Vísir - 28.09.1962, Page 2
VISIR
Föstudagur 28. september 1962.
4*2*,
y/////m v/////smw////A
^ \, __
©^sSTn1
T3 ‘n d
T/,y////m//////////<2MV////^
Þórður Ásgeirsson í loftinu á æfingu Þróttar á Park Head vellinum í Glasgow. Bak við hann
sér f Ólaf Brynjólfsson. Fer svo að boðið veröi í Þórð? Það er ekki ólíklegt eftir þeim viðtökum
sem hann hefur fengið í Skotlandi.
Fá 2 ísL markverðk
tilboð í Skotiandi?
Augu áhugamanna um
knattspyrnu 'beinast að
Skotlandi þessa dagana.
Þar er Helgi Daníelsson og
leikur á laugardag með
varaliði Motherwell hins
góðkunna atvinnuliðs
Skota. Þar eru Þróttarar
með 2. deildarlið sitt og
keppa í Park Head í kvöld
og í Skotlandi er enn eini
atvinnumaðurinn okkar,
Þórólfur Beck og er tekinn
að ókyrrast að því sagt er
og vill skipta um félag.
Helgi fær að reyna
sig á laugardaginn.
Helgi fær sitt fyrsta tækifæri
með Motherwell á morgun og leik-
ur með varaliði félagsins á Firhill
gegn Partic Thistle en Motherwell
á í erfiðleikum vegna meiðsla leik-
manna sinna og býst ekki við
sigri gegn Thistle.
Þróttur i sjónvarpi. —
Markvörður vekur athygli.
í kvölddagskrá skozka sjón-
varpsins kom fréttaauki frá æfingu
Þróttara í fyrrakvöld en þeir æfðu
á keppnisvelii Celtic í Park Head,
sem er næsta óvanalegt, þar eð
Celtic lánar aðalvöll sinn aldrei
undir æfingar. Fjöldi myndatöku-
manna kom og filmaði piltana en
daginn eftir voru myndir í öllum
blöðum frá æfingunni og er sagt
að sjónvarpsdagskráin hafi heppn-
azt einstaklega vel.
„Nóg af góðum mönnum“
— sagði Robert Jack.
Robert Jack talaði við frétta-
mann í fréttaauka þessum sem
stóð 1 - mínútur og sagði Robert
að lokum: „Framkvæmdastjórar
félaganna ættu að fjölmenna í
Park Head á morgun. Þar verður
nóg af efnivið og aldrei að vita
nema hægt sé að semja við marga
piltanna."
Þórður vakti athygli.
Langmesta athyglina 1 sjónvarp-
inu vakti Þórður Ásgeirsson og
sögðu starfsmenn Flugfélagsins í
Glasgow að hann hefði verið tígu-
legur er hann fleygði sér endi-
Um helgina:
AF GÚDRI
ÚrsSSi i 1» deild? Fyrsti leikur í bikar-
keppninnð ™ SAS eg FSugféiag íslands
Eftir langa deyfð á knatt-
spyrnusviðinu fer nú fjörug
helgi knattspymulega í hönd.
Tveir mikilvægir leikir í 1. deild
og jafnvei úrslt í deild,nni, fyrsti
Ieikur úrsiitakeppninnar í Bakar
keppninni og að lokum leikur
milli SAS í Kaupmanahöfn og
Flugfélags íslands.
Um helgina fara fram 2 þýð-
ingarmiklir leikir í 1. deild. Á
laugardag leika K.R. og Akurnes-
ingar og á sunnudag Fram og Val-
ur. Báðir leikirnir eru ákveðnir á
Laugardalsvelli, en geri rigningu
fyrir leikina, verða þeir fluttir á
Melavöllinn.
K.R. — Akranes
fer fram á laugardag og hefst
leikurinn kl. 16.00. Verður þá úr
þvf skorið, hvort Akurnesingar
komast í úrslitakeppni með Fram
og Val, en til þess þurfa þeir að
sigra K.R. Fái K.R. stig, eru Fram
og Valur ein eftir með sigurmögu-
leika í mótinu.
Fram — Valur
fer fram á sunnudag og hefst
sá leikur einnig kl. 16.00. Ef K.R.
nær stigi á laugardag gegn Akur-
nesingum, verður þetta hreinn
úrslitaleikur í I. deildarkeppni, og
verði liðin jöfn eftir 2x45 mín.
verður framlengt í 2 x 15 mfn.
Fáist úr því skorið, hvort félagið
hljóti íslandsmeistaratitilinn 1962,
verður hinn nýi Islandsbikar af-
hentur í fyrsta sinn að leik lokn-
um.
Keflvíkingar — Týr.
fer fram á laugardag kl. 14.00 á
Hafnarfjarðarvelli og er það
fyrsti leikurinn í úrslitakeppni bik-
arkeppninnar. Má gera ráð fyrir
spennandi leik, því að Vestmanna-
eyingar hafa komið mjög á óvart
í bikarkeppninni og unnið 3 leiki
með samanlögðum mörkum 10:0.
Keflvíkingar sigruðu í 2. deild og
verður nú úr því skorið, hvort ut-
an deildanna leynist lið, sem gæfi
Í. deildarliðanum ekkert eftir.
SAS - FTugfélagið
leika á Melavellinum á morgun
kl. 18.00 og má búast við skemmti-
legri keppni í þessum ,,landsleik“
þjóðanna, en sagt er að SAS hafi
skemmtilegu liði á að skipa.
langur eftir boltanum, „rétt eins
og tígrisdýr".
Þórólfur vill.
skipta um félag.
Þórólfur Beck er ekki ánægður
um þessar mundir og vill skipta
um félag. Hann er einn af þeim
sem hefur farið fram á að verða
seldur frá St. Mirren, en ein 3
knattspyrnufélög í Englandi hafa
spurzt fyrir um hann hjá Mirren,
þar á meðal er Sunderland, —
eitt ríkasta félag Englands. Mjög
er þó ósennilegt að Þóróifi verði
að ósk sinni, því Bobby Flavell
vill ekkf selja, hvorki hann né
aðra af leikmönnum St. Mirren
og e. t. v. sízt Þórólf. Bryceland
var seldur til Norwich, en þar
hyggst hánn setja endapúnktinn
á sölu leikmanna, a. m. k. í bili.
Vill berjast
við Liston
Harold Johnson, heimsmeistari í
léttþungavigt, sagði í gær að
hann vildi skora á heimsmeistar-
ann í þungavigt, Sonny Liston,
segir í NTB-skeyti.
Johnson hefur ekki tapað keppni
síðustu 6 ár og hefur hann nær
eingöngu barizt við þungavigtar-
menn, nema þegar hann hefur
varið titil 'sinn. Margir þessara
hnefaleikara hafa verið „meðal
7 beztu í heimi“.
Framkvæmdarstjóri Johnsons er
mjög umfram um að koma þessari
keppni á.
Bióðug slagsmál
Rangers og Sevilla
Harðir ieikir Skota á erlendri grund
Skotar gcrðust víðreistir í byrjun
vikunnar kepptu þrjú af beztu lið-
um þeirra knattspyrnuleiki í Þýzka
landi og Spáni.
Tveir leikjanna urðu allsögu-
leglr, cinkum þó leikur Rangers
og Sevilla sem logaði í slagsmál-
um sem öll stöfuðu af hinum suð-
ræna skaphita Spánverjanna, sem
tapað höfðu 4:0 í Skollandi en
Sevilla vann nú 2:0, þannig að
Skotarnir komast áfram. Sama er
um Dundee að segja, að leikur
þeirra á heimavelli 8:1, bjargar
beim f 2. umferð Evrópubikarsins,
þrátt fyrir 0:4 tap gegn hinum
hörðu Þjóðverjum, sem gengu inn
á völlinn „hreinlega til að drepa
okkur“ eins og forstjóri Dundee
sagði eftir leikinn. Celtic lék fyrsta
leik sinn í ..nter-citics FairCup og
urðu úrslit þau að Valencia vann
með 4:2, en heimaleikur Skotanna
er eftir.
Heim komu liðin blá og marin,
með glóðaraugu, bólgur, rispur og
sár, rétt eins og allir leikmennirnir
hefðu fengið sinn Sonny Liston
til að slást við og haldið út 15
lotur gegn honum.
Af leikjum Skotanna varð leikur Rangers og Seinn í faðmlögum við einn Spánverjann en lögreglu
og á myndinni er hinn góðkunni Ralp Brand kominn í faðmlög við einn Spánverjann en lögregluþ
þjónar horfa á álengdar.
/