Vísir


Vísir - 14.09.1962, Qupperneq 16

Vísir - 14.09.1962, Qupperneq 16
Föstudagur 14. september 1962. ► Yfir 30 manns hafa drukknað í flóðum á eyjunni Sumba, sem er ein Indonesíueyja. ► Bandaríkjaþing hefir samþykkt að komið skuli upp minnismerki um Woodrow Wilson, forseta Bandaríkjanna frá 1912 — 20. Aðeins 30 skip eftir á síUveiðum Enn veiðist síldin og enn slá þeir metin. Víðir II veiddi 700 mál og tunnur í gærdag og er aflahæstur í augnablikinu. 19 skip önn- ur fengu afla í gær en í morgun var veður óhag- stætt og engin veiði. Nú eru ekki nema um 30 bátar eftir nyrðra af þeim 225 sem á síldveiðum hafa ver- ið í sumar. Hafa skipin óðum verið að tín- ast hingað suður undanfarið og ef bræla virðist ætla að gera vart við sig aftur, eins og útlit var fyrir í morgun, má búast við að flest þeirra skipa sem enn eru við veið- ar haldi heim á leið. í gær var sagt frá því hér í blað inu að Höfrungur II. hefði hætt veiðum, en það mun ekki vera rétt, ' Framhald á bls. 5. ¥®gssra!i8ndlíSBtir Vísir átti í morgun stutt sam- tal við Hallgrím í Togaraafgreiðsl- unni og spurðist fyrir um landanir. Sagði hann að í gærmorgun ■ hefði Nprfi iandað um 300 tonn- um af karfa eftir 17 dága veiði- ferð við V-Grænland. I morgun kómu tveir togarar til Rvíkur, þeir Marz og Fylkir. Marz af veið um við V-Grænland, en Fylkir af heimamiðum. Ekki vissi Hallgrím ur um afla þessara togara. Áskrifendahappadrætti Vísis 25. þessa mánaðar verður dregið í áskrifenda- happdrætti VÍSIS. Eru allir, nýir og gamlir áskrif- endur, þátttakendur í happdrættinu. Vinningurinn verður að þessu sinni gólfteppi frá Axminster fyrir 10.000 krónur. Má velja teppið að eigin vali. Að gefnu tilefni skal tekið fram að nokkuð hefur dregizt að segja frá happdrættinu sökum prentara- verkfallsins. 6-manna nefndin sem náði samkomulagi llSlll! C3 m j ^ÍmrMrr Maímeð fullfermi af Nýfundnalandsmiðum Talið frá vinstri: Sveinn Tryggvason framkvæmda- stjóri framleiðsluráðs Land- búnaðarins, Einar Ólafsson bóndi Lækjarhvammi, Sverr- ir Gíslason bóndi í Hvammi, Torfi Ásgeirsson hagfr. for- maður nefndarinnar, Klemenz Tryggvason hagstofustjóri ritari, Einar Gíslason málara meistari, Sæmundur Ólafsson forstjóri og Eðvarð Sigurðs- son formaður verkamanna- félagsins Dagsbrúnar. I gærmorgun kom til Hafnar- fjarðar togarinn Apríl með full- fermi af karfa, eftir 15 daga ferð á Nýfundnalandsmið, þar af sex daga á veiðum. Einnig er von á Maí n. k. mánudag til Hafnarfjarðar með um 400 tonn af karfa af Nýfundnalands mlðum. Hinir togarar Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar Júni og Ágúst eru báðir á veiðum. Júní er nýfarinn og ekki enn vitað um hvort hann verður á heimamiðum, eða við Grænland. Ágúst er hins vegar á heimamiðum. Seldu falsaðar ávís- Ávlsanafalsararnir, sem Vfsir skýrði í gær frá að hefðu verið handteknir vestur á Snæfellsnesi hafa nú orðið að svara til saka fyrir rannsóknarlögreglunni í Reykjavík og stóð rannsókn yfir Iengi dags í gær. ^/VSA/WWSA/WWWVW' Það hefur komið í ijós við rann- sókn málsins að þrír menn eru viðriðnir þessar ávísanafalsanir, sem eru býsna umfangsmiklar, því samtals nemur fjárhæðin um 20 þús. kr. sem þessum mönnum hef- úr tekizt að svíkja út með fölsuð- um ávísunum, og munu þó ekki öll kurl vera komin til grafar í þeim éfnum ennþá. Þeir tveir piltar, sem handteknir voru vestur á Snæfellsnesi í fyrra- dag hafa þegar játað á sig verkn- aðinn, er annar þeirra 21 árs gam- all, Ingvar Róbert Valdimarsson að nafni, en hann hefur áður ver-: ið dæmdur fyrir misferli. Hinn pilturinn er aðeins 16 ára gamall i og hefur ekki komið við sögu lög- reglunnar áður. Þriðji maðurinn, sem með þeim hefur verið við þessar ávísanafalsanir, hefur ekki verið handtekinn ennþá, en lög- reglan hefur verið að leita hans. Ávísanirnar sem piltarnir hafa falsað eru frá 400 krónum og upp í 3500 krónur. Hafði þeim tekizt að stela stimplum frá fyrirtæki einu hér í bænum og ávísanahefti og það auðveldaði útgáfu ávísan- anna og sölu þeirra. fflaría faria tiE Parísar María Guðmundsdóttir, feg- urðardrottning íslands 1961, fór í morgun með flugvél til London, en hún hefur dvalist hér heima í tæpan hálfan mán- uð, eftir að hún kom heini frá Framh. á bls. 5. Haustslátrun hafin Haustslátrun er nú hafin og eftir þeim upp- lýsingum sem Vísir hef- ur aflað sér hjá Fram- leiðsluráði Landbúnað- arins mun eitthvað fleira fjár verða slátrað nú í haust, en í fyrra haust, en þá var slátrað 822 þúsund fjár. Fjöldi slát- urhúsa verður svipaður og í fyrra. ' Vísir hafði einnig í morgun samband við Sláturfélag Suður- lands og spurðist fyrir um það hjá framkvæmdarstjóra þess hvað félagið myndi slátra mörgu fé. Sagði hann slátrun hjá félag- inu hafa hafizt f gær og stæði hún langt fram í október. Alls myndi verða slátrað hjá félag- inu 150 þúsund fjár í sjö slátur- húsum félagsins. Væri það um tíu þúsund meira, en í fyrra haust. Aðspurður hvernig sumar- slátrun hefði gengið sagði hann að hún hefði gengið ágætlega. SÍátrað hefði verið færra fé og sala væri ekki mjög mikil. Staf- aði það bæði af háu verði á kjötinu og eins að mikið væri eftir af frystu kjöti, sem hefði geymzt vel.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.