Vísir - 10.10.1962, Blaðsíða 15
V í SIR . Miðvikudagur 10. október 1962.
15
„■ WHEN TAR2AN
BESAN CLIÍÁ5INS
/ A KOf’E TO
PURSUE HIS
ENEAW, JUAN
TOKKES FIKWUV
GKIPf’Er HlS
F’ICK—
AN7 STKUCK
AGAIN ANP’
ASAIN, SHKEC’F'ING
THE KO?E i
VM
VhmSuiím
JOHfl
CSlflRFO
THE WEAKENE7
FIBERS SNAPTE7
AN7 THE APE-/AAN
FLUNSE7 70WN-
WAR7—TWISTINS,
TUKNINS HELPLESSLV
THE AIR!
Þegar Tarzan var farinn að
fikra sig upp eftir reipinu, reiddi
Juan Torres öxina hátt á loft....
og hjó aftur og aftur á reipið.
Reipið slitnaði, og apamaður-
inn féll aftur á bak — — niður.
Friedrich Diirrenmatt
Ódfrar
barnniíSpur
Werzlunin
©©
ið hitt hana. Hún gefur yður
aðra sprautu". svaraði systirin.
„Vitleysa", þrumaði gamli
maðurinn. „Ég hef ennþá enga
sprautu fengið. Kveikið heldur
á loftlampanum. Mig langar að
sjá þetta herbergi almennilega.
Mann langar að vita hvar maður
liggur".
Hann var hálf gramur.
Nú kviknaði í herberginu
skært ljós, sem ekki var glöggt
hvaðan kom. Við það varð her-
bergið allt greinilegra. Loftið yf
ir gamla manninum var allt
einn spegill, en því tók hann
fyrst eftir nú, sér til mikillar
óánægju, því að ekki gat það
verið beint geðfellt að hafa
mynd sí.'.a stöðugt yfir höfðinu.
„Alls staðar þessi speglaloft,“
hugsaði hann. „Það er til þess
að gera mann brjálaðan! í raun-
inni var hann skelfingu lostinn
yfir beinagrindinni, sem starði
á hann neðan úr loftinu, og sem
var hans eigin spegilmynd. —
„Spegillinn lýgur!“ hugsaði
hann. „Það eru til slíkir spegl-
ar, sem afmynda allt. ,-g get
ekki verið orðinn svona magur.“
Hann leit í( kringum sig í her-
berginu. Hann hafði gleymt
nærveru systurinnar. Vinstra
megin við hann var glerveggur,
en í glerinu voru myndir af
nöktum dansandi konum og
körlum. Á grængráum veggnum
hægra megin, hékk Líkskurður
Rembrandts, eins og vængur á
milli dyranna og tjaldsins, sem
áður var getið. Þessi fáránlega
samsetning, sem þó virtist vand
lega útreiknuð, gaf herberginu
léttúðar- og grófleika, ekki sízt
vegna þess, að yfir dyrunum,
i sem systir Klari stóð nú í, hékk
: svartur, einfaldur viðarkross.
„Já, en systir," sagði hann,
undrandi á hversu mjög her-
bergið hafði skipt um svip, því
að í fyrstu hafði hann ekkert
séð annað en tjaldið. Hvorki
dansandi karlana og konurnar,
líkskurðarmyndina, né krossinn.
Þessi annarlegi heimur fyllti
hann áhyggjum og kvíða: „En
systir. Það er furðulegt að þetta
skuli vera herbergi á sjúkra-
húsi, sem á að gera menn heil-
brigða, en ekki vitskerta."
„Við mum á Sonnenstein,"
svaraði systir Klári og kross-
lagði handleggina framan á mag
anum. „Við förum að óskum
allra,“ sagði ‘hún ljómandi af
gestrisni, „að óskum hinna guð-
hræddustu og einnig hinna. Ef
yður líkar ekki líkskurðarmynd
in, þá getið þér fengið fæðingu
Venusar eftir Botticelli eða
i Picasso-mynd.“
„Má ég nú heldur biðja um
Riddarann, dauðann og djöful-
inn,“ sagði lögreglufulltrúinn.
Systir Klári tók upp minnis-
bók. „Riddarinn .dauðinn og
djöfullinn," skrifaði hún niður.
„Hún verður sett upp á morgun.
Það er þqkkaleg mynd í her-
bergi deyjandi manns. Ég óska
yður til hamingju. Herrann hef-
ur góðan listasmekk."
„Varla held ég, að ég sé svo
langt leiddur," svaraði gamli
maðurinn, undrandi á harðlyndi
systurinnar.
Systir Klári vaggaði rauðu
höfðinu fram og aftur. Og hún
sagði áköf: „Já, en hér deyja
allir. Undantekningarlaust. —
Hingáð til hef ég aldrei vitað til
þess, að nokkur sjúklingur hafi
yfirgefið þriðju deildina á ann-
an hátt. Og þér eruð á þriðju
deildinni, þvf verður ekki mót-
mælt. Eitt sinn skal hver deyja.
Þér skuluð lesa það, sem ég hef
skrifað um það.“
Systirin tók fram úr barmi
sér litla ritgerð, sem hún lagði
á rúm gamla mannsins. Yfir-
skriftin var: „Dauðinn, Tak-
mark og tilgangur lífernis okk-
ar. Hentugur leiðarvísir.
„Á ég svo ekki að sækja að-
stoðarlækninn?" spurði hún
sigri hrósandi.
„Nei,“ svaraði lögreglufull-
trúinn, með dauðann, takmark-
ið og tilgang lífsins í hönd-
unum. „Ég þarfnast hennar
ekki. En ég vildi gjarnan láta
draga tjöldin frá glugganum og
opna hann.“
Tjaldið var dregið frá og ljós-
ið slökkt.
i&PIB
SOrENNUlD
Ég segi þér það alveg satt, að einn þeirra sagði rap.
Gamli maðurinn slökkti einn-!
ig á náttborðslampanum.
Rétt áður en hin þéttvaxna
hvarf út á upplýstan ganginn,
spurði hann:
„Eitt enn, systir. Fyrst að þér
gefið svo hreinskilnisleg svör,
langar mig enn til að spyrja yð-
ur: Er dvergur hér í húsinu?“
„Auðvitað," svaraði hún
ruddalega úr dyrunum. „Þér haf
ið þegar séð hann.“
Síðan lokaði hún dyrunum.
„Fjarstæða/ ‘hugsaði hann.
„Ég verð að komast burt af
þriðju deildinni. Það ætti heldur
ékki að vera nein list. Ég hringi
til Hungertobel. Ég er of sjúkur
til þess að ráðast í stórræði
gagnvart Emmenberger. Á morg
un sný ég aftur til Salem.
Hann var hræddur og skamm
aðist sín ekki fyrir að viður-
kenna það.
Kolsvart myrkur næturinnar
umkringdi gamla manninn. —
Hann lá í rúmi sínu, og þorði
varla að draga andann.
„Það hlýtur að heyrast í
klukkunum í Zúrich, þegar þær
hringja inn nýja árið,“ hugsaði
hann.
Einhvers staðar heyrðist
klukka slá 12 á miðnætti.
Gamli maðurinn beið.
Að nýju heyrðist klukka slá
12 högg. Og enn einu sinni. —
Alltaf 12 högg. Eins og slegið
væri með hamri í málmhlið.
Engin hróp og köll. Engin
fagnandi mannmergð. Nýja árið
kom þegjandi og hljóðlaust.
„Heimurinn er lífvana. Heim-
urinn er dauður," hugsaði gamli
maðurinn.
Hann fann kaldan svita
spretta út af enni sér. S ;ta-
dropar, sem runnu niður gaci-
augun. Augun voru galopin. —
Hann lá hreyfingarlaus.-,í £inn:
auðmýkingu.
Enn einu sinni heyrSi Ihan'
úr fjarlægð tólf klukknaslör
sem hljómuðu draugalega u:
hina þöglu borg. Svo fannst hf i
um hann sökkva ofan í endn
laust haf, endalaust myrkur.
Hann vaknaði í skímunni frá
nýjum degi.
„Þeir fögnuðu ekki nýja ár
inu,“ hugsaði hann enn einu
sinni.
Herbergið var óhugnanlegra
en nokkru sinni.
Sjúklingurinn starði lengi á,
hvemig grængráir skuggarnir
lýstust smátt og smátt af vax-
andi dagsbirtunni, áður en hann
tók eftir því:
i Það var grindverk fyrir glugg-
anum.
DR. MAPJíOK,
„Svo að þér eruð vaknaður,"
var sagt úr dyrunum við gamla
manninn, sem starði á glugg-
ann án afláts. Inn í herbergið
gekk að því er irtist gömul
kona, skrælnuð og þrútin í fram
an. Með erfiðismunum og mikl-
larnasagan
fCALLI
græm
páfa-
pukur*
w518«
Þegar Jack Tar sá r.lla þessa
páfagauka, varð hann alveg fok-
vondur. „Þetta er eftir Kalla“,
hrópaði hann. „Meðan við höfum
staðið hér og grafið hefur hann
kennt þessum páfagaukum að
tala. Nú komumst við aldrei að
hver þessara fugla veit leyndar-
málið um fjársjóðinn. Komið
strákar, við skulum aldeilis taka
í þennan Kalla.“ Og þeir héldu
af stað og sveifluðu til hökum
og skóflum. Það virtist sem páfa
gaukarnir hefðu beðið þessarar
stundar, því nú flugu þeir upp
til að leita að nýjum hóp fjár-
sjóðsleitarmanna, sem þeir gætu
strítt.