Tölvumál - 01.02.1995, Blaðsíða 12

Tölvumál - 01.02.1995, Blaðsíða 12
Febrúar 1995 lönd varð eftir því. EARN (Euro- pean Academic and Research Network) netkerfið var sömuleiðis stofnað árið 1983, en það vinnur mjög svipað og BITNET skv. forskriftum frá IBM. Ári síðar var tölvunafnaþjónusta með Domain Name Server (DNS) kynnt. Nettengdar tölvur fóru yfir 1.000 árið 1984. ...og innanlands líka Nú var skammt að bíða þess að einhverjar sögur færu af netmálum á íslandi. Árið 1986 var NSFNET (National Science Foundation NET) stofnað í Bandaríkjunum, og tók það við hlutverki ARPANET að úthluta netföngum. Network News Transfer Protocol (NNTP) forskrift var gerð til að auka afköst Usenet ráðstefnukerfis. Mail Ex- changer (MX) færslur voru skilgreindar til póstskipta við netkerfi án IP forskriftar. Og á þessu sama ári gerist hvort tveggja í senn, að Hafrannsóknastofnun tekur í notkun UUCP tengingu við EUnet (með mótaldi um Amster- dam) undir hatti ICEUUG - Félags Unix notenda á íslandi og forustu Gunnars Stefánssonar, og Reikni- stofnun Háskólans (RHI) setur upp EARN samband og X.400 sam- band. Nokkur skriður var nú kominn á þróun netmála og 1987 fara nettengdar tölvur á Internet yfir 10.000. Tölvur tengdar BITNET fara á sama ári yfir 1.000. Og Einar J. Skúlason gefur Reikni- stofnun sína fyrstu Unix vél. Reiknistofnun tengist Hafrann- sóknastofnun með UUCP. Og á sama árinu eru Samtök um upp- lýsinganet rannsóknaaðila á Islandi (SURÍS) sett á fót, einkum til að stuðla að notkun OSI staðla á Islandi. ISnet er stofnað sem net undir stjóm ICEUUG, félags Unix notenda. Nafngiftum undir .is svæðinu er úthlutað til SURÍS og ISnet tekur upp svæðisnetföng (do- main addressing). Árið eftir, 1988, grefur Internet ormurinn um sig, og hefur áhrif á um 6.000 af um 60.000 tölvum á Internet. Varnarmálaráðuneyti Bandarfkjanna veðjar á OSI (Open Systems Interconnect) samskipta- staðla og lítur á TCP/IP sem millibilsástand. Þáhefur ISnet 10 aðila tengda. Fyrstu IP netföngum er úthlutað til SURÍS. Hafrann- sóknastofnun og Reiknistofnun Háskólans taka upp TCP/IP staðal. Norræna rannsóknanetið NORDUnet er sett á laggirnar með styrk frá Norrænu ráðherra- nefndinni. EARN sambandið, sem byggst hafði á styrk og gjafatölvu frá IBM, er lagt niður. Árið 1989 fara nettengdar tölvur á Internet yfir 100.000. Grunntengingar á NFSNET fara í 1,5 Mbps bandvídd (Tl). Evrópskir netþjónustuaðilar stofna RIPE (Reseaux IP Europeens) til að tryggja nauðsynlega sam- ræmingu fyrir evrópskt IP netkerfi. Fyrstu tengingarnar er settar upp milli tölvupóstfyrirtækja á viðskiptagrundvelli og Internets. Tækni- og rannsóknanefndirnar Internet Engineering Task Force (IETF) og Internet Research Task Force (IRTF) verða til undir Inter- net Activities Board (IAB), til frekari þróunar á netkerfinu. CSNET og BITNET sameinast í rannsókna- og menntanetinu CREN. Á íslandi tekur Reikni- stofnun Háskólans við rekstrinum á ISnet undir hatti SURÍS og hættir rekstri X.400 gáttar. Sama ár er tölva SURÍS, isgate.is, sett upp með styrk frá Rannsóknaráði. Útlandasambandið er flutt frá EUnet til NORDUnet (með IP yfir X.25 um Kaupmannahöfn). ISnet verður hluti af Internet. Grunn- skólinn á Kópaskeri tengist við ISnet. 40-60 tölvureru tengdar net- inu á íslandi. Ári síðar, eða 1990, er ARPA- NET loks formlega lagt niður. Archie og Hytelnet leitarforritin verða til um þær mundir. Hér heima er þjónusta fyrir tölvunöfn (DNS) á .is svæðinu flutt á isgate.is, tölvu SURÍS, og 9,6 kbps föst lína til NORDUnet í Stokk- hólmi tekin í notkun. SURÍS gefur út handbók fyrir notendur. Nú er að komast skriður á notkun netsins í viðskiptalegum tilgangi, og 1991 er fyrirtækið Commercial Internet eXchange (CIX) Association, Inc. stofnað af fyrirtækjum bakvið viðskiptanetin CERFnet, PSInet og AlterNet. Wide Area Information Servers (WAIS) og Gopher forritin verða til. Á íslandi gerist það helst, að Skrifstofa Alþingis tengist við ISnet. Árið 1992 er Internet Society (ISOC) stofnað. Og hjá evrópsku rannsóknastofnuninni CERN kemur World-Wide Web, eða Vefurinn, fram. Nettengdar tölvur á Internet fara yfir 1.000.000. Grunntengingar á bandaríska vísindanetinu NFSNET fara í 45 Mbps bandvídd (T3). Fyrsta hljóð- og myndfjölvarpið fer fram á netinu. Netstjórnarnefndin Intemet Activities Board breytist í Intemet Architecture Board og fellur undir Internet Society. Og á Islandi er föst lína til NORDUnet í Stokk- hólmi uppfærð í 56 kbps bandvídd. Siðareglur (Acceptable Use Policy) eru settar fram fyrir ISnet. Enn færumst við fram um eitt ár. 1993 stofnar Vísindaráð Bandaríkjanna (NSF) þjónustu- miðstöðina InterNIC til að veita efnisskrár-, gagnagrunns-, skrán- ingar- og upplýsingaþjónustu á Internet. Sameinuðu þjóðirnar og Alþjóðabankinn nettengjast. Mo- saic forritið fer sem eldur um sinu á Internetinu og veldur yfir 300.000 % aukningu á World- Wide Web umferð á ársgrundvelli. Samsvarandi aukning á Gopher umferð er 1.000%. Hér heima tengist Islenska menntanetið við ISnet með fyrsta sambandinu um Háhraðanet Pósts og síma. Stjórnarráðið tengist við ISnet, einnig um Háhraðanetið. 12 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.