og veitti þar forstöðu
lýðháskóla, sem hafði aðsetur í
gamalli höll.
Við skóla hans í Tárna stunduðu
margir íslendingar nám. Var ís-
lenzki höpurinn oft stærstur hinna
útlendu stúdenta og minnast þeir
hins látna rektors með hlýhug.
Bossom rektor gafst einu sinni
tækifæri til að heimsækja ísland
og ferðaðist hann þá víða um
landið og dvaldist f góðum hópi
nemenda sinna.
Hér birtist mynd af vélbátnum Gunnari Hámundarsyni, sem sökk við Langanes á laugardag eins
og skýrt var frá hér í blaðinu í gær. Mannbjörg varð. Báturinn var orðinn 46 ára gamall og var
kunnur hér við Faxaflóann, þar sem hann var gerður út í áratugi fyrst frá Sandgerði og síðar
frá Reykjavík.