Tölvumál - 01.02.1995, Blaðsíða 16

Tölvumál - 01.02.1995, Blaðsíða 16
Febrúar 1995 að hvetja en letja til sem frjálsastrar þróunar á þessum nýja neytendamarkaði. Mennta- og rannsóknastofnanir þurfa einnig áframhaldandi velvilja og skilning stjórnvalda í uppbyggingu á netþjónustu fyrir nemendur, kennara, vísindamenn og aðra sem sinna rannsóknum og þróun. Ekki dugir að leggja ljósleiðara hringinn í kringum landið. Slíkar lagnir þarf í nánast hvert hús. Óraunhæft er að búast við lagningu Ijósleiðara eingöngu fyrir Internet. Það sem þarf er sameiginlegt veitukerfi fyrir sjónvarp, tölvunet og síma í hvert hús. Fæst fjármagn til þess? Tekst að samhæfa aðgerðir og vilja þessara þriggja aðila og stofnana eða fyrirtækja sem þeim tengjast? Og er pólitískur vilji fyrir hendi? Hér er um grundvallarspurningar að ræða, sem þurfa umræðu á næstunni. Mikilvægi netsins - eitt dæmi Sá sem þetta ritar starfar á Vatnamælingum Orkustofnunar, m.a. við gerð rennslislíkana sem mikið eru notuð við virkjana- áætlanir. Það er nærtækt að lokum að nefna eitt dæmi um mikilvægi netsins í tengslum við rannsóknir á þeim vettvangi. Árið 1989 settu vatnafræði- stofnanir á Norðurlöndum fram víðtæka áætlun um rannsókn á afleiðingum veðurfarsbreytinga fyrir hringrás vatnsins á Norður- löndum, með fjárhagsáætlun upp á hálfan milljarð króna. Á þeim tíma virtust veðurfarslíkön vera að komast á það stig, að hægt væri að líkja eftir afleiðingum aukinna gróðurhúsaáhrifa með sæmilegum árangri. Þá væri einnig hægt að líkja eftir rennsli og orkufram- leiðslu í líkönum sem byggðu á þeim upplýsingum. Sótt var um stuðning hjá Noit- ænu ráðherranefndinni. Þar fór umsóknin hringferð um kerfi sam- ráðsnefnda milli fagráðuneyta á Norðurlöndum. Öllum fannst verkefnið gott, en það í heild ekki á neinu þröngu fagráðherrasviði. Leit helst út fyrir að örlög þess yrðu að falla milli margra stóla. Tæpri viku fyrir lok nýs um- sóknarfrests, í apríl 1990, komu boð um að tekið yrði jákvætt í vel endurunna umsókn um efnið á sviði orkumála. Hér var tíma- skortur orðinn erfiður Þrándur í Götu, því meðal skilyrða fyrir styrk frá hinum norrænu sjóðum er, að minnst tvær þjóðir standi að umsókn. Svo vel vildi til, að norski verk- efnisstjórinn var með tengingu við Internet, og Orkustofnun sömu- leiðis. Með aðstoð netsins vai' hægt að hafa skoðanaskipti og senda nauðsynlega textabúta á milli Noregs og íslands og ritstýra þeim fram og aftur á tölvutæku formi, þannig að sameiginleg umsókn lá fyrir í tæka tíð. Mikilvægt non'ænt verkefni, sem lýkur formlega á næstu mánuðum, var í höfn. Allar Norðurlandaþjóðirnar hafa staðið að framgangi þess síðastliðin fjögur ár og notið góðs af sam- starfinu. Fullyrða má, að Internet hafi verið afgerandi fyrir líf eða dauða verkefnisins. Kristinn Einarsson er vatnafrœðingur hjá Vatnamælingum Orku- stofnunar. Jafnframt hefur hcinn sinnt nokkuð tölvumálum á stofnuninni, og er stjórnarmaður í SURIS - Samtökum um upplýs- inganet rannsóknar- aðila, sem reka ISnet. Punktar... Sjálfsafgreiðsla á flugvöllum Öll þekkjum við hversu tímafrekt og lýjandi er að fara um flugvelli. Biðraðir eru regla frekar en undantekning. Til að reyna að stytta biðtíma hafa flugfélög verið að gera tilraunir með bæði sjálfsafgreiðslu á flugvelli og bókanir án miða þar sem viðskiptavinur fær í gegnum síma lykilnúmer sem hann gefur upp við brottfarar- hlið. Nýjasta tilraunin er raf- rænt kort sem nota má til að bóka flug, tékka inn og stað- festa greiðslu. Því er spáð að innan 5 ára muni meginhluti bókana á styttri vegalengdum innan Bandaríkjanna eiga sér stað með þessum hætti. Delta flugfélagið býður viðskipta- vinum sínum nú þegar kort sem nota rná til að bóka sæti og greiða fyrir það á flugvell- inum við brottför, án pappírs. Galileo bókunarkerfið stefnir að því að bjóða svipaða þjón- ustu innan skamms. Ástæðan fyrir áhuga flug- manna á þessari tækni stafar ekki eingöngu af áhuga fyrir velferð viðskiptavinarins eða minnkandi skriffinnsku. Með vaxandi samkeppni flugfélaga og opnari mörkuðum verður æ ljósara að flest flugfélög bjóða nákvæmlega eins vöru. Þau beina því augum sínum í vax- andi mæli að dreifingunni til að sannfæra viðskiptavininn um hvers vegna hann skuli fljúga með ákveðnu flugfélagi. Það sakar heldur ekki að komast í beint samband við viðskipta- vininn og fella út kostnað ferðaskrifstofunnar og annarra dreifingaraðila, en kostnaður þeirra getur numið allt að 25% af útgjöldum flugfélags. 16 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.