Vísir - 24.09.1962, Blaðsíða 1

Vísir - 24.09.1962, Blaðsíða 1
Bátarsökkva oaskemaast í óveðrinu hér syðra síðastliðinn sólarhring, urðu þeir mest varir við veðurhaminn sem búa syðst og vestast í Reykja- Þar stóð stormurinn upp á og hafrótið var slíkt að varla sá út um glugga fyrir sjávarseltu. Veður sem þetta hlaut að hafa sínar afleiðingar, enda fór það svo að tjón varð. Við verbúðabryggjurnar vestast höfninni varð þannig nokkurt Risatré iéll / vaiinn Ýmislegt gekk á í óveðrinu. Það var ekki nóg með að stormurinn og regnið gerðu spjöll á mannvirkjum heldur létu veðurguðirnir reiði sína einnig bitna á náttúrunni sjálfri. Þannig felldu þeir að velli gamalt og virðulegt tré uppi á Njálsgötu, sem var 10 metra hátt og 40 ára gamalt. Atburður þessi telst þó meira en venjulegar og slysalegar náttúruhamfarir, Það á sína sögu og sína aðdáendur sem syrgja nú fáll þess af heilum hug. Það stóð £ garði Gríms Engilberts að Njálsgötu 42 og hefur lifað tvær kynslóðir í fjöl- skyldu hans. Það var gróðursett um 1920 og hefur staðið þarna í skjóli hússins æ síðan. Síðustu árin hefur það þó verið svo, að húsið hefur frekar staðið í skjóli þess. Klukkan tvö í gærdag byrjaði tréð að riða í veðurofsanum og var lögreglan kölluð á vett- vang. Síðast voru komnir einir 8 lögreglumenn en allt án ár- angurs. Trénu varð ékki bjarg- að, af því stafaði hætta og að lokum var það fellt niður. Kona Gríms, frú Laufey Eng- ilberts, telur að það hafi verið rótarslitið því jarðvegurinn rifn aði og sprakk undir því. „Þetta var með fallegustu trjám og að því er mikill sjón- arsviptir. Það var fagurt og greinamikið og stóð eins og konungur í garðinum. Það var alveg sérstakt tré og það ríkir sorg í húsinu hjá okkur í dag,“ sagði frú Laufey. Tré þetta var ösp, innflutt frá Bornholmi. tjón á bátum, sem bæði sukku og skemmdust mikið. Aðfararnótt sunnudags slitnaði Freyja RE 97, 24 tonna bátur, frá bryggju og rak yfir að næstu bryggju, þar sem Aðalbjörg RE 5, lá. Skipti það engum togum, að Freyja skall á Aðalbjörgu og urðu miklar skemmdir á báðum bátun- um (sjá mynd). Flagnaði ailur klæðnaður framan af Aðalbjörgu og stóð hún eftir með gapandi ginið. Aðalbjörg er eign Einars 1 Steinabæ, eins og margir vita. Auk þessa sukku einir fjórir trillubátar þarna við verbúða- bryggjurnár án þess að björgun væri við komið. Mestan hluta næturinnar voru bátaeigendur og lögreglumenn á stjái þarna um og reyndu að bjarga því sem hægt var. Drógu þeir meðal annars einn bátinn, Æskuna, þegar hann var að því kominn að sökkva, upp á grunnt, þannig að hann fór'ekki allur í kaf. Siys íBankastræti Aðfaranótt sunnudagsins um kl. 2 varð slys í Bankastræti með þeim hætti að leigubifreið ók á tvær konur, sem voru á gangi yfir götuna. Slasaðist önnur þeirra al- varlega og liggur nú á sjúkrahúsi meðvitundarlaus. Slys þetta skeði þannig, að leigu bifreið var ekið niður Bankastræti, en I sama mund gengu tvær konur Jódís Björgvinsdóttir, Bergstaða- stræti 54, 29 ára, og Oddný Eilífs- dóttir, Baldursgötu 25 B, 30 ára, suður yfir Bankastræti rétt fyrir neðan gatnamót Ingólfsstrætis. Bílstjórinn sá ekki konurnar fyrr en rétt þegar hann var kominn að þeim, enda var útsýni slæmt, rok og rigning. Farþegi sem sat í aft- ursætinu ber hið sama, að hann hafi ekki séð konurnar fyrr en þær voru framan við bílinn hægra meg- in. Þegar bilstjórinn sá konurnar snarhemlaði hann og beygði til vinstri. Önnur konan sem aftar var, Oddný, kastaðist þá hægra; megin við bílinn, en hin, Jódís, hvarf fram undir hann. Hljóp bíl- stjórinn þegar út og sá að hún lá langsum undir bílnum. Kallaði bíl- stjórinn þegar á hjálp gegnum tal- stöð og kom lögregla og sjúkra- Framhald á bis. 5. Sfvít jörð á Snæfellsnesi Kl. hálfellefu í morgun var al- hvít jörð á Hellissandi og taldi símstöðvarstjórinn þar, sem blað- ið hafði tal af, að slíks þekktust ekki dæmi á þessum tíma árs. Snjórinn var í skóvarp og var enn snjókoma þegar símtalið átti sér stað, en þá var byrjað að blota. Líklegt er að snjóað hafi í morgun um allt utanvert Snæfellsnes. Veðrið mun ekki hafa verið enis slæmt þar og við Faxaflóa og ekk- ert tjón mun hafa orðið þar á bát- um eða mannvirkium. Unnið að björgun Æskunnar sem hálfsökk I fyrri nótt. BíII frá Vöku vinnur við björgunina. VISIR 1 52. árg. — Mánudagur 24. september 1962. -r- 218 tbl. { » \

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.