Vísir - 10.10.1962, Blaðsíða 8

Vísir - 10.10.1962, Blaðsíða 8
8 VlSIR . Miðvikudagur 10. október 1962, . ,, ....... ÍVtSIR Utgefandi: Blaðaútgáfan VÍSIR. Ritstjórar: Hersteinn Pálsson, Gunnar G. Schram. Aðstoðarritstjóri: Axe! Thorsteinsson. Fréttastjóri: Þorsteinn Ó. Thorarensen. Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178. Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3. Áskrifstargjald ei 55 krónur á mánuði. 1 lausasölu 4 kr. eint. — Sími 11660 (5 Ifnur). Prentsmiðja Vísis. — Edda h.f. Merkar framkvæmdir Fyrir nokkru var frá því skýrt, að unnt mundi verða að halda uppi samgöngum um Þrengslin í vet- ur, þar sem Austurvegi hefði miðað svo vel áfram að undanfömu, að hann yrði a. m. k. fær stómm bílum framvegis. Er þar mikilvægt mannvirki komið vel áleiðis og mun að sjálfsögðu ekki lokið við það, fyrri en það verður leið allra bíla, fært bæði smáum bílum sem stórum, jafnt á vetri sem sumri. Nú er einnig unnið að mikilvægu verkefni á sviði samgöngumálanna, og það er Reykjanesbraut hin nýja, sem verið hefir í undirbúningi um nokkurt skeið. Er fyrsti kafli vegarins kominn svo langt, að fyrir nokkru var hafizt handa um að steypa slitlag hans, og verður því haldið áfram, meðan tíð leyfir nú í haust. Jafnframt er unnið kappsamlega við að ryðja upp undirstöðum vegarins, og það hefir verið haft eftir vegamálastjóra, að ekkert sé því til fyrirstöðu, að því er tæknihlið málsins snertir, að vegargerðinni verði að fullu lokið á tveim til þrem árum. Það veltur raun- ar aðeins á einu atriði, sem er þó býsna mikilvægt. Það veltur á því, að nægt fé sé fyrir hendi til þess að hægt sé að halda framkvæmdunum áfram hvfldar- laust eða eins og veðurfar leyfir. Hér er um tvo framtíðarvegi að ræða, því að það liggur í augum uppi, að við eigum að kappkosta að steypa þjóðvegi okkar og fyrst og fremst þá, sem mest mæðir á. Að vísu er stofnkostnaður mikill, en viðhaldskostnaður væntanlega hverfandi, ef vel er unnið í upphafi. Og þegar Reykjanesbraut hefir verið fullgerð, þarf að snúa sér að næsta áfanga, sem gæti verið að steinsteypa Austurveg, sem mun vera annar fjölfarnasti vegur landsins. Sultur sverfur oð Ástæðulaust mun vera að véfengja þær fregnir, sem borizt hafa frá Sovétríkjunum um það, að þar hafi brotizt út óeirðir í stórum iðnaðarborgum, af því að fólkið er í senn krafið um meiri afköst, en fær um leið minni matarskammt en áður. Slíkt hefir komið fyrir áður í ríkjum kommúnista, og mun jafnan verða öruggasti fylgifiskur kommúnismans. Þetta kemur heim við það, sem oft hefir verið bent á hér í blaðinu, að þegnar einræðisherranna fitna ekki að neinu ráði af tilkynningum um að geimfarar séu látnir vera nokkra sólarhringa að hringsóla um- hverfis jörðina. Jafnvel þótt tilkynningar um slikt séu ekki véfengdar, haggar það ekki þeirri staðreynd, að brátt fyrir slík afrek hefir kommúnismanum ekki tek- izt það, sem er enn míkilvægara — og hann ætti að telja öllu mikilvægast — nefnilega að bægja hungur- vofunni frá verkamönnum. I Páfinn stýrir fundi, sem haldinn var til undirbúnings kirkjuþinginu. KAÞÓLSKA KIRKJUÞINGIÐ Jóhannes páfi tuttug- asti og þriðji hafði í hyggju að halda kirkju- þing, þar sem lagður yrði grundvöllurinn að sameiningu allra krist- inna manna í baráttunni gegn kommúnismanum. Páfinn litur nú á að í heim- inum séu nú aðeins tvær lífs- skoðanir sem veruleg áhrif hafi Annars vegar er það kommún isminn og hins vegar kristin trú. Kapitalisminn er ekki lífsskoð- un heldur efnahagsstefna, sem ekki getur f baráttunni við kommúnismann komið nema að takmörkuðu leyti i staðinn fyrir kristna trú. Þetta tvennt verð- ur að haldast í hendur, eða aðrar frjálslyndar stefnur ásamt kristinni trú. Páfinn vill koma fram sem leiðtogi allra kristinna manna í stríði við kommúnismann. En trúarlegar skoðanir aðskilja kristna menn. Að dómi páfans skipta þessar skoðanir ekki lengur meira máli en það sem á að sameina kristna menn: Hættan af kommúnismanum. Páfanum og raunar öllum, sem vita vilja er Ijóst að kristin trú er eitt sterkasta aflið í heim inum í dag. Ekki er stofnað nýtt rfki án þess að það byggi skipu lag sitt að meira eða minna leyti á grundvallarskoðunum kristinnar trúar, jafnvel þótt íbúarnir viðurkenni hana ekki Og kristin trú er meiri og minni þáttur í lífi langflestra manna f heiminum. Það var löngun páfans til að sameina alla kristna menn á sama tíma, sem kommúnistar eru að klofna í asískar og evróp iskar hreyfingar. Kardinálar kaþólsku kirkjunn ar töldu málið ekki svo einfalt sem þetta. Fyrst yrði að taka ákvarðanir um ýmsar kenni- setningar kaþólsku kirkjunnar Jóhannes páfi. og gefa sér betri tíma til undir- búnings að samruna hinna ýmsu kirkjuhreyfinga-samruna, sem er talin mjög í nánd. Kirkjuþingið mun því aðallega fjalla um málefni kaþólsku kirkjunnar. En jafnframt verður lagður grundvöllur að því að ráð kardinála geti starfað eftir kirkjuþingið að sameiningu kristinna manna. Á meðan heldur kaþólska kirkjan áfram ójafnri baráttu sinni í Austur-Evrópulöndunum. Þar hefur hún leitazt við að stemma stigu fyrir útbreiðslu kommúnískra lífsskoðana. Til þess hefur kirkjan beitt bæði kirkjulegum og stjórnmálaleg- um ráðum. Þeir 2500 kirkjuhöfðingjar, sem taka þátt í kirkjuþinginu hafa um mörg mál, en mismun- andi stór, að fjalla. Ýmis þeirra snerta hvern einstakan kaþólsk an mann. Þýzkir biskupar munu leitast við að fá því aflétt að kaþolikar, sem giftast út fyrir kirkjuna þurfi ekki að skuld- binda sig til að ala börn sín upp í kaþólskri trú. Einnig verða væntanlega gerðar ein- hverjar breytingar á messusið- um kaþólskra. Latínan verður áreiðanlega áfram aðalmessu- málið. En svo getur farið að prestum verði leyft að nota meira tungu safnaðar sins í messugjörðinni. Og trúboðar munu sennilega fá heimild til að nota meira af siðum inn- fæddra, þar sem þeir starfa, heldur en áður. Þá er ekki ó- líklegt að kirkjuþingið dreifi kirkjustjórninni meira en verið hefur, og gefi biskupum meira frjálsræði en áður. En aðalmálið verður samein- ing kristinna manna. Reynt verð ur að undirbúa þetta mikla skref, sem allra bezt. Nokkrir áhrifamenn í hópi kardinála. Talið frá vinstri: Bea, kardináli, Teilhard, de Chardin kardin- áli, Spellman kardináli, Lecer, kardináli. i .1 ", \

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.