Vísir - 14.09.1962, Page 6

Vísir - 14.09.1962, Page 6
6 VÍSIR Föstudagur 14. september 1962. ísiííi . ■’N.ív l ái Myndin er tekin í hádegisverðarboði forsætisráðherrahjónanna ísienzku í gær á Hótel Borg. Á myndinni eru frá vinstri Gunnar Thoroddsen, fjármálaráðherra, Dr. Renana Ben-Gurion Lesheim, Bjarni Benediktsson, dómsmálaráðherra, frú Paula Ben-Gurion, Ólafur Thors, forsætisráðherra, David Ben- Gurion, forsætisræðherra, frú Ingibjörg Thors. Þeir gáfu heiminum Biblluna Avarp Olafs Thors forsætisráð- herra í hádegisverðarboði til heiðurs Ben-Gurion, forsætisráðherra, í gær Ólafur Thors forsætis- ráðherra efndi til veizlu að Hótel Borg í gær til að fagna komu David Ben- Gurions, forsætisráðherra ísraels, og föruneyti hans. ' Forsætisráðherra mæltist i svo við þetta tækifæri. sú ást ein gat blásið Gyðingum í brjóst þeirri hugdirfð og því ofur- afli sem til þurfti að fsraelska kraftaverkið gæti gerzt — sköpun nýs lands á fornri grund, á tiltöiu- lega mjög skömmum tíma. Sá lífs- þróttur, sem svo geyst hefur farið, hefur unnið aðdáun um heim alian. Hugmyndin um endurheimt hins forna ættlands hlýtur frá upphafi að hafa verið eins konar skáldlegur draumur. Ef ég ætti eitthvað að nefna sem ber vott þessum stöðugt logandi hugsjónaeldmóði, þá vil ég minna á að þessi þjóð landnema úr öllum áttum heims hefur tekið upp og endurnýjað hina fornu tungu og gert hana að ríkistungu sinni, til þess að vera ekki aðeins allir sömu ættar, heldur og ein þjóð, verðug sinnar miklu arfleifðar, landsins helga. Þetta;er ári efa ein- .. . .. nb 6iJi9V. T3 stætt í sogu mapnkýnsins,. Þjóð yðar, herra forsætisráð- herra, hefur með fordæmi slnu enn á ný minnt okkur alla á hvers mannlegur máttur er megnugur, þegar hann stjórnast af hetjulund og mikilli hugsjón. íslenzka þjóðin óskar þjóð yðar gengis og giftu- ríkrar uppskeru af öllu hennar mikla erfiði og sterku trú. Við vitum að heiður okkar af komu yðar er ekki sá einn, að okkur hefur heimsótt forsætisráð- herra Israels, heldur er hann fyrst og fremst sá, að þér eruð jafn- framt sá maður, sem öllum fremur var hinn ósveigjanlegi vilji og hin sterka og örugga hönd bak við árangurinn um endurheimt hins fyrirheitna lands. Þér voruð þjóð yðar hið mikla fordæmi um þrek og þrautsegju. Við hljótum að spyrja hvort draumurinn mundi hafa rætzt, án yðar. Nafn yðar mun geymast I sögunni meðal þeirra leiðtoga allra tíma, sem skópu þjóð ísraels örlög. Megi Guð gefa yður og frú Ben- Gurion langt og farsælt líf, og þjóð Israels mikla framtíð. Við erum litlar fsjóðir, sem berjast við óblíða náttúru Avarp David Ben-Gurioas i veiziu forsætisráðherro i gær Herra forsætisráðherra og frú Ben-Gurion og aðrir háttvirtir gestir- Heimsókn mikils leiðtoga af Gyðingaþjóð, sem hingað kemur frá Jerúsalem, hlýtur að vekja sterkar tilfinningar I Islenzkum hjörtum. Við vitum allir hvað okkar þjóð, eins og aðrar þjóðir vestrænna sið menningar, á að þakka andlegri forustu hinna miklu trúarbragða- leiðtoga af stofni Israels. Þeir gáfu heiminum Biblíuna, trúna á einn Guð skapara hlmins og jarðar. Þeir urðu fyrstir til þess að tala um vilja Guðs, og um skyldu mannanna við Guð sinn. Vizka þeirra og andans afl varð leiðarljós mannkynsins frá glund- roða bg villu til siðlegrar vitundar og siðlegra boðorða og lögmáls. öldum saman var vart sá maður á íslandi frá verbúðum fiskimanna til innstu bæja I dalnum, aö líf hans væri ekki háð sterkum áhrif- um frá Bibllunni, eða prédikurum og skáldum innblásnum af kenn- ingum hennar. Og alla þá hughreysting og and- lega uppljómun, sem trúarbrögðin fá veitt mönnum, hafa Islendingar I aldalöngum örðugleikum rpátt þakka þeim raustum sem til mann- kynsins höfðu talað frá landinu helga. Við Islendingar hugsum oft um sögu okkar og forfeður. Við skilj- um því vel þá ást til ættlandsins, sem nærist af miklum minningum og af fornri frægð. Við skiljum að í hádegisverði þeim, sem Ólafur Thors forsætisráð- herra hélt í gær til heiðurs David Ben-Gurion for- sætisráðherra ísraels að Hótel Borg, flutti heið- ursgesturinn eftirfarandi ávarp: Herra forsætisráðherra og frú Thors, tignu gestir, konur og karl- ar! Það er oss mikill sómi að vera hér gestir ríltisstjórnar íslands. Það er sérstök sæmd, herra forsætis- ráðherra, að vera gestur yðar I þessu virðulega samkvæmi, því að þér voruð, að ég held, fulltrúi lands yðar á allsherjarþingi Sam- einuðu þjóðanna árið 1947, og greidduð atkvæði við það sögulega tækifæri með þvl að stofnað væri þjóðrlki Gyðinga. Æ síðar og til þessa dags hafa samskipti landa vorra verið náin og einlæg. Island og ísrael eiga líka margt sameiginlegt. Þér hafið þegar getið, herra forsætisráðherra, sameigin- j legra erfða vorra, bókar bókanna, Biblíunnar. Þjóðir vorar eiga báðar að baki langa sögu menningar og mennta. Þær eru báðar einlæjk. a trúaðar á lýðræðið, og hafi þing yðar, Al- þingi, veric starfandi síðan 930 án hlés að kalla, má geta þess, að vér höfum fyrir skemmstu endur- reist þing vort, Knesseþ, eftir tveggja alda hlé. Vér erum litlar þjóðir, sem eiga I höggi við harða náttúru og leit- ast við að nýta allar auðlindir til fulls. Hvorug þjóðin óskar annars en að mega vinna störf sin í friði. Vegna þessarar sameiginlegu for tlðar, vegna þessara sameiginlegu verðmæta er einungis eðlilegt, að sambúð vor hafi þróazt vel, ekki einungis á sviði stjórnmála heldur og, að því er snertir viðskipti og menningu. Ég fagna því sérstak- lega, að hafin skuli stúdentaskipti. Þessi góðu samskipti hafa hlot- ið aukna, formlega viðurkenningu með því, að sendimenn þjóða vorra hafa verið hækkaðir I ambassador tign. Herra forsætisráðherra! 1 | í hinu fagra ávarpi yðar til lands vors, lögðuð þér sérstaka á- herzlu og mjög markvisst á þre- falt gildi þess, að vér höfum snúið aftur til Zions — aftur er saman safnað fólkinu, sem dreift var um hnöttinn og það steypt I eina þjóð. Aftur hefir verið unnið landið, sem var illa leikið; látið hirðu- laust og fór í auðn um aldir, með því að endurvakið hefir verið hið forna frjómagn moldar þess. Endurreisn tungunnar, hebersku, tungu biblíunnar, sem lengi hafði legið í dvala. Því fer fjarri, að hlutverki voru sé lokið, því að þeir milljón inn- flytjendur, sem vér höfum tekið við frá 1946, hafa ekki verið felld- ir fullkomlega f þjóðarheildina fél- agslega, efnahagslega eða menning arlega, fleiri eru enn að koma og enn fleiri væntanlegir. Sex tlundu hluta lands vors frá Beersheba, heimili' Abrahams, ætt- föðurins, suður á bóginn til Eilath, hafnarborgar Salomons konungs, eru enn að kalla algerlega óyrkt og óbyggð. Vér teljum það samt skyldu vora og forréttindi að láta aðrar, ungar þjóðir, sem skammt eru á veg komnar, njóta hvers konar reynslu vorrar, ef þær eiga við sams konar vandamál að glíma og þau, er vér höfum orðið að ráðast til atlögu við. Um þessar mundir eru I Israel um 1500 nemar, karlar og konur, frá þvílíkum löndum, sem sækja námskeið eða njóta verklegrar þjálfunar í landbúnaði, í sam- vinnustarfi og tæknilegum efnum, og um það bil 200 ísraelskir sér- fræðingar eru starfandi I 32 luis- munandi löndum I fjórum áífum. Ég er hrærður af þvf, herra for- sætisráðherra, hve fallega þér haf- ið talað um mig. En endurkoman til Israels er ekki eins manns verk eða fjölda einstaklinga. Hún er uppskeran af vilja og atorku Gyð- ingaþjóðarinnar sem heildar, er hún hefir verið innblásin óbilandi trú á orð spámanna Biblfunnar. Brautryðjendur fóru fyrir og fara enn á undan, áður en tjöldum er slegið, en tala þeirra er mikil og vaxandi, og sem heild er þjóðin fús til að færa þær fórnir, sem nauðsynlegar eru til þessa stór- fenglega átaks. Ég er sannfærður um, að vér munum finna hinn sama anda brautryðjandans I brjósti þjóðar yðar og vér hlökkum til fram- halds dvalar vorrar hér. Herra forsætisráðherra, tignu gestir, konur og karlar, leyfið mér að lyfta glasi mínu og drekka yður til heilla, þjóð yðar til velfarnar og til góðrar sambúðar Islands og Israels. Skál! Aðalfundur presta- félags suðurlands Aðalfundur Prestafélags Suður- lands var haldinn að Múlakoti I Fljótshlfð um síðustu helgi. í sám- bandi við fundinn messuðu að- komuprestarnir á nærliggjandi kirkjum. Umræðuefni fundarins voru: 1) Islenzka kirkjan sem lif- andi starfsheild, og var sr. Sveinn ögmundsson framsögumaður. 2) Fermingarundirbúningur, fram- sögumenn: próf. Jóhann Hannes- son, sr. Magnús Guðjónsson og sr. Gunnar Árnason. Fundinum lauk á mánudag með guðsþjónustu að Stórólfshvoli. Stjórn félagsins var endurkjörin, en hana skipa: sr. Sigurður Páls- son, formaður, sr. Sveinn Ög- mundsson, gjaldkeri, og sr. Garð- ar Svavarsson, ritari. T í næstsíðasta tbl. Vísis, I grein- inni „Mánudagskvöld í Þórscafé“, var línubrengl I 2. og 3. dálki á 10. síðu. Málsgreinarnar eiga að hljóða þannig: a) „Já. guðlaun“, segir greindar legri tvímenningurinn og sýgur upp f refið með áfergju og dæsir eins og bókasafnari I fornsölu, sem þiggur í nefið af seljandanum eða eins og grúskari að fundinni langsóttri heimild á bókasafni. b) „Hvað eru blaðamenn að gera hér“, æpir ölvuð kona úr Grím- staðarholtinu með minkaskott um hálsinn. Hún er með brúnsanserað ar neglur. Hún hefur hása rödd eins og do'kkjukona úr austur hluta Lundúnaborgar. Þá urðu og þau mistök, að mynd in af plastbelg, sem var gerður upptækur I Þórscafé, var'prentuð öfug: stóð á höfði.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.