Tölvumál - 01.02.1995, Qupperneq 11

Tölvumál - 01.02.1995, Qupperneq 11
Febrúar 1995 JP.- This map may be obtained via anonymous ttp (rom ftp.cs.wisc.edu, connectivity table directory Copyright©1994 Larry Landweber and the Internet Society. Unlimited permission to copy or use is hereby granted subject to inclusion of this copyright notice. INTERNATIONAL CONNECTIVITY Version 11 -7/11/94 [3 Internet ■ Bitnet but not Internet □ EMail Only (UUCP, FidoNet, or OSI) I J No Connectivity V J tengingarnar við ARPANET, til Englands og Noregs. Hjá frændum okkar Norðmönnum var tengingin hjá Kongsberg Vápenfabrik, enda var hér enn utn hernaðarlegt rannsóknarverkefni að ræða. Arið 1974 var forskrift sett fram um gerð Transmission Con- trol Program (TCP), stýriforrits fyrir pakkasendingar. Bandarískt fyrirtæki, sem unnið hafði að rannsóknum fyrir ARPA (BBN), stofnaði Telenet, viðskiptaútgáfu af ARPANET, á því sama ári. Og á árinu 1976 var UUCP forritið (Unix-to-Unix CoPy) þróað hjá AT&T og dreift með Unix stýri- kerfinu ári seinna. Þremur árum síðar var USENET ráðstefnu- kerfinu komið á fót, og efninu dreift með aðstoð UUCP. ARPA stofnaði á því sama ári netstjórnar- nefndina Internet Configuration Control Board (ICCB). Skammt var stórra högga á milli, og í kringum 1980 sóttust aðrir vísindamenn en þeir sem stunduðu hernaðarrannsóknir einnig eftir netsamskiptum. Árið 1981 voru BITNET (Because Its Tinte NETwork) og CSNET (Computer Science NETwork) stofnuð til að þjóna vísinda- mönnum við háskóla án ARPA- NET aðgangs. BITNET notaði RSCS forskriftir frá IBM og veitti póst- og póstlistaþjónustu, en CSNET notaði RFC forskriftirnar frá ARPANET. Árið eftir, eða 1982, voru settir fram Internet- staðlarnir Transmission Control Protocol (TCP - sem breytir sendi- skrá í straum af sendipökkum og tengir viðtökupakka saman í viðtökuskrá) og Internet Protocol (IP - sem sér um að beina pökk- unum rétta leið) og teknir upp á ARPANET og hjá varnar- málaráðuneti Bandaríkjanna. Internet var þá skilgreint sem tengd net er nota TCP/IP. Sama ár var EUnet stofnað af EUUG (Euro- pean Unix User Groups), Sam- tökunum Unix notenda í Evrópu, til að veita póst- og ráðstefnu- þjónustu. Árið 1983 var nafnaskrárþjónn þróaður, og þar með var ekki lengur nauðsynlegt að þekkja nákvæma leið milli netkerfa, til að koma boðum á milli. Gamli NCP staðallinn var einnig endanlega lagður af og eingöngu notað TCP/ IP. Brú var sett upp milli ARPA- NET og CSNET, og MILNET (lokað netkerfi hersins) klofið út úr ARPANET. Sama ár sjá vinnu- stöðvar dagsins ljós, og aðstæður skapast fyrir staðarnet sem tengjast beint sín á milli án milligöngu stórtölva. Einnig var Internet Ac- tivities Board (IAB) stofnað og Berkeley háskóli gaf út BSD-Unix útgáfu 4.2, sem innifól TCP/IP. Hér var um ókeypis stýrikerfi að ræða sem gekk á mörgum gerðum tölva og útbreiðsla þess víða um Tölvumál - 11

x

Tölvumál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.