Vísir - 24.09.1962, Blaðsíða 7

Vísir - 24.09.1962, Blaðsíða 7
Mánudagur 24. september 1962. - VISIR Minningarorö: Arngrímur Fr. Bjarnason . ÍSAFIRÐI skeið kennt sjúkdóms þess, sem að lokum dró hann til bana. Hin margherta víkingslund hans gaf sig þó aldrei til hinztu stundar. Það er mikil eftirsjá í mönnum eins og Arngrími Fr. Bjarnasyni, en huggun er það harmi gegn, að þar fer mikill mannkostamaður, sem skal virtur vel fyrir sitt ágæta lffs- starf. Arngrímur lézt í Sjúkrahúsi ísa- fjarðar 17. sept. s. 1. Útför hans er gerð frá ísafjarðarkirkju í dag. Sverrir Hermannsson. Hver af öðrum hverfa þeir af sjónarsviðinu framámenn ísfirðinga hina sfðari áratugi. Nú síðast hvarf fyrir ætternisstapa hinn gagnmerki og ótrauði lífsbaráttumaður, Arn- grímur Fr. Bjarnason. Með honum er genginn einn gáfaðasti og um margt einn sérkennilegasti persónu- leiki á Vestfjörðum. Fyrir þá, sem kynna sér ævi og starf Arngríms, er það mikill fróð- leikur og um leið mikill lærdómur. Þar geta menn séð hvernig gáfuð- um manni tekst með áræði og dugnaði að brjótast úr fátækt til bjargálna og mikils félagslegs frama, því að heita má, að Arn- grímur hafi verið allt f öllu á ísa- firðu um árabil, svo sem stuttlega mun verða rakið. Amgrímur Friðrik, eins og hann hét fullu nafni, fæddist 2. október 1886 að Hafrafelli í Skutulsfirði, og var því tæpra 76 ára að aldri, er hann lézt. Foreldrar hans voru Mikkelína Friðriksdóttir og Bjarni Helgason, sjómaður. Að Arngrími stóðu traustar bænda- og sjómanns ættir við Djúp. Ungur að árum hóf Arngrímur nám í prehtiðn á ísa- firði, enda mun hugur hans snemma hafa hneigzt til hins skrifaða og prentaða orðs. Iðn sína stundaði hann síðan um árabil, jafnframt því sem hann stundaði margháttuð önn- ur störf og komst snemma til mann virðinga. í bæjarstjórn ísafjarðar var hann fyrst kosinn 1912 og sat til 1917.Þá flyzt hanntilBolungarv. Oddviti Hólshrepps vai) hann 1924 —’28 og póstafgreiðslumaður í Bolungarvík. Frá Bolungarvík fiuttist Arngrímur til Dýrafjarðar, og bjó á árunum 1930 — 1935 á Mýrum, en flyzt þaðan til ísa- fjarðar, þar sem hann átti heima Minningarorð: Friðrik V. Ólafsson Skólastjóri Nú er hann látinn, hinn mæti maður, 67 ára að aldri. Friðrik Valdimar hét hann fullu nafni. Hann fæddist á Vopnafirði 19. febrúar 1895. Faðir hans var Ólafur Friðrik Davíðsson verzlun- arstjóri þar. En móðir hans, og kona Ólafs var Stefanía Þorvarðs- dóttir Gíslasonar bónda á Fagur- hólsmýri. Friðrik fluttist 9 ára gamall með foreldrum sínum til Reykjavíltur. Þá varð faðir hans bókari Lands- bankans. Barnaskólaár Friðriks Friðrik aftur til Kaupmannahafnar til þess að nema sjómælingar og sjókortagerð. Hann lauk prófi í Sökort — Arkivet í Kbh. árið 1931 og varð nú skipherra á varðskip- fjölmörgum þingum félags- inu Ægi. En jafnframt forstjóri ,ns; Formaður iðnráðs Isafjarðar i 1M7 moi voru því í Reykjavik. En árið 1908 varð Ól. Davíðsson verzlunarstjóri Tangsverzlunar á Isafirði. Þangað fluttist Friðrik því 13 ára gamall. Þar Iifði hann unglingsár sín. Hann fór í Stýrimannaskólann i Reykjavík, þegar liann hafði aldur til og siglingaréttindi, og lauk þar hinu meira prófi árið 1914. Þá varð hann stýrimaður á fyrsta varðskipi landsins, Þór í Vestmannaeyjum. Síðan fór hann í foringjaskóla í Kaupmannahöfn og lauk þar prófi árið 1925. Og sama ár varð hann skipherra á varðskipinu Þór. Eftir fimm ára skipherrastarf á Þór fór sjómælinga ríkisins. Árið 1937 var Friðrik skipaður skólastjóri Sjómannaskólans í Reykjavík, og gegndi því starfi til dauðadags. Hér hafa aðeins verið talin helztu atriði æviferils og starfsfer- ils Friðriks Ólafssonar. En skiljan- legt er, að á slíkan mann hlóðust mörg störf, þó ekki séu talin hér. Hann var forseti Slysavarnafélags íslands, bæjarfulltrúi Reykjavíkur um skeið og gæzlustjóri Sam- ábyrgðar Isl. á fiskiskipum frá 1940 til dauðadags. Sýnir þetta, þótt fátt sé talið, að hann átti veg- legan og athafnaríkan æviferil að j baki, og að honum hefir verið trú- að fyrir miklu. Um hitt er þó mest | vert, að hvert hans spor og hvert i hans handtak varð ávinningur i landi hans og þjóðfélagi. Þótt ævi Friðriks yrði skemmri, i en líklegt mátti teljast, var hann ])ó hamingjusamur maður. Hann hlaut í vöggugjöf Iíkam- legt atgjörvi, gáfur og ættborið skapgöfgi. Hann átti fágætlega ást- úðugt æskuheimili hjá foreldrum og systkinum. Og hans eigið heim- ili varð fullkomið framhald af því. Og gæfan fylgdi honum einnig í öllum hans störfum. Ekki var Friðrik auðugur maður, kunni þó vel með fé að fara og hafði ekki fjárhagsáhyggjur hin síðari ár. En hann tók aldrei þátt í auðsöfnunarfyrirtækjum. Vár hvort tveggja, að hann hafðj ekki tóm til þess frá skyldustörfum og að þ?ð var ekki hans 'eðli. Hann vissi, að auður er valtastur vina. En orðstír deyr aldrei. Kona Friðriks Ólafssonar er Lára Sigurðardóttir Pálssonar hér- aðslæknis á Sauðárkróki. Börn þeirra eru þrjú. ÖII upp komin: Sigurður, ókvæntur, Þórunn, gift Indriða Þorsteinssyni rithöfundi og Þóra, gift Jóni Sigurbjörnssyni leikara. E...íamein Friðriks Ólafssonar var hjartabilun. Sigurður Kristjánsson. til dauðadags, og stundaði lengst af verzlun og útgerð. Arngrímur sat í bæjarstjórn Isa- fjarðar á nýjan leik 1934 — 1942. Ritstjóri blaðsins „Vesturland” á ísafirði var Arngrímur 1933—1942. Auk þess, sem nú hefur verið talið, starfaði Arngrímur um árabil í fjöl- mörgum félögum, ráðum og nefnd- um. Hann var forseti Fjórðungs- deildar Fiskifélags Vestfjarða frá 1918 — 1958 og varaforseti Fiski- félags íslands 1922 — 1930 og átti rg ár. Formaður Sjálfstæðisfé- lags Isafjarðar og aðaldriffjöðrin í starfi Sjálfstæðisflokksins á I’safirði um áratuga skeið, enda trúði hann staðfastlega á þá þjóðmálastefnu. Arngrímur var mikill áhugamað- ur um slysavarnamál. Enn fremur búnaðarmál og starfaði í Búnaðar- sambandi Vestfjarða og Slysavarna félagi íslands í fjölda ára. Arngrímur var frumkvöðull að stofnun ýmissa fyrirtækja á ísa- firði, og mátti segja að hann hefði alla tíð opin augu fyrir öllu því, sem til framfara horfði. Arngrímur var áhugamaður um' bindindismál og góður liðsmaðúr í sveit ísfirzkra bindindismanna. Arngrímur ritaði fjölda greina um hin margvíslegustu efni, enda má segja að áhugamál hans hafi verið óteljandi. Auk þess gaf hann út nokkur rit, og eru þessi hin helztu: Prentsmiðjusaga Vestfjarða — Gullkistan — Vestfirzkar þjóð- sögúr og sagnir, sem er mikill bálk- ur. Hann var ágætlega ritfær. Mælskur vel og heitfengur ákafa- maður í því sem öðru. Arngrímur var fréttnæmur með afbrigðum og fylgdist betur með en aðrir menn, sem ég hef þekkt til, öllu því, sem fram fór í kringum hann, enda lét hann sér ekkert mannlegt óvið-- komandi. Hann var lengi frétta- ritari Vísis vestra og gegndi því starfi með prýði. Arngrímur Fr. var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Guðríður Jónsdóttir frá Stóra-Laugardal á Skógarströnd. Hún lézt árið 1921. Þau áttu saman átta börn, og eru fimm þeirra á lífi. Árið 1923 giftist hann eftirlifandi konu sinni, Ástu Eggertsdóttur Fjeldsted, frá Skálavík, Eignuðust þau 11 börn, sem öll eru á lífi. Öllum börnum sínum kom Arn- grímur vél til manns. Sá, sem 'petta ritar, þekkti ekki til fyrri konu Arngríms, en síðari kona hans er hin mesta mannkostakona. Arngrímur hafði um nokkurt DANSSKÓLI Eddu Scheving tekur til starfa í byrjun október. Kennt verður: Ballett (2 tímar í viku), barnadansar og sam- kvæmisdansar. Byrjendur, framhalds- i flokkar og hjónaflokk- ar. Kennsla fer fram í Félagsheimili Kópavogs Innritun í síma 23500 daglega frá kl. 1—5 e. h. Ath.: Kenni eingöngu í Kópavogi í vetur. Nýr Simca Ariane til sölu Höfum til ráðstöfunar nú þegar nýjan Simca Ariane 6 manna. Upplýsingar í Simca-umboðinu Brautarholti 22 Sími 17379. BALLETSKÓLINN Laugaveg 31 (áður Tjarnargötu 4). - Kennsla hefst í byrjun október. — Barnaflokkar fyrir og eftir hádegi. Eft- irmiðdags- og kvöldstím- ar fyrir konur. Upplýsingar og innritun daglega kl. 3—6 í síma 24934. Dansskóli EHý Þorláksson tekur til starfa í október í Keflavík og Hafnarfirði. — Kennslu- greinar: Ballet- og akrobatik fyrir börn og unglinga. Plastik fyrir konur. Upplýsingar í síma 18952 daglega kl. 12-3. Saumastúlkur Saumastúlkur, helst vanar karlmannafata- saum óskast strax. Upplýsingar á verkstæð- inu Vesturgötu 17. Andersen & Lauth h.f. Sendisveinn Röskur piltur óskast til sendiferða sem fyrst Vélsmiðjan Héðinn h.f.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.