Vísir - 24.09.1962, Blaðsíða 16

Vísir - 24.09.1962, Blaðsíða 16
VÍSIR Mánudagur 24. september 1962. Skipstjóri drukknar Ungur skipstjóri í Sandgerði Magnús Ragnar, drukknaði s.l. föstudagskvöld, þegar hann var að huga að báti sínum. Hann var 35 ára og lætur eftir sig tvö ung böm. Von um björgun búts íÞorláksböfn I fyrrakvöld gerði suðaustan ofsa veður í Þorlákshöfn og fylgdi því mikið brim er leið á nóttina. 7 bát- ar voru inni, 6 við legufæri á höfn- inni, og sakaði þá ekki, en bátur úr Reykjavik, Skýjaborg, lá bund- inn við bryggju. Fljótlega varð ó- fært við bryggjuna, en þrír af á- höfn bátsins voru þó um borð alla nóttina og reyndu eftir megni að halda honum við og verjast áföll- um. En á flóðinu eftir hádegið í gær reið ólag yfir bátinn, við það hálffyllti og lagðist báturinn á hlið- ina. Hann rétti sig þó við aftur og 12 vindstig í Eyjum Fárviðri var i. Vestmannaeyjum aðfaranótt sunnudagsins og mæld- ust 12 vindstig þar. Ekki urðu þó neinar skemmdir 1 höfninni, enda eru allir bátar þar í góðu vari, þegar sunnanátt er. — Helztu skemmdir í rokinu voru þær, að uppsláttarmót fuku af fiskverkun- arhúsi Ingólfs Arnarsonar. Var verið-að bæta ofan á húsið á ann- að hundrað fermetra byggingu. Þá fauk steypt grindverk á einum stað í bænum. gátu skipverjar þá forðað sér í land. Er það mál manna að þeir hafi setið á meðan sætt var og hafi raunar hætt lífi og limum á meðan þeir börðust við að halda bátnum við bryggjuna. Næsta ólag, sem reið yfir bátinn, eftir að mennirnir höfðu forðað sér í land, lagði hann Frh. á 5. síðu. Hér sést Pétur formaður Vífiis standa á þilfari hins strandaða báts. Þetta gömlu bryggjunni, en þó er maðurinn þarna íiífsháska. rétt Unnið / ofsastormi að björgun báts í Hafnarfirði Fjöldi manns safnað- ist saman niður við höfn í Hafnarfirði í gær, til að horfa á tilraunir til að bjarga 10 tonna þilfars- báti, Vífli GK 144, sem hafði strandað í fárviðr- inu í gær á kletti í höfn- inni. í fyrstu tókst að draga hann af klettinum ineð jeppa en síðan var hann dreginn með hand- afli upp að bryggju. - Myndirnar sem hér birt- ast sýna baráttuna við að bjarga bátnum og stóðu menn þama við verkið í 10 vindstigum og rigningu og voru orðnir allþjakaðir eftir verkið. Þegar til kom var leki kominn að bátn um og varð loks að draga hann upp í sendna fjöru. Eigendur þessa 10 tonna báts eru Þórður Magnússon Laufási 5 og Guðfinnur Bergsson, Lauf- ási 3, Garðahreppi. Skömmu eftir hádegi á sunnudag fór Þórður niður í bátinn þar sem hann lá við Nýju bryggju. Ætl- aði hann að flytja hann að vest- anverðum hafnargarðinum, sem er sunnantil í höfninni, vegna roksins og þar sem búizt var við breyttri vindátt. En á leiðinni stöðvaðist vél bátsins og skipti það þá engum togum að hann rak upp að landi vestan Gömlu bryggjunnar, en þar eru klettar. Þar festist hann á kletti rétt við bryggjuna og barðist þar nokkra stund. Sýnir önnur myndin hvar Þórður stendur á þilfari hins strand- aða báts. Menn brugðu skjótt við til hjálpar og vildi þá svo heppi- lega til að hægt var að koma jeppa við til að draga bátinn Framhald á bls. 5. Kæra út af skemmd um kartöflum Vífill var dreginn með handafli upp að bryggjunni og sést á myndinni, að menn taka hraust- lega á. ----------------------------------------------------------------------------------------í----- Laust fyrir hádegið i gær af- henti Sveinn Ásgeirsson, fyrir hönd Neytendasamtakanna, Sjó- og Heiltlorverí sildurfrumleiBslunnor um SSGmiEjónir Aldrei hefir annáð eins sildar magn borizt á land og á þeirri vertíð, sem er nýlokið, og er verðmæti aflans eftir því, Davíð Ólafsson fiskimálastjóri skýrði frá því í fréttaauka í Ríkisút- varpinu í fyrrakvöld að láta myndi nærri að andvirði aflans til veiðiskipa og áhafna næmi, a. m. k. 400 milljónum króna, og er það 50% eða 130 milljón- um kréria hærri upphæð en á vertíðii.n; í fyrra. Útgerðarkosn- aður hefii og aukizt talsvert. Fiskimálastjóri nefndi einnig að ekki myndi fiarri lagi að ætla að heildarverðmæti framleiðsl- unnar á síldarvertíðinni gæti numið um 850 milljónum króna, eða um 200 milljónum króna meira en í fyrra. Reiknað í tonn um varð síldaraflinn nú uni 180 þúsund tonnum meiri en í fyrra. Meoalafli á skip varð í sumar 10.480 mál og tunnur og héfir meðalaflinn aðeins tvisvar orðið meiri, það er að segja árin 1944 og 1942. Árið 1944 varð meðalafli á skip 12.470 mál og tunnur og árið 1942 varð hann 10.800 máþog tunnur. Ef litið er á síldarmagnið í heild og talið í tonnum kemst'eng- in vertíð í samjöfnuð við vertíðina í sumar. I súmar varð heildarafl- inn 320 þúsund lestir á 83 dögum. Næst mesta síldarár, sem komið hefir, var 1942, en þá varð heildar- aflinn þó ekki nema 235 þúsund lestir. í sumar nam heildarsöltun 375 tunnurn uppsöltuðum, en saltsíld- armarkaðurinn var takmarkaður sem kunnugt er og hefði verið hægt að salta meira ef markaður- inn hefði leyft. I fyrra var saltað í 364 þúsund tunnur. Bræðslusíld- Framhald á bls. 5. verzlunardómi Reykjavíkur kæru á hendur Grænmetisverzlun Iand- búnaðarins vegna kartaflna, sem hún hefur sent á markaðinn nú um uppskerutímánn undir merkinu „fyrsti flokkur". Telja Neytenda- samtökin, að undangenginni athug- un, að kartöflurnar séu víðs fjarri því að heyra undir fyrsta flokk, og séu raunar að verulegu leyti skemmd vara. Sveinn Ásgeirsson sagði í sfmtali við blaðið í dag að kærur hefðu streymt til sam- takanna frá neytendum undanfarið út af þessari kartöflusölu og þess vegna hefðu samtökin látið fara fram athugun á þessari söluvöru Niðurstaðan af þeirri athugun er tilgreind í kærubréfinu og er svo hljóðandi: „Voru kartöflurnar mjög illa út- lít„.., ..ireinar, rakar margar og linar, stungnar og skornar, svartar í sárið, hýðisflagnaðar, skemmdar og sennilega sýktar, og sumar

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.