Tölvumál - 01.02.1995, Blaðsíða 20

Tölvumál - 01.02.1995, Blaðsíða 20
Febrúar 1995 Skjalastjórnun Grein þessi er byggð á erindi semflutt var á ET-degi SI í desember 1994. Eftir Maríu Sigmundsdóttur Notkun upplýsingatækninnar í fyrirtækjum þróast mjög ört og hefur, auk þess að hafa orðið til hagræðingar í fyrirtækjum, gert störf okkar ánægjulegri og áhuga- verðari. I fyrirtækjum eru starfsmenn stöðugt að fletta upp upplýsingum sem geymdar eru í tölvu og hafa fundið hagræðið af því. Samt sem áður er enn talið að um 80-90% upplýsinga séu geymdar á pappír. Starfsmenn eyða miklum tíma í að leita að skjölum á pappír, sem geymdur er á skipulegan og óskipulegan hátt í fyrirtækinu. í tölvunni eru skráðar upplýs- ingar svo sem: - Bókhald - Launaskrá - Viðskiptamannaskrá - Sölukerfi - Þjóðskrá Það er fljótlegt að fletta upp á færslu í bókhaldi, en það getur verið seinlegt að finna fylgiskjölin. Það er þægilegt að fletta upp á starfsmanni í launaskrá, en meiri fyrirhöfn að fá öll fylgiskjölin t.d. umsókn, meðmæli, starfsmat, myndir af honum og ýmislegt sem geymt er annars staðar á pappír. Eftir að starfsmenn fóru að rita skjölin sín sjálfir í ritvinnslu eða búa þau til í öðrum forritum, kemur það oftar fyrir að þeir gleymi að skila eintaki í skjalasafn. Þeir einfaldlega geyma skjölin í sínu safni í tölvunni, þar sem þeir sjálfir eiga fullt í fangi með að finna þau, hvað þá aðrir sem á þeim þurfa að halda. Það eru nefni- lega ekki allir sem nýta sér það að skipuleggja skjölin sín í tölvunni heldur vista þau öll í einum potti. Þetta er eins og að hrúga pappír í stóran bunka og ætla svo að fletta í gegnum hann til að finna eitt skjal. í flestum fyrirtækjum er skjalasafn þar sem skjöl eru geymd á skipu- legan hátt t.d.: - Innkomin bréf - Útsend bréf (útbúin í ritvinnslu) - Samningar - Myndir (ljósmyndir skírteini) - Fylgiskjöl með bókhaldi - Blaðagreinar - Teikningar - Umsóknir Yfirleitt eru frumrit skjala geymd í skjalasafninu. Auk þess er algengt að afrit af sömu skjölum séu geymd hjá starfsmönnum á óskipulegan hátt bæði á pappír og í tölvu. Jafnvel lenda frumrit í skúffum þeirra og komist aldrei í skjalasafnið. Tímafrek leit Þrátt fyrir að skjalasafn sé vel skipulagt, getur það reynst starfs- mönnum erfitt og tímafrekt að finna skjöl. Skjölin finnast ekki þegar starfsmenn þurfa á þeim að halda. Starfsmenn þekkja ekki skjalasafnið og þurfa oft aðstoð frá skjalaverði til að finna þau. í stæm fyrirtækjum er skjalasafnið oft á annarri hæð eða jafnvel í annari byggingu. Þegar skjalið finnst þarf að afrita það og koma því til þess sem bað um það. Það er mjög kostnaðarsamt að geyma upplýsingar á pappír og afrita þær og dreifa. Athuganir hafa leitt í ljós að: - Hvert skjal sé ljósritað um það bil 7 sinnum og hvert ljósrit kosti um 8 kr. - Það taki um 20 mínútur að finna skjal - Um 4% skjala glatist eða finnist ekki aftur - Um 15% af tíma starfsmanna fari í að vista og leita að skjölum - Geymslupláss kosti um 16 kr. á síðu - Það kosti um 300.000 kr. að fylla skjalaskáp 20 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.