Vísir


Vísir - 20.09.1962, Qupperneq 3

Vísir - 20.09.1962, Qupperneq 3
Fimmtudagur 20. sept. 1962. V i ;> IR 3 ÉIIÍ * ' . 4 ■» í > ' 'v — Ég held að okkur sé óhætt að segja tvö þúsund. Nú gátum við ekki tafið þá lengur, svo við röltum af stað. Niður í Slipp sáum við hvar var verið að kústa Pétur Sig- urðsson frá Reykjavík hátt og lágt og búa hann undir næstu törn. Nú síðustu daga hefur bátum fjölgað nokkuð ört í höfninni og öllum ætti að vera Ijós ástæðan — síldarbátarnir eru komnir, og flestir síldarkarlarnir komnir í land og vappa ánægðir um með híruna í vasanum. Það var hálfgert leiðindaveð- ur, þegar við gengum eftir Grandanum og lituðumst um eftir nýaðkomnum sildarbát. En heppnin virtist ekki ætla að vera með okkur, því flestir voru komnir fyrir nokkru og bátarnir möruðu rólega við bryggjumar mannlausir. AUt í einu komum við auga á tvo unga rösklega menn sem vom að þrífa Iestarborð á bryggjunni fyrir neðan kaffi- skúrinn. Þegar nær dró sáum við að þetta vom tveir skip- verjar af Víði SU 175, svo við áræddum að tefja þá stundar- kom. — Hvað er langt síðan að þið komuð? — Annar þeirra klæddur gul- um sjóstakk verður til svars: Við komum á sunnudagsmorg- un, eftir að hafa verið tvo mán- uði og tuttugu daga, frá því að við lögðum af stað til veiða. — Og þið hafið þénað heil- mikið? — Þénað?... Já nokkuð, þetta var svona sæmilegt. Við höfð- um ein 90 þúsund út úr þessu, en helv.... Gerðardómurinn hafði af okkur ein sautján þús. — Hvað veidduð þið mörg mál? — Það vom liðlega tuttugu þúsund. — Hvað haldið þið að þið hefð uð veitt mikið án þessara full- komnu tækja? . MYNDSJÁ • -

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.