Tölvumál - 01.05.1996, Page 8
Maí 1996
AIRMAN verkefnið
Eftir Gísla Guðmundsson
Inngangur
Um mitt ár 1995 fengu Flug-
leiðir fyrirspurn frá Aer Lingus
(Dublin, írland) um það hvort
Flugleiðir hefðu áhuga á að taka
þátt í umsókn (Proposal) um
stuðning frá ESB við verkefni sem
Aer Lingus hafði hug á og féll inn
í prógram sem ESB hafði sett upp
undir heitinu Software Best Prac-
tice - EESI. Island sem þátttakandi
í Evrópska Efnahagssvæðinu er
tilgreindur sem fullgildur aðili.
Aer Lingus hafði nokkra
reynslu í samskiptum við ESB þar
sem þeir höfðu unnið verkefni með
stuðningi frá ESB fyrir nokkru, en
fyrir Flugleiðir var þetta nýtt.
Verkefninu var, í stórum drátt-
um, lýst sem athugun á valkostum
fyrir smá og meðalstór flugfélög á
því að flytja það sem kallað er
birgðastýring (Inventory control)
bókunarkerfis yfir á opin „plat-
form“.
Flugleiðir hafa um alllangan
tíma leitað eftir öðrum valkosti
fyrir núverandi bókunarkerfi án
fullnægjandi niðurstöðu og var því
ákveðið að taka þátt í verkefninu.
Aer Lingus sendi inn umsókn
(Proposal) til ESB og eftir nokkrar
skriftir, heimsóknir til Brussel og
vangaveltur, var verkefnið sam-
þykkt með loforði um fjárhagsleg-
an stuðning upp á tiltekna upphæð.
Aer Lingus hefur alfarið séð
um samskiptin við ESB og kemur
fram sem aðalverktaki (Prime
Contractor) en gerir síðan samn-
inga við aðra þá aðila sem að verk-
efninu koma.
Lokasamþykki ESB kom síðan
í janúar 1996 og var þá samningur
loks undirritaður milli Aer Lingus
og Flugleiða í samræmi við kröfur
ESB.
Verkefnið var síðan formlega
gangsett með fundi í Dublin 5.-7.
mars þar sem allir þeir aðilar, sem
boðið hafði verið að taka þátt,
mættu og kynntu það umhverfi
sem þeir búa við og hugmyndir um
hvar skóinn helst kreppi.
Verkefnið er skipulagt á þann
hátt að þátttakendum í verkefninu
er skipt í þrjá hópa. Fyrst eru það
þeir aðilar sem fá greitt fyrir
vinnuframlag og ferðakostnað. í
þeim hópi eru Aer Lingus sem
aðalverktaki gagnvart ESB og
Flugleiðir sem undirverktaki.
Einnig hefur verið leitað til hug-
búnaðarfyrirtækis í Bretlandi,
NOVUS, sem mun taka að sér til-
tekin verkefni, ef reynt verður að
útfæra þær hugmyndir sem fram
koma (Prototyping).
Annar hópur eru flugfélög sem
starfa við svipuð skilyrði og eru
Frh. á næstu síðu
Frh. affyrri síðu
er orðið meira - kannski 100%?
Nei, því það eru líkur (mjög litlar
þó) á því að báðar tölvur bili á
sama tíma auk þess sem villur í
gögnum af völdum forrita munu
ekki minnka þrátt fyrir speglun
búnaðar. Við gætum bætt við
þriðju tölvunni og látið hana
spegla allar aðgerðir líka. Öryggið
eykst en nær ekki fullkomnun -
mjög nálægt en ekki alveg. Ef við
hugsum okkur að tvær tölvur hafi
aukið öryggið frá 99% upp í
99,5% þá sjáum við að þriðja
tölvan mun aðeins auka öryggið
um lítið brot. Kostnaðurinn er hins
vegar mjög hár miðað við hversu
lítið öryggið eykst. Á endanum
munu allar viðbætur aðeins auka
kostnaðinn en öryggið mun alltaf
haldast það sama.
Jafnvægi á milli öryggis og
kostnaðar getur einungis orðið
með því að skoða vel hvað skuli
verja og gegn hverju.
Að lokum
Mjög mikilvægt er að stjórn-
endur fyrirtækja geri sér grein fyrir
nauðsyn öryggisins og því hversu
dýrt öryggið er. Ef þeir taka ekki
af skarið varðandi fjárveitingar í
öryggismál þá gerir það enginn
annar. Stjórnendur verða að taka
afstöðu í þessum málum.
Öryggi er ekki frítt og einungis
með þátttöku allra starfsmanna er
hægt að koma á öryggi sem virkar.
Jónas S. Sverrisson
vinnur sem ráðgjafi í
tölvuöryggismálum og
kennir við TVÍ.
8 - Tölvumál