Vísir - 10.10.1962, Blaðsíða 5

Vísir - 10.10.1962, Blaðsíða 5
VISIR . Miðvikudagur 10. október 1962. BSSES2KS 5 Hreindýr — Framhald at bls. 1. Breiðast suður og norður. Skömmu fyrir strið eða 1938 og 1939 var talið, að hreindýrin væru aðeins um 100 talsins, og voru þá tarfar svo margir, að fjöldi þeirra stóð hjörðinni fýrir þrifum. Þeir áttu í eilífum bardögum um kýrn- ar, svo að tfmgun stofnsins varð Utundan. Þá voru gerðar ráðstaf- anir til að fækka törfum og eftirlit aukið með stofninum. Hefur hann farið hraðvaxandi upp á síðkastið, hvað sem veldur, og er gert ráð fyrir, að í honum sé nú 2400 — 2500 dýr, samkvæmt því sem næst hefur verið komizt eftir loftmynd- um. Þá er hjörðin einnig að dreifa sér á stærra svæði en áður, flyzt til dæmis suður á bóginn til Foss- árdals og Hamarsdals, en hún leit- ar einnig norður til Vopnafjarðar. Má geta þess í þvf sambandi, að menn forðast að skjóta dýrin á þeim slóðum, þar sem þau eru að hænast að, en hafa ekki verið áður. Vinsælt góðgæti. Birgir Thorlacius benti blaðinu einnig á, að hreindýrakjöt væri að verða vinsæll réttur á matseðlum helztu veitingahúsa hér, og sneri Vísir sér til Péturs Danfelssonar, gestgjafa að Hótel Borg, og spurði hann um þetta atriði. Kvað Pétur það alveg rétt, að hreindýrakjötið þætti hið mesta lostæti, og væri hann búinn að fá tvær sendingar að austan — 12 skrokka í hinni síðari — og hefði gert ráðstafanir til að fá meira. Hann sagði enn- fremur: „Þeim, sem finnst rjúpur góðar, fellur einnig ágætlega við hrein- dýrakjötið. Það eru fyrst og fremst lærin og hryggurinn, sem við not- um, og það er herramannsmatur. Sumir, sem aldrei hafa bragðað hreindýrakjöt, eru kannske hálf- ragir við það í fyrstu, en það er segin saga, að þeir eru mjög á- nægðir með það“. Dýralæknir framkvæmir mat á kjötinu fyrir austan, og er sumt flutt í frystihús fyrst og síðan suð- ur, en sumt fer strax með flugvél hingað til Reykjavfkur. Þorvaldur Guðmundsson í Síld & Fisk hefur einnig keypt mikið af hreindýrakjöti, og hann hefur kennt mönnum þar eystra að hluta skrokkana sundur. Yngri dýrin veikjast helzt. Eins og getið hefur verið í frétt- um, hefur einhvers sjúkdóms orðið vart í hreindýrunum, og þau hafa veslazt upp eða verið mjög horuð og illa farin. Hefur rannsóknastöð- in að Keldum fengið sýnishorn úr sjúkum dýrum, svo að hægt væri að ganga úr skugga um, hvaða sjúkdómur væri hér á ferðinni, og spurði Vísir Guðmund Gíslason lækni, forstöðumann stöðvarinnar, um þetta atriði. Guðmundur kvað hér um ágætt verkefni að ræða fyrir stöðina, en um niðurstöður væri ekki að ræða, því að stöðin á nú mjög annríkt vegna sláturtíðarinnar, svo að hún getur ekki sinnt þessu verkefni um sinn. Hann kvaðst hafa staðfest það áður, að sams konar ormar væru í sauðfé og hreindýrum, en ekki væri vfst, hvort þeir væru eina orsök þessa sjúkdóms, höfuð orsök hans eða aðeins ein af mörgum. Um eitt bæri þó öllum saman: Það eru einkum yngri dýr- inð sem hafa tekið veikina. GÚSTAF ÓLAFSSON bæstaréttarlðgmaOui Austurstræti 17 • Sími 13354 Rússnesk fegurð í Reykjavíkurhöfn Þessi sæta stúlka sem horfir tor- tryggnu augnaráði til ljósmyndar- ans var í Reykjavíkurhöfn nýlega. Hún er matreiðslukona á rúss- nesku vatnsflutningaskipi, Gros- neft, sem kemur við og við til hafnar hér til að taka vatn fyrir rússneskan veiðiflota, sem er á sveimi einhvers staðar í kringum landið. Skipið tekur tugþúsundir lítra af vatni, en margir mánuðir líða þar til skip og áhöfn koma til heimahafnar. Ekki virðist unga stúlkan né áhöfnin hafa mikinn áhuga á að koma upp f borgina til að skemmta sér, heldur sitja þau stöðugt f skipinu og má það þó vera einmanalegt fyrir svo unga og fallega stúlku. í fyrstu horfði rússneska stúlk- an tortryggnum augum á ljósmynd arann, en þegar hann reyndi að spyrja hana á eftir hvað hún héti, skildi hún ekki og brosti. En eftir- litsmaðurinn, sem stóð fyrir aftan hana hafði enn allan varann á. Símagjöld mun hærri hjá Norðmönnum Oft kvarta menn yfir því, hvað símagjöld eru há hér á landi, en nú getur Vísir huggað símnotend- ur hér með því, að þau eru enn hærri í Noregi. í sumar var gefin út ný gjald- skrá í Noregi, og sést af henni, að í borgum á stærð við Reykjavík, eða með eins marga símnotendur og hér eru, eru símagjöld mun hærri. Grunngjaldið er 63 norskar krónur á ársfjórðungi, en auk þess greiða menn samtalsgjöld — 20 aura norska fyrir hvert samtal, en mönnum eru ætluð 600 samtöl á tfmabilinu. Þessi gjöld eru sam- tals 182 norskar krónur, en það eru réttar ellefu hundruð íslenzkar krónur. Gjaldið fyrir símann á ári er þvf 4400,00 krónur íslenzkar. Hér í Reykjavík eru hins vegar hlið stæð afnotagjöld kr. 500 á ársfjórð ungi eða kr. 2000 fyrir árið. Einnig er fróðlegt að kynnast kostnaði, ef menn þurfa að senda skeyti innanbæjar eða innanlands. 1 Noregi er sama gjald, hvort sem menn senda skeyti innanbæjar eða innanlands — grunngjald tvær n. kr. og síðan 20 n. aurar á orðið. Tíu orða skeyti kostar þess vegna 4 n. kr. eða rúmlega 24 krónur íslenzkar, en ef ætlunin væri að senda sama skeyti innanbæjar hér, mundi það kosta 9 — níu — krón- ur, og út á Iand mundi það kosta 15 krónur. Síðusti dag- ur Braga Bragi Ásgeirsson hefur nú selt 30 af myndum þeim sem hann sýnir í Snorrasal við Laugaveg. Síðasti dagur sýningarinnar er í dag, en hún hefur vakið mikla at- hygli og yfirleitt hlotið góða dóma listgagnrýnenda. Myndirnar á sýningunni eru mjög fjölbreytilegar, tréskurðarmyndir, <;rafik o. s. frv Samtímis sýnir Bragi allmargar myndir á listamannakaffihúsi borgarinnar Mokka. LEIKVISI Cíðari hljómleika Marlboro- tríósins í Austurbæjarbíói var beðið af mikilli eftirvænt- ingu í gærkvöld. Ekki brugðust vonir manna, öðru nær. Efnis- skráin hófst á áttunda tríói Beethovens, „aukalaginu" frá kvöldinu áður. Þar með var tek- inn upp þráðurinn þar, sem frá var horfið og sviðið fagurlega sett til undirbúnings nýrra á- taka. 1 næsta verki mættust því tvö mögnuð „erkitríó“ — „erkihertoga-tríó“ Beethovens, svokallaða í B-dúr op. 97 og þremenningarnir undir nafninu Marlboro. Þar sýndu þeir, hvernig mynda má heilt „túlk- unarform" út frá einni tón- gæðahugmynd. Á ég þar við dæmi svo sem misteriosoblæ fyrsta þáttarins. Allt var þraut- unnið. Athygli hlustenda límd- ist við hendingar, frá einni lotu til annarrar, þætti til þáttar — upphafi verksins til enda. Þar heyrðu menn og góða lexíu í því, hve’ mikilsvert er, þegar flytjendur hafa vakið þanka- gang höfundar út í yztu tækni- legar æsar. Slíkt er meira en flutningur, þar er flutningslist. Tjessum ágætu tónleikum lauk með a-moll tríóinu eftir Ravel. Sjaldan mótaði Ravel glæsilegri gersemar en þessa fjóra þætti — og þeirra verð- mætasta djásnið sá þriðji, passa caille. Eitt orð verður að nægja þeirri leiftrandi leikvísi, er þarna heyrðist. Bravó! Þorkell Sigurbjömsson. Gunnar Böðvarsson farinn til Ástralíu Einn af kunnustu vísindamönn- um þjóðarinnar, dr. Gunnar Böðv- 'arsson forstöðu.-.dður jarðhita- deildar Raforkumálaskrifstofunnar, á þess nú kost að kynna sér jarð- hitarannsóknir og jarðhitavirkjan- ir á Nýja-Sjálandi f Ástralíu. Hann verður um tveggja mánaða skeið í þessu ferðalagi og sækir á þeim tima ráðstefnu alþjóða orkumála- stofnunarinnar fyrir íslands hönd, en ráðstefnan verður haldin í Mel- bourne. Ný-Sjálendingar munu standa öllum þjóðum framar um hagnýt- ingu jarðhita í ýmiss konar augna- miði, og jarðhitavirkjanir. Dr. Gunnar Böðvarsson hefur og get- ið sér sérstakan orðstír víða um lönd fyrir brautryðjendastarf hér heima á þessu sviði og hefur leið- beint öðrum þjóðum um þau efni á vegum Sameinuðu þjóðanna. Það ber því vissulega að fagna því að honum gefst nú kostur á að kynn- ast þessum framkvæmdum, þar sem þær eru taldar einna merk- astar. Vitað er að sökum ólíkra staðhátta og þarfa er hagnýtingu jarðhita hér á landi hagað að ýmsu leyti öðru vísi en í Nýja-Sjálandi, þannig að Gunnar getur og sagt Ný-Sjálendingum frá ýmsu á þessu sviði, sem þeir hafa ekki reynt í framkvæmd. Eitt af því, sem gera má ráð fyrir að dr. Gunnar kynni sér sér- staklega í Nýja Sjálandi, með tilliti til hugsanlegrar virkjunar jarðgufu hér á landi, er 70 þúsund kílóvatta rafstöð, sem knúin er jarðgufu og Ný-Sjálendingar hafa rekið í 4 ár. Þeir eru einmitt um þessar mundir að stækka þessa gufuaflstöð upp 1 180 þúsund kílóvött. Ný-Sjálending ar hafa gnægtir fallvatna og jarð- hita, eins og íslendingar, en þeir eru langt komnir með að virkja fallvötn sín og hafa þvl farið inn á þá braut að virkja jarðhitann til raforkuframleiðslu. Þar sem sú leið mun einnig verða farin fyrr eða síðar hér á landi er fróðlegt að heyra það sem heimildarmaður þessarar fréttar, Sveinn Einarsson verkfræðingur, sagði Vísi, að jarð- gufan hefur reynzt fullkomlega samkeppnisfær við vatnsaflið á Nýja Sjálandi. Sveinn sagði að Ný- Sjálendingar væru famir að nota jarðhitann, eða jarðgufuna, til iðn- aðar, t.d. í sambandi við pappírs- framleiðslu, sem er mikil þar í landi. Dr. Gunnar Böðvarsson fór til Ástralíu með ferðastyrk úr sjóði I. C. Möller, sem er danskur frysti- húsaeigandi og styrkir kynnisferðir sem þessar. íslenzkir verkfræðing- ar hafa áður hlotið ferðastyrki úr sjóði hans. Þyrlurnar blésu Ninu til hafs Fyri. nokkrum dögum lagði ó- venjulegt skip úr höfn í Palos de la Frontera á Spáni — Nina II, nákvæm eftirlíking af einu þeirra skipa, sem Kolumbus hafði undir stjóm sinni á fyrsta leiðangri sín- um vestur um haf. Nina þessi, sem er aðeins 8 m. á lengd og á að sigla vestur um haf, átti að láta úr höfn á hádegi, er skipstjórinn, Carlos Etayo, sá að vel byrjaði úti á flóanum. Hann Iét létta akkerum, en gallinn var r að ki bærðist hár á höfði í höfninni í Palos. Nú voru góð ráð dýr, en Etayo datt snjallræði í hug. Iíann skrapp inn í skrifstofu hafnarstjórans, fékk lánaðan síma og hringdi til bandarísku flotabækistöðvarinnar í Rota 1 10 mílna fjarlægð. Vildu menn gera svo vel að senda fjórar þyrlur til aðstoðar? Þyrlurnar komu og þær tóku sér stöðu skammt frá Ninu í lítilli hæð. Skrúfurnar snerust án afláts og við það myndaðist ágætur byr, sem bar Ninu út úr höfninni og í eðli- legan byrinn úti á flóanum. Sjö menn eru á Ninu II, og er gert ráð fyrir, að för þeirra vestur um haf taki 50 daga. Mataræði verður nákvæmlega af sama tagi og var á skipum þeim, sem Kol- umbus stjórnaði.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.